Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 42

Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 42
SKRIFSTOFUTÆKI SKRIFBÆR HF. Jóhann T. Steinsson, sölustjóri Skrifstofuvéla Sunds hf., segir Xerox tækin hafa verið valin til að þjóna öllum fjarskiptum á Ólympíuleikunum í Barcel- ona á næsta ári. standa aðgerðarlausa úti í homi og bíða eftir að myndritinn ljúki sér af svo næsti komist að. Þetta tæki er einnig hægt að tengja PC tölvuneti þannig að starfsmenn geta sent bréf beint frá tölvunni á skrifborðinu út um allan heim. Xerox 7033 er einnig með innbyggt „pósthús“. Það er sérstakt gleymsurými þar sem tækið geymir bréf sem ekki eiga að liggja fyrir allra augum. Hver starfsmaður hefur sitt númer og stimplar það inn í tækið til að ná út þeim bréfum sem send voru til hans persónulega. Jóhann segir prentgæðin úr þessari vél jafnast á við laserprentara. Byltinguna í hönn- un þessa tækis segir hann vera bæði öflugt minni og öflugan sendingar- hraða eða 7 sekúndur fyrir A-4 blað miðað við bestu aðstæður. Nýjasta ljósritunarvélin frá fyrir- tækinu heitir Xerox 5034 og er, að sögn Jóhanns, „umhverfisvæn“ því hún er útbúin sérstökum filter sem sleppir ekki ozoneyðandi efnum út í andrúmsloftið. Hún er einnig búin ryksafnara sem gerir það að verkum að endurunninn pappír skaðar vélina ekki. Xerox 5034 er meðalstór vél sem útbúin er tækni sem aðeins hefur verið í stærri Xerox vélum. Hún er nánast hljóðlaus og byggir á nýrri tækni í ljósprentun sem er að ekki er lengur prentvals í tækinu heldur sér- stakt belti sem gerir það að verkum að hámarks prentgæði fást alltaf á hvert eintak. Jóhann segir ennfremur að það hafi verið markmið Xerox fyrirtækisins að leiðarvísirinn, sem fylgir vélinni, verði minnst lesna bók í heimi því markmiðið var að gera vélina eins ein- falda í notkun og frekast var unnt án þess að slaka á gæðakröufm. Vélin ljósritar beggja vegna í sömu umferð og er búin fullkomnum frumritamat- ara með 10 hólfa raðara. Hún raðar einnig heilum settum sjálfkrafa. Skrifbær hf. flytur inn Sharp skrif- stofutæki. Um er að ræða ritvélar, sjóðvélar, ljósritunarvélar og myndr- ita. Það, sem hefur vakið hvað mesta athygli frá Sharp undanfarið, segir Helgi Kristjánsson, sölumaður hjá Skrifbæ, vera lítið tæki sem kallast „Organizer“. Tækið er aðeins 10x20 cm að stærð og er ætlað fólki í við- skiptaheiminum sem þarf að hafa skipulag á hlutunum. Það gefur tí- mann á ýmsum stöðum í heiminum auk þess sem það er með innbyggðu dagatali mörg ár fram í tímann. Hægt er að láta það minna sig á dag og stund jafn langt fram í tímann. „Organizerinn“ er búinn fullkomnu lyklaborði og en þannig hægt að vél- rita á hann heilu bréfin. Nú er komið á markaðinn nýtt tæki sem gerir not- andanum kleift að setja „Organizer- inn“ í samband við PC og Mackintosh tölvur og prenta þannig út texta sem hefur verið unninn á hann. Tækið gefur kost á að búin sé til símaskrá með nánast ótakmörkuðum §ölda heimilisfanga og símanúmera. Sharp er japanskt vörumerki en er framleitt víða, m.a. í Evrópu. Sharp FO-4100 myndritinn er t.d. fram- leiddur í Evrópu fyrir Evrópumarkað sem, að sögn Helga er markhópur Á myndinni sjást sýnishorn af Sharp skrifstofutækjum frá Skrifbæ hf. Á miðri mynd er Sharp 9.400 sem er þeirra nýjasta ljósritunarvél. 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.