Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 45
Lárus Róbertsson, eigandi Telefaxbúðarinnar, sem er eina sérverslunin með myndrita hér á landi. Auk þess bjóða þeir upp á SIS tölvu- borð og stóla sem eru sérstaklega hönnuð með vinnuhagræðingu í huga. Tæknival er með umboð fyrir Hyundai skrifstofutæki. Um er að ræða tvær nýjar gerðir af myndritum og fjórar af modemum. Tæknival selur auk þess Canon ljósritunarvélar, reiknivélar frá Can- on og Ibico og Brother ritvélar sem eru ætlaðar skólafólki. TELEFAXBUÐIN Telefaxbúðin flytur inn myndrita sem framleiddir eru af Artek fyrir- tækinu í Taiwan. Verslunin opnaði í október sl. og er eina sérverslunin með myndrita hérlendis. Að sögn Lárusar Róbertssonar, eiganda fyrir- tækisins, eru þetta tvenns konar tæki, annars vegar einfalt tæki fyrir minni skrifstofur og hins vegar Arfax 1000 myndritinn sem er í raun fjögur tæki í einu, þ.e. myndriti, símsvari, sími og ljósritunarvél. Tækið er búið 16 tóna gráskala sem gefur mjög skýrar myndir og er símtækið í vél- inni búið öllum helstu tækninýjung- urn. Skýr og stór skjár sýnir hvað vélin er að gera, auk þess sem hann birtir villugreiningu og gefur viðvör- unarboð, villuboð o.fl. Sendamá skjöl upp í stærð B4 og tækið stillir sjálf- virkt stærð skjalsins í samræmi við pappírsstærð móttökutækis. Arfax 1000 hefur innbyggða klukku sem sendir skjöl á fyrirfram ákveðnum tíma. Tækið reynir svo sendingu aft- ur ef samband næst ekki. Fjarstýra má sendingu þannig að skjöl, sem sett eru í tækið, eru send þegar viðtakandi óskar. Þegar send- ingu er lokið segir Lárus tækið geta tekið á móti sendingu án þess að sam- bandið sé rofið og getur sendandi þannig greitt kostnað við svar. Hann segir einnig að ná megi tali af móttak- anda beint á eftir sendingu án þess að sambandið rofni og að taka megi við faxi í rniðju símtali og senda annað á sama hátt. SKRIFVELIN HF. Skrifvélin hf., sem er innflytjandi Canon tækjanna, hóf nýverið inn- flutning á nýrri Canon litmyndaljósrit- unarvél og að sögn Björgvins Ragnar- ssonar, sölustjóra hjá Skrifvélinni hf. ljósritar vél þessi með meiri gæðum en áður hefur þekkst. Þessi vél heitir Canon CIC 200 og er búin tækni til að ljósrita t.d. ljósmyndir og er afritið fullkomlega sambærilegt við frumrit- ið hvað gæði varðar. Canon CIC 200 ljósritar í fjórum litum með svokallaðri digital-laser 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.