Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 33
ungis að finna um tug viðskiptasér- leyfa hér á landi. Guðrún segir að hérlendir sérleyfistakar séu sammála um að mikill hagur fylgi því að kaupa erlend sérleyfi og það sé vænlegri kostur en að stofna eigin rekstur. Kostimir séu margir, ekki síst þeir að verið sé að kaupa þekkingu og reynslu en ekki bara nafn eða vöru- merki. Sérleyfi þau, sem hér eru, virðast byggja á mjög traustum grunni og hafa öll skapað sér sess á markaðnum. „Ekki þarf að leggja eins mikið fjár- magn í auglýsingar, kynningarstarf- semi og vöruþróun í upphafi rekstrar. Þetta er mikill kostur á okkar litla markaði þar sem tiltölulega hátt veltuhlutfall fer í kynningarstarfsemi. Þekkt merki eins og McDonalds og Kentucky Fried Chicken selja sig sjálf í upphafi reksturs. Forráðamenn þessara veitingastaða þurfa aðeins að setja upp hin þekktu merki til að vekja athygli viðskiptavina. Mikið umtal verður í fjölmiðlum við opnun þessara veitingastaða og fást með þessu móti ókeypis auglýsingar.“ En þrátt fyrir kostina virðast marg- ir íslendingar telja það ókost að vera undir sífelldu eftirliti frá sérleyfisgjafa og fá þannig ekki að hafa frjálsar hend- ur varðandi rekstur á fyrirtækinu. Það er oft erfiður hjalli að yfirstíga. Því er óvíst hvort mikil fjölgun eigi eftir að verða á viðskiptasérleyfum á skyndibitamarkaðnum. Rétt er að geta þess að ákveðnar forsendur verða að vera fyrir hendi áður en aðili getur selt sérleyfi. Allt ferlið í kringum tilurð vörunnar eða þjónustunnar verður að vera þaul- reynt og varan verður að eiga mögu- leika á markaðnum. Helst þarf vöru- merkið að vera þekkt til að helstu kostir sérleyfisfyrirkomulagsins nýt- ist út í æsar. TÓK ÞRJÚ ÁRAÐFÁPIZZAHUT En hvemig gerist þetta í reynd? Fá menn sérleyfi út á andlitið eitt og er vinnan meiri eða minni en við annars konar fyrirkomulag á rekstri? Nær- tækt var að spyrja Steindór I. Ólafs- son, föður Guðrúnar, um hvemigþað kom til að hann keypti sérleyfi fyrir Pizza Hut á íslandi og hvernig það hefur gengið. Þess má geta að Pizza Hut er stærsta pizzukeðja heims, með rúmlega 11 þúsund veitingastaði í 82 löndum. „Við bjuggum í Englandi í nokkur ár þar sem ég var að vinna fyrir Cargo- lux. Þar kynntumst við Pizza Hut í fyrsta skipti og urðu þeir staðir mjög ofarlega á vinsældalista fjölskyldunn- ar. Við ræddum oft okkar í milli að það hlyti að koma að því að Pizza Hut opnaði stað á íslandi en þegar ekkert gerðist í þeim efnum fómm við sjálf á stúfana. Ég hafði samband við aðal- skrifstofu Pizza Hut í Evrópu, sem er í Englandi, og lýsti yfir áhuga okkar. Undirtektir vom heldur dræmar í fyrstu, enda hafði Pizza Hut ekki opn- að neinn stað á Norðurlöndum. En eftir smá tíma, þegar þeir höfðu opn- að staði í Svíþjóð og Finnlandi sendu þeir mér bréf og vildu ræða málin á ný. Upp úr því fóra hlutimir að kom- ast á skrið. Opnaði fyrsti Pizza Hut staðurinn á íslandi fyrir sjö árum eða tæpum þremur árum eftir að við fyrst höfðum samband." Það auðveldaði samningana að hér var fjölskylda á ferð og að Steindór hafði reynslu af veitingarekstri þar sem hann var áður hótelstjóri á Hótel Esju. Þar með þótti sérleyfið í traust- um höndum. Steindór segir að öll fjölskyldan hafi farið á námskeið hjá Pizza Hut í Eng- landi og unnu þau á tveimur veitinga- stöðum í eigu keðjunnar. Er það í samræmi við þá kröfu sérleyfisgjafa að sérleyfistakinn geti gengið inn í alla þætti rekstursins sem tíundaðir eru vörudreifing UM ALLT LAND Vörudreifingarmiðstöð sem spannar um 70 staði vítt og breitt um landið ■STVG VÖRUDREIFINGARMIÐSTÖÐ HéSinsgata 1-3, 105 ReyKJavík, simi: 5813030, fax: 5812403
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.