Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 38

Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 38
UMHVERFISMAL Timbur er kurlað niður í flísar og þær svo nýttar sem kolefnisgjafi í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundartanga. Dýrmæt orka sparast. ar stuðlar hún að betri nýtingu verð- mæta en hins vegar sparar hún dýrmætt land á urðunarstað. URÐAÐ Á ÁLFSNESI Þeir sorphaugar, sem nú er verið að leysa af hólmi í Gufunesi, hafa verið starfræktir frá árinu 1967. Áður höfðu verið opnir sorphaugar á Eiðis- granda, þar sem nú er Heilsuverndar- stöðin við Barónsstíg og í gróðurvin núverandi Hljómskálagarðs við Tjörnina. Þessi tími heyrir nú brátt sögunni til. Eftir að sorp íbúa höfuðborgar- svæðisins hefur verið flokkað og þriðjungi þess komið til endurnýting- ar, verður því, sem eftir er, komið fyrir, pressuðu og vírbundnu, á sér- stökum urðunarstað. Sá er í Álfsnesi í Kjalameshreppi, samtals um 40 hekt- ara svæði sem skipulagt hefur verið til 25 ára. Böggunum verður hlaðið í fimm metra háar stæður og þeir huldir jarð- vegi daglega. Þegar búið er að urða nokkurt magn úrgangs, fylgir trjá- rækt og önnur uppgræðsla í kjölfarið. Smám saman mun því grænn möttull sveipa þetta urðunarsvæði og í fram- tíðinni munu þar skapast ákjósanleg skilyrði til útivistar manna og dýra. Áður en þessi urðunarstaður var ákveðinn, fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á berglögum svæðisins. í ljós kom að þau eru afar þétt og því lítil sem engin hætta á leka út í jarð- veginn, að sögn Ögmundar Einars- sonar framkvæmdastjóra. „Við höf- um falið sérfróðum aðilum að gera ítarlega úttekt á h'fríki fjörunnar við Álfsnes og munum fylgjast mjög vel með því hvort einhverjar breytingar verði þar á næstu árum,“ sagði Ög- mundur einnig. Ögmundur sagði ljóst að þegar menn voru að velja staði fýrir flokkun- arstöð og urðunarstað sorpsins, hefðu fordómar mjög villt mönnum sýn. „Vissulega áttu þeir sér sínar skýringar, m.a. vegna vanþekkingar manna á þessu viðfangsefni og svo hinu að eina viðmiðunin í þessum efn- um voru gömlu sorphaugamir við Gufunes. Sú ímynd gerði það að verk- um að menn óttuðust mengunaráhrif af þessari starfsemi. Við, sem höfum kynnt okkur svona rekstur erlendis, erum hins vegar hvergi hræddir. Á hinn bóginn gerum við okkur grein fyrir þessari stöðu og viljum því leggja okkur fram um að hafa snyrtilegt í kringum okkur og m.a. leggja mikla áherslu á öfluga trjárækt umhverfis okkar athafnasvæði." TRÖLLAUKIÐ ÁTAK Stofnun Sorpeyðingar höfuðborg- arsvæðisins bs. er tröUaukið átak til að auka umhverfisvemd í landinu og eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í þeim efnum hérlendis. Stofnkostnaður við móttöku- og flokkunarstöðina í Gufunesi og urðun- arsvæðið á Álfsnesi er um 600 millj- ónir á núgildandi verðlagi. Vemlegum fjármunum er að auki varið til upp- setningar gámastaðanna úti í hverfun- um. Reiknað er með að árlegur rekst- urskostnaður þessarar starfsemi verði um 325 milljónir. Þá kostar sorphirðan á svæðinu öllu 300-400 milljónir á ári. Hvorir tveggja þessara liða eru greiddir af sveitarfélögunum og stærri notendum samkvæmt gjaldskrám eins og áður sagði. Hér er vissulega um stærri fjár- hæðir en við höfum hingað til þurft að reiða fram vegna þessara mála. En við eigum líka íslenskri náttúru skuld að gjalda og löngu tímabært að leita nýrra og nútímalegri leiða til að farga úrgangi neyslusamfélagsins með við- unandi hætti. Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, lagði á það áherslu að miklu skipti að almenning- ur og forráðamenn fyrirtækja tækju á með sveitarfélögunum og þessu nýja fyrirtæki í því skyni að halda öllum kostnaði í lágmarki. „Okkur hjá Sorpu er ekkert kappsmál að fá til okkar sem mest af sorpi. Þvert á móti. Hér er um þjónustufyrirtæki í eigu al- mennings að ræða og áríðandi að allir leggi sitt af mörkum til að takmarka sorpkostnaðinn. Það gerum við best með því að flokka sorpið sem mest og minnka flutningskostnað til okkar með sérstökum ruslapressum. Einn- ig hvetjum við almenning til að koma sér upp rotkössum fyrir garðaúrgang því það er fráleitt að samfélagið kosti miklum fjármunum til að flytja slíkan úrgang upp í Gufunes, binda hann þar í bagga með öðru rusli og urða með æmum tilkostnaði. Miklu nær er að hver og einn komi þessu fyrir á bak við hús og láti náttúruna um að um- breyta grasinu í gróðurmold. Það kostar ekki neitt.“ Eins og áður var á minnst mun Sorpa hefja rekstur 26. apríl nk. og fram að þeim tíma verður lögð áhersla á að kynna starfsemi þessa ágæta fyrirtækis með margvíslegum hætti, meðal annars með auglýsingum í ijölmiðlum og útgáfu bæklinga sem dreift verður í hvert hús. Við skulum bara muna að henda þeim ekki í rusl- ið! 38

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.