Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 72
FOLK
STURLA EIRÍKSSON, FRKVSTJ.
HJÁ AGLIGUTTORMSSYNI
Sturla Eiríksson stofnaði Fjölvaútgáfuna og seinna Fjöl-
val. Hann er framkvæmdastjóri Fgils Guttormssonar og
Fjölvals hf.
Qyrirtækið Egill Gut-
tormsson hf. hefur
flutt inn bókhalds-
vörur og ritföng um árarað-
ir. íslendingar eru fljótir að
tileinka sér nýjungar og á
einu ári má segja að tölvum-
ar hafí tekið yfir gamla bók-
haldskerfið. Starfsmenn
Kalamazoo fyrirtækisins,
sem framleiddi þessa vöru,
sögðu mér að tölvubyltingin
hefði gengið svona fljótt
fyrir sig í tveimur löndum - á
íslandi og í Saudi-Arabíu,
segir Sturla Eiríksson,
framkvæmdastjóri Egils
Guttormssonar og Fjölvals.
Sturla er 62 ára og lauk
Samvinnuskólaprófi árið
1953. Síðan gerðist hann
sölumaður hjá fyrirtækinu
Sveinn Bjömsson og Ás-
geirsson hf. sem var til húsa
í Smjörhúsinu við Lækjar-
torg. Þegar því fyrirtæki
var skipt hélt Sturla áfram
hjá Sveini Bjömssyni sem
seldi m.a. áfengi, skó, hatta
o.fl.
„Árið 1960 byrjaði ég sem
sölumaður hjá Agli Gutt-
ormssyni hf. Ég tók við
starfi framkvæmdastjóra
þegar Egill dó og gegndi því
í nokkur ár. Þegar ég hætti
þar stofnaði ég Fjölvaútgáf-
una ásamt mági mínum en í
bókaútgáfu er lítið um að
vera á sumrin svo ég stofii-
aði fyrirtækið Fjölval utan
um innflutning á ljósritunar-
vélum. 1986 keypti ég svo
helming hlutafjár í Agli Gutt-
ormssyni hf. á móti Elínu
Egilsdóttur og bömum
hennar og síðan hafa fyrir-
tækin verið rekin saman,“
segir Sturla.
STAFRÆNAR
FJÖLRITUNARVÉLAR
Annar stærsti hluthafinn í
Agli Guttormssyni hf, Elín
Egilsdóttir, lést fyrir tæp-
um tveimur árum og
snemma á þessu ári keypti
Penninn sf. öll hlutabréf í
EgiU Guttormsson - Fjölval
hf. en fyrirtækið er áfram
rekið sem sjálfstæð eining.
„Penninn var einn stærsti
viðskiptavinur okkar og ég
er mjög sáttur við þessa til-
högun,“ segir Sturla.
„Fyrirtækinu er skipt í þrjár
deUdir, ritfanga- og pappírs-
deUd, véladeUd og þjónustu-
deUd og hér vinna 13 manns.
Við flytjum inn aUs kyns rit-
föng og pappír, einnig Mita
ljósritunarvélar og faxtæki
og Riso stafrænar fjölritun-
arvélar. Við emm með um
86% markaðshlutdeUd í
þessum stóru fjölritunarvél-
um og höfum selt mUdð af
þeim í skóla. Velta fyrirtæk-
isins í fyrra var 170 miUjón-
ir.“
ÁHUGAMAÐUR UM TÓNLIST
Eiginkona Sturlu er Sol-
veig Thorarensen kennari.
Þau eiga fjögur böm á aldr-
inum 25 tU 40 ára og fjögur
bamabörn.
„Ég hef mikinn áhuga á
tórUist og nýt þess að slappa
af fýrir framan geislaspUar-
ann,“ segir Sturla þegar
hann er spurður um frí-
stundir. „Égstundaleikhús,
ópemsýningar og tónleika
og held mér í líkamlegu
formi með því að fara í sund
þrisvar í viku. Ég bý í Foss-
voginum og þaðan er stutt
að fara í gönguferðir og hjól-
reiðatúra."
Hvað með félagsstörf?
„Ég starfaði áður í Félagi
íslenskra bókaútgefenda og
Félagi íslenskra stórkaup-
manna en hef dregið mig í
hlé og læt mér nægja að
sinna félagsþörfinni í Frí-
múrarareglunni, “ segir
Sturla.
72