Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.03.1991, Qupperneq 31
Svona sjón heyrir brátt sögunni til. Sorphaugarnir í Gufunesi munu fara undir græna torfu og þar verður spilað golf í framtíðinni. UMFANGSMIKIÐ SAMSTARF Það var árið 1988 sem þetta mikla samstarf sveitarfélaga höfuðborgar- svæðisins um sorpförgunarmál hófst. Átta sveitarfélög ákváðu að taka sam- eiginlega á þessu mikla verkefni og stofnað var fyrirtækið Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs., en það stendur fyrir byggðasamlag. Um er að ræða sveitarfélögin Reykjavík (96.650 íbúar), Kópavog (16.200 íbúar), Hafnarfjörð (15.200 íbúar), Garðabæ (6.970 íbúar), Mosfellsbæ (4.260 íbúar), Seltjarnarnes (4.140 íbúar), Bessastaðahrepp (1.080 íbúar) og Kjalarneshrepp (470 íbúar). Ibúar á svæðinu öllu eru því um 145 þúsund talsins eða 57% landsmanna. Undirbúningur að rekstri þessa fyrirtækis hefur staðið yfir sleitulaust frá því pólitísk ákvörðun var um það tekin og er ætlunin að hefja formlega þjónustu við íbúa og atvinnulíf svæð- isins 26. apríl nk. eins og áður sagði. Markmið Sorpu, en það er stytting á heiti fyrirtækisins, eru skýr og framsækin: • Að reka móttöku- og flokkunar- stöð úrgangs á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt. • Að reka urðunarsvæði sorps þannig að umhverfisvemd sitji í önd- vegi. • Að stuðla að söfnun og hættu- lausri eyðingu eitur- og umhverfis- spillandi efna. • Að fylgjast með tækniframför- um á sviði endurvinnslu hérlendis og erlendis. • Að gera sömu kröfur til um- hverfís móttökustöðvarinnar og gerðar eru til umhverfis matvæla- framleiðslu. • Að stuðla að því þjóðfélagslega mikilvægi að íbúarnir verði meðvitað- ir um ábyrgð sína í umhverfisvernd og geri sér jafnframt grein fyrir því að hún kostar fé, sem með einum eða öðrum hætti kemur frá þeim sjálfum. FYLLIR 2500 ÍBÚÐIR! Nútímafólk lætur eftir sig gífurlegt magn úrgangsefna á degi hverjum og er ekki víst að fólk geri sér almennt grein fyrir þeim vanda sem er fólgin í förgun þeirra. Til dæmis er áætlað að árlega falli til um 45 þúsund tonn af heimilissorpi (312 kg. á íbúa) og um 70 þúsund tonn af framleiðsluúrgangi. Samtals er því verið að ræða um 800 kg. á hvem íbúa. Við skiljum því eftir okkur um 750 þúsund rúmmetra á ári eða sem samssvarar rúmtaki 2500 íbúða af meðalstærð! Hingað til hefur þessu gífurlega magni af rusli verið kastað á opna sorphauga í Gufunesi og hafa menn þar sætt sig áratugum of lengi við lausn sem engan veginn er nothæf í nútímasamfélagi. Þess vegna var ákveðið að stofna Sorpu. Til fróðleiks má geta þess að fyrir nokkrum árum var áætlað að hver íbúi skildi eftir sig 380 kg. af húsa- sorpi á ári. Skiptingin var þessi: 136 kg. af pappír, 75 kg. af matar- og garðaúrgangi, 35 kg. af gleri, 40 kg. af plasti, 20 kg. af tré, 10 kg. af áli, 20 kg. af jámi, 10 kg. af gúmmí. Undir aðra flokka féllu 35 kg. Að sögn Ögmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sorpu, er hin nýja móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.