Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 19
lagi Austur-Skagfirðinga. Það varð
síðan til þess að hann fór í Samvinnu-
skólann að Bifröst og eftir útskrift
þaðan fór hann að vinna hjá Samband-
inu árið 1966. Hann fór svo til náms í
Verslunarháskólanum í Kaupmanna-
höfn haustið 1967 og starfaði hjá ýms-
um fyrirtækjum í Danmörku með
náminu. Eftir nám hóf hann störf hjá
dótturfyrirtæki hins risavaxna banda-
ríska fyrirtækis 3M í Danmörku og
starfaði þar í þrjú ár og flutti svo heim
aftur árið 1975 og fór að starfa hjá
ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi, sem
þá var nýlega stofnað. Þar starfaði
hann í þrjú ár og gerðist svo bæjar-
stjóri á Sauðárkróki eftir bæjarstjórn-
arkosningamar 1978 og gengdi þeirri
stöðu í eitt kjörtímabil. A þeim ámm
vann hann mikið að svokölluðu „stein-
ullarmáli" en nokkmm árum seinna
reis Steinullarverksmiðja á Sauðár-
króki. Þegar bæjarstjórastörfunum
lauk varð Þorsteinn fyrsti fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunnar og sá
um markaðslegan, tæknilegan, og
fjármálalegan undir-
búning að byggingu
hennar næstu fjögur
árin. í gegnum þá
vinnu kynntist hann
starfi Norræna fjár-
festingarbankans,
enda var Steinullar-
verksmiðjan að hluta
til ijármögnuð af
bankanum. Þegar
starfi hans við undir-
búning verksmið-
junnar lauk var hon-
um síðan boðið starf
við útlánadeild NIB árið 1986. Fjórum
árum seinna fluttist Þorsteinn svo yfir
í fjármáladeildina. Deildin sér um að
útvega bankanum fé en það er aðal-
lega gert með lántökum á alþjóðleg-
um mörkuðum.
ÍSLENSKUM LÁNTAKENDUM HJÁ NIB
FJÖLGAÐIMJÖG SÍÐASTA ÁRATUGINN
Norræni fjárfestingarbankinn hóf
starfsemi árið 1976. Bankinn er í eigu
Norðurlandanna fimm og nýtur hæsta
mögulega lánstrausts (AAA/Aaa) hjá
alþjóðlegum fyrirtækjum sem leið-
andi eru við mat á lánstrausti. Engin
önnur norræn lánastofnun, að með-
töldum ríkissjóðum Norðurlandanna,
nýtur jafn mikils lánstrausts og NIB.
Það vakti athygli á sínum tíma að ís-
lendingar, fyrstir Norðurlandabúa,
skyldu hljóta fyrsta lánið sem fjárfest-
ingarbankinn veitti. Það var íslenska
jámblendifélagið hf. sem var fyrsti
lántakandinn. Það markaði tímamót í
sögu bankans í sumar að jámblendifé-
lagið hafði þá að fullu endurgreitt
stofnlán fyrirtækisins og tók Jón Sig-
urðsson, aðalbankastjóri NIB, við
lokagreiðslunni úr hendi alnafna síns
Jóns Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra Jámblendifélagsins.
Á fyrstu árum NIB var samt ekki
algengt að íslensk
fyrirtæki eða stofn-
anir fengju lán frá
bankanum. Þor-
steinn Þorsteinsson
segir að þegar hann
hóf störf við bankann
árið 1986 hafi ís-
yfirmanna Norræna fjárfestingarbankans:
10 ÁR EFTIR
Finna veröi aðra lausn í myntmálum, t.d. tengjast stórum myntbandalögum
19