Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 48

Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 48
BILAR Volvo 960: Um 10 liti er að velja og um 4 liti á skinnáklæði sem getur verið gulbrúnt, svart, rautt eða grátt. Hámarkshraðinn er 213 km/klst. Viðbragð: 0-100 km/klst á 8,9 sekúndum. Volvo 960: NÝR FORSTJÓRABÍLL Ein merkilegasta nýjungin á alþjóð- legum bílamarkaði 1991 er tvímæla- laust Volvo 960, nýr lúxusbíll sem er fáanlegur sem 4ra dyra fólksbíll eða skutbíll. Þótt útlit bílsins komi kunn- uglega fyrir sjónir, en fáum mun dylj- ast að þar fer Volvo, er tæknilegur búnaður þessa bíls bæði athyglis- verður og nýstárlegur. Af nýjungum, fyrir utan útlitsbreytingar, má nefna vél, sjálfskiptingu, afturöxul, innrétt- ingu og ýmsan merkilegan tæknibún- að. Aksturseiginleikar ogþægindi eru í samræmi við það sem best gerist í þessum flokki dýrra bfla. Volvo 960 er með hraðskreiðustu fólksbflum, sem framleiddir eru í Evrópu, en jafn- framt einn sparneytnasti bíllinn í flokki fullvaxinna bfla. Eins og búast má við af Volvo er öryggismálunum gert hátt undir höfði. Undirritaður átti TEXTI: LEÓ M. JÓNSSON þess kost fyrir skömmu að reynslu- aka þessum bfl langar vegalengdir við hin ýmsu skilyrði á mismunandi stöð- um í Svíþjóð. ítarlegri tæknileg lýsing á Volvo 960 og 940 mun birtast í bfla- blaðinu Bflnum á næstunni. GLÆSILEGUR BÍLL Volvo 960 tekur við hlutverki 760 bflsins sem nú er hætt að framleiða. í verksmiðjum fyrirtækisins í Kalmar er nú 960 bíllinn framleiddur í stað Volvo 760. 960 hefur sömu útlínur og 760 í aðalatriðum en mörg smærri atriði gera það að verkum að bfllinn virðist breyttur - sker sig úr öðrum Volvo bflum tilsýndar. Mest áberandi er hærri afturendi, þ.e. stærra faran- gursrými sem opnast lengra niður og er auðveldara að hlaða. Húddið er ávalara og með nýja afturhlutanum gefur það bflnum mýkra yfirbragð en Volvo 740/760 hefur. Af öðrum smá- atriðum, sem skipta máli, þótt ekki séu þau áberandi, má nefna meiri halla á afturrúðu, breyttan frágang á hliðarrúðum og gluggakörmum fram- og afturrúðu. Þessi atriði gera meira en að breyta útliti bflsins til batnaðar. Hærri afturhlutinn dregur verulega úr vindviðnámi. Viðnámsstuðullinn er 0,36 (740 er 0,39) og hefur hann tals- verð áhrif til aukinnar sparneytni við hraðakstur og dregur úr vindgnauði sem er áberandi lítið í þessum bfl. Sléttari samskeyti framrúðu og karms ásamt betri frágangi hliðarrúða eiga einnig stóran þátt í því hversu hljóðlátur þessi bfll er. Þeir, sem fylgst hafa með bflum undanfarin ár, hafa áreiðanlega tekið 48

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.