Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 60

Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 60
VIÐTAL ir. Talað er um að hugsanlega megi breyta einhverjum þeirra þannig að þeir starfi svipað ábyrgum banka- stofnunum, greiði fyrir ríkisábyrgð, meti áhættur og tryggingar og leiti eftir hámarksávöxtun og hafi þannig gjörbreyttu hlutverki að gegna. Að hvaða leyti eru vinnubrögð hjá Iðnlánasjóði frábrugðin því sem þarna er lýst sem æskilegu fyrirkomulagi? „Rekstur Iðnlánasjóðs hefur verið og er með allt öðrum hætti en þama er lýst. í fyrsta lagi önnuðust bankastjórar Iðnaðarbankans framkvæmdastjórn sjóðsins, þar til Iðnaðarbankinn hvarf inn í íslandsbanka í ársbyrjun 1990. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn verið rekinn sem sjálfstæð eining. Iðnlána- sjóður var því að sjálfsögðu rekinn með bankalegum vinnubrögðum eins og Iðnaðarbankinn. í öðru lagi óskaði stjóm sjóðsins eftir því að ráðgjafarfyrirtækið Price Waterhouse/IKO gerði úttekt á skipulagi og starfsháttum Iðnlána- sjóðs árið 1989. Frá þessum tíma hef- ur verið fastmótuð verkaskipting í Iðnlánasjóði milli forstjóra og stjórn- ar, ásamt starfslýsingum starfs- manna, lána- og eftirlitsreglum, áætl- anagerð og endurskoðun. Að þessu leyti er enginn munur á Iðnlánasjóði og ábyrgum bankastofnunum. Varðandi ríkisábyrgðina er þess að geta að Iðnlánasjóður greiðir 0.25% ábyrgðargjald af útistandandi erlend- um lánum vegna ríkisábyrgðar. Forráðamenn sjóðsins eru þeirrar skoðunar að í framtíðinni geti Iðnlána- sjóður aflað hagstæðra lána án rík- isábyrgðar í krafti sterkrar eiginfjár- stöðu og góðra viðskiptasambanda við erlenda banka.“ BANKARNIR GETA EKKITEKIÐ VID SJÓÐAKERFINU Hvemig ætti að haga endurskipu- lagningu fjárfestingarlánasjóðakerfis- ins að þínu mati? Telur þú þörf á upp- stokkun? Getur bankakerfíð hugsan- lega tekið við allri starfsemi þeirra? „Þegar þessari spurningu er svar- að er rétt að skoða þróunina á íslensk- um fjármagnsmarkaði. Iðnlánasjóður hefur varðveitt og ávaxtað eigið fé sitt í tímans rás. Nú íslenskur iðnaður telur sig þurfa á öflugum lánasjóð að halda. er það yfir 2.7 milljarðar króna, eða svipað og eigið fé Búnaðarbankans. Sjóðurinn eflist ár frá ári, rekstur hans skilar verulegum hagnaði þannig að eiginfjárstaða hans verður sífellt betri. Þannig er sjóðurinn orðinn mjög öflugur og iðnaðinum í landinu því mikilvægur bakhjarl. Sameining bankanna kom í kjölfar bankalöggjafar og er í fullu samræmi við þróunina erlendis. Þó sameining bankanna sé að baki, er gífurleg vinna eftir, því bankakerfið er enn of kostn- aðarsamt. Það endurspeglast í vaxta- muninum sem er mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Að hluta til er eðlilegt að vaxtamunur sé meiri hjá okkur vegna þess hve rekstrareiningarnar eru hér smáar og verða alltaf smáar samanborið við nágrannalöndin. Engu að síður er þessi munur enn of mikill og miklu varðar að þar verði breyting á. Samkeppnin á fjármagnsmarkaði hér á landi fer nú fyrst og fremst fram í verðbréfafyrirtækjunum og hjá eignaleigum — ekki í sjálfu banka- kerfinu. Vaxtamunur bankanna gæti minnkað þegar raunveruleg sam- keppni verður milli þeirra. Til þess var uppstokkun bankakerfisins gerð. í kjölfar sameininga banka erlendis hefur komið fækkun starfsmanna, fækkun útibúa, sala eigna og vélvæð- ing. Þetta er að mestu eftir hér á landi þó aðeins sé byrjað á þessum verk- um. Bankarnir hafa ekki sagt upp starfsfólki en ráða ekki í stað þeirra sem hætta. Þessi mjúka leið er góðra gjalda verð en gerir það að verkum að endurskipulagningin tekur lengri tíma. Ég skal ekki segja hve langan aðlögunartíma þarf til þess að við fá- um hagkvæmt bankakerfi. Það ræðst af því hvort aukin og raunveruleg samkeppni hefst um vaxtamuninn milli þeirra fyrr en síðar. Ég nefni þetta vegna þess að spurt er hvort bankakerfið geti tekið við starfsemi íjárfestingarlánasjóðanna. Ég fæ ekki betur séð en bankarnir hafi ærin verkefni með þá endur- skipulagningu sem fram þarf að fara hjá þeim sjálfum um þessar mundir. Auk þess vil ég benda á að verðbréfa- fyrirtækin og eignarleigumar, sem komið hafa með samkeppnina inn á íslenskan fjármagnsmarkað á undan- fömum árum, eru í eigu bankanna. Með því hefur orðið mikil sam- þjöppun fjármálavalds. Spyrja má hvort ekki sé nóg að gert í bili? Spyrja má hvort frekari samþjöppun fjár- málavalds í landinu sé æskileg? Ég tel að endurskipulagning sjóðakerfisins þurfi að fara fram með öðrum hætti en að bankarnir yfirtaki sjóðinn. Bank- arnir eru einfaldlega ekki í stakk búnir til að taka við þessum sjóðum.“ ÞRÍR FLOKKAR En hvernig á þá að stokka fjárfest- ingarlánasjóðina upp? „Áttum okkur fyrst á því um hvaða sjóði er að ræða. Það má á vissan hátt skipta sjóðunum í þrjá flokka. I fyrsta lagi er um að ræða húsnæðislánakerf- ið, Byggingarsjóð ríkisins, Bygging- arsjóð verkamanna og Húsbréfakerf- ið. Útlán húsnæðislánakerfisins eru yfir 80 milljarðar króna. Með því að þetta stóra kerfi færist smám saman yfir í húsbréfin, verður unnt að koma úrvinnslu þess yfir á banka eða verð- 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.