Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 64
GRAND CHEROKEE
fullkominn farkostur
„Grand Cherokee er leiðtoginn í flokki lúxusjeppa.
Hann er leiðandi í hönnun og útliti enda eru aðrir jeppar
að líkjast honum sífellt meira. Strax á sínu fyrsta ári á
markaði var hann kjörinn jeppi ársins í Bandaríkjunum.
Og í nýlegri könnun þýska blaðsins Auto, Motor und
Sport, þar sem nokkrar af þekktustu jeppategundum í
hans flokki voru dæmdar, sigraði Grand Cherokee. Þess
vegna segi ég hiklaust að Grand Cherokee sé fæddur sig-
urvegari, enda nýtur hann mikilla vinsælda í
Bandaríkjunum,“ segir Sigurður Kr. Björnsson,
markaðsstjóri Jöfurs hf. í Kópavogi, sem er
með umboð fyrir Chrysler bíla á íslandi og þar
með Grand Cherokee.
Sala á Grand Cherokee hefur aukist hér á
landi á þessu ári. „Vinsældir hans liggja í útliti
og gæðum. Hann þykir sportlegur lúxusbíll,
þýður og kraftmikill, sérlega fallega innréttað-
ur og með mikið rými miðað við stærð. Fyrir
vikið halda margir að Grand Cherokee sé dýr-
ari en aðrir jeppar í hans flokki en svo er ekki.
Þá má geta þess að erlendir bílasérfræðingar
nefna ævinlega sídrifið sem hluta af kostum
hans.“
‘96 árgerðin af Grand Cherokee býður upp á
fjölmargar nýjungar. Auk útlitsbreytinga að
framan og aftan er nýtt mælaborð, ný inn-
rétting, togmeiri vélar, ný sjálfskipting í V-8
bílunum, svo eitthvað sé nefnt.
Grand Cherokee. „Hann er leiðtoginn í floldd lúxusjeppa, leiðandi í útliti og
hönnun. Fyrir vikið halda margir að hann sé dýrari en aðrir jeppar í hans
flokki, en svo er ekki.“ Verðið á Grand Cherokee er frá 3.980 þúsund krónum.
„Þráttfyrir að bílar séu
að líkjast er það ekki al-
gilt. Chrysler Stratus er
einmitt dæmi um bíl sem
sker sig úr í hönnun.
Hann heldur engu að síð-
ur þeim megineinkennum bandarískra bíla að vera sterk-
ur, vandaður og kraftmikill. Eitt hefur þó breyst; það er
bensíneyðslan. Stratus hefur sama kraft og gömlu banda-
rísku bílarnir en evrópska eða japanska bensíneyðslu,"
segir Sigurður Kr. Björnsson.
„Stratus varð strax mjög vinsæll og kjörinn bíll ársins í
Bandaríkjunum á sínu
fyrsta ári. I svona kjöri er
fyrst og fremst horft á
aksturseiginleika, innra
rými, öryggisbúnað og
verð. Það voru því þessi at-
riði sem færðu honum sigur.“
Stratus er framhjóladrifinn. Hægt er að fá tvær stærðir
af vélum; 2,0 lítra, 4 strokka, 131 hestafls vél eða 2,5 lítra,
6 strokka og 161 hestafls vél. „Stratus hefur þegar vakið
mikla athygli hér á landi. Hann er góður sendiherra fyrir
bandaríska bíla og hverrar krónu virði.“
STRATUS sker sin w
Chrysler Stratus LE er nýr bíll og ekki arftaki neins annars bíls frá Chrysler. Á sínu fyrsta ári á markaði var hann kjörinn bíll ársins í
Bandarílíjunum. En í því kjöri er dæmt út frá aksturseiginleikum, rými að innan, öryggisbúnaði og verði. Verð hans hér á landi er frá
2.167 þúsund krónum.