Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 72
FOLK STURLA EIRÍKSSON, FRKVSTJ. HJÁ AGLIGUTTORMSSYNI Sturla Eiríksson stofnaði Fjölvaútgáfuna og seinna Fjöl- val. Hann er framkvæmdastjóri Fgils Guttormssonar og Fjölvals hf. Qyrirtækið Egill Gut- tormsson hf. hefur flutt inn bókhalds- vörur og ritföng um árarað- ir. íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýjungar og á einu ári má segja að tölvum- ar hafí tekið yfir gamla bók- haldskerfið. Starfsmenn Kalamazoo fyrirtækisins, sem framleiddi þessa vöru, sögðu mér að tölvubyltingin hefði gengið svona fljótt fyrir sig í tveimur löndum - á íslandi og í Saudi-Arabíu, segir Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri Egils Guttormssonar og Fjölvals. Sturla er 62 ára og lauk Samvinnuskólaprófi árið 1953. Síðan gerðist hann sölumaður hjá fyrirtækinu Sveinn Bjömsson og Ás- geirsson hf. sem var til húsa í Smjörhúsinu við Lækjar- torg. Þegar því fyrirtæki var skipt hélt Sturla áfram hjá Sveini Bjömssyni sem seldi m.a. áfengi, skó, hatta o.fl. „Árið 1960 byrjaði ég sem sölumaður hjá Agli Gutt- ormssyni hf. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra þegar Egill dó og gegndi því í nokkur ár. Þegar ég hætti þar stofnaði ég Fjölvaútgáf- una ásamt mági mínum en í bókaútgáfu er lítið um að vera á sumrin svo ég stofii- aði fyrirtækið Fjölval utan um innflutning á ljósritunar- vélum. 1986 keypti ég svo helming hlutafjár í Agli Gutt- ormssyni hf. á móti Elínu Egilsdóttur og bömum hennar og síðan hafa fyrir- tækin verið rekin saman,“ segir Sturla. STAFRÆNAR FJÖLRITUNARVÉLAR Annar stærsti hluthafinn í Agli Guttormssyni hf, Elín Egilsdóttir, lést fyrir tæp- um tveimur árum og snemma á þessu ári keypti Penninn sf. öll hlutabréf í EgiU Guttormsson - Fjölval hf. en fyrirtækið er áfram rekið sem sjálfstæð eining. „Penninn var einn stærsti viðskiptavinur okkar og ég er mjög sáttur við þessa til- högun,“ segir Sturla. „Fyrirtækinu er skipt í þrjár deUdir, ritfanga- og pappírs- deUd, véladeUd og þjónustu- deUd og hér vinna 13 manns. Við flytjum inn aUs kyns rit- föng og pappír, einnig Mita ljósritunarvélar og faxtæki og Riso stafrænar fjölritun- arvélar. Við emm með um 86% markaðshlutdeUd í þessum stóru fjölritunarvél- um og höfum selt mUdð af þeim í skóla. Velta fyrirtæk- isins í fyrra var 170 miUjón- ir.“ ÁHUGAMAÐUR UM TÓNLIST Eiginkona Sturlu er Sol- veig Thorarensen kennari. Þau eiga fjögur böm á aldr- inum 25 tU 40 ára og fjögur bamabörn. „Ég hef mikinn áhuga á tórUist og nýt þess að slappa af fýrir framan geislaspUar- ann,“ segir Sturla þegar hann er spurður um frí- stundir. „Égstundaleikhús, ópemsýningar og tónleika og held mér í líkamlegu formi með því að fara í sund þrisvar í viku. Ég bý í Foss- voginum og þaðan er stutt að fara í gönguferðir og hjól- reiðatúra." Hvað með félagsstörf? „Ég starfaði áður í Félagi íslenskra bókaútgefenda og Félagi íslenskra stórkaup- manna en hef dregið mig í hlé og læt mér nægja að sinna félagsþörfinni í Frí- múrarareglunni, “ segir Sturla. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.