Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 64

Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 64
VIÐTAL „Það þarf að koma heildarlöggjöf um fjárfestingarlánasjóði atvinnuveg- anna,“ segir Bragi m.a. umsjá iðnaðarins og ríkisins þannig að stjórn hans er skipuð mönnum frá Fé- lagiíslenskraiðnrekenda, Landssam- bandi iðnaðarmanna og ríkissjóði. Ef ríkið tæki Iðnlánasjóð í sínar hendur væri um hreina eignaupptöku að ræða. Vegna mismunandi eignarhalds er ekki unnt að steypa Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði saman. En árið 1995, þegar ríkissjóður eignast Iðnþróunar- sjóð, verða menn að skoða þá mögu- leika sem þá verða til staðar." Nú varst þú bankastjóri Iðnaðar- bankans í 27 ár, allt til þess að hann hvarf inn í íslandsbanka í ársbyrjun 1990, og hefur því samanburð á vinnubrögðum í bankanum og hjá Iðn- lánasjóði. Eru þau sambærileg? SKÝRAR VINNUREGLUR „Þau eru það að mörgu leyti. Þó verður að hafa í huga að viðfangsefnin eru á margan hátt gjörólík. Sjóður er „heildsali“ í þeim skilningi að hann á ekki viðskipti sín við almenning, þann mikla fjölda viðskiptavina sem bank- arnir eiga samskipti við. Að því leyti er starfsemi sjóðanna miklu einfald- ari. Til marks um það má nefna að Iðnlánasjóður hefur sömu eiginfjár- stöðu og Búnaðarbankinn, en einung- is 17 stöðugildi á móti 550 störfum bankans. Starfsemi bankans er enda miklu víðtækari og teygir anga sína um allt land með útibúum og víðtækri þjónustu við sparifjáreigendur og lántakendur. Hér er fyrst og fremst unnin sér- hæfð vinna við mat á lánshæfni um- sækjenda og eftirlit með starfsemi þeirra fyrirtækja sem við lánum til. Við fylgjumst með iðnaðinum eins og Fiskveiðasjóður fylgist með sjávarút- vegi. Þannig safnast sérfræðiþekking saman á þessum sviðum. Hjá Iðnlánasjóði er mjög skýr verkaskipting og hér er lánað út eftir ákveðnum reglum sem ákveðnar eru af stjórn sjóðsins. Starfsmenn Iðn- lánasjóðs geta afgreitt lánin, ef um- sækjendur uppfylla sett skilyrði. Stjórn tekur ekki ákvarðanir um lán- veitingar nema í stærstu tilvikum og þegar farið er inn á nýjar brautir. Með þessu er lögð áhersla á hraða af- greiðslu og jafnframt fagleg og banka- leg vinnubrögð við mat á hæfi um- sækjenda. Iðnlánasjóður hefur tileinkað sér þau vinnubrögð sem viðgengust í Iðn- aðarbankanum, enda var sjóðurinn rekinn af bankanum. Ég hafði umsjón með starfsemi Iðnlánasjóðs, fyrir hönd bankastjórnarinnar, síðustu 5 árin. Það hefur því legið mjög beint við að taka upp þau vinnubrögð sem við, starfsmenn sjóðsins, þekkjum og reynst hafa vel. Ég vil geta þess að sjóðurinn á mik- ið og gott samstarf við viðskiptabank- ana. Meðal annars skiptast menn á skoðunum um rekstur og stöðu við- skiptavina okkar við mat á lánsum- sóknum. Við teljum það hluta af góð- um vinnubrögðum að eiga marghátt- að samstarf við bankana.“ ÓSKUM EKKIEFTIR FORRÉTTINDUM Hverju vilt þú að lokum svara þeirri gagnrýni sem fram kemur á fjárfest- ingarlánasjóði atvinnuveganna vegna forréttinda sem felast í skattfrelsi, ríkisábyrgðum vegna lána og hjá Iðn- lánasjóði í iðnlánasjóðsgjaldi sem rennur til starfsemi sjóðsins? Við greiðum nú þegar ábyrgðar- þóknanir vegna ríkisábyrgða. Þær nema 0.25%. Ég er þeirrar skoðunar að við getum, á grundvelli sterkrar eiginfjárstöðu sjóðsins, fengið erlend lán sem eru síst óhagstæðari en þau sem við fáum nú með ríkisábyrgð þegar tekið er tillit til 0.25% gjaldsins sem við greiðum vegna ríkisábyrgð- arinnar. Þess vegna ætti þessi þáttur ekki að breyta neinu. Iðnlánasjóðsgjaldið hefur óveruleg áhrif á rekstrarafkomu Iðnlánasjóðs. Innborgað iðnlánasjóðsgjald til sjóðs- ins, sem lagt var á iðnaðinn á sl. ári, nam 105 milljónum króna. Það rennur til vöruþróunar- og markaðsdeildar okkar og er ráðstafað að mestu í framlög og styrki. Árið 1990 námu styrkir og lán, sem breytt var í styrki, alls 88 milljónum króna, þannig að iðnlánasjóðsgjaldinu er að mestu ráð- stafað á þennan hátt. Heildarhagnað- ur Iðnlánasjóðs árið 1990 nam 137 milljónum króna. Um skattfrelsið er það að segja að við höfum ekki óskað eftir neinum forréttindum og við tökum því sem að höndum ber, verði ákveðið að breyta um stefnu. En komi til þess, þá leggj- um við áherslu á að allir sitji við sama borð, t.d. þannig að ríkisbankarnir njóti þá ekki lengur ríkisábyrgðar. Við erum talsmenn þess að öllum fjármálastofnunum verði gert jafn hátt undir höfði.“ 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.