Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 56
EFNAHAGSMÁL Skilaboð til stjórnvalda: STJÓRNVÖLD LÁTI AF HROKA SÍNUM! Jenný Stefanía Jensdóttir, framkvæmdastjóri Plastos, telur að stjórnvöld útiloki umræðu um aðild að Evrópusambandinu með allt að því hrokafullum hætti □ þessu hausti hefur ríkisstjóm- inni, með forsætisráðherra í fararbroddi, verið tíðrætt um virðingarleysi og jafnvel ósvífni af hálfu fjölmiðla og almennings gagn- vart alþingismönnum og ráðamönn- um þjóðarinnar. í stefnuræðu forsæt- isráðherra kom þetta viðhorf skýrt fram þegar hann nefnir þetta ómerki- legan áróður gegn Alþingi en telur að hann nái ekki eins langt inn í þjóðarvit- und og í fljótu bragði virðist. Hann talar um þrá þingmanna til að láta gott af sér leiða og að þeim svíði þegar þeim sé brigslað um að taka eigin hag fram yfir þjóðarhag. EVRÓPUMÁL: VANMÁTTAKENND EÐA TABÚ Ég vil nota þetta tækifæri til að benda háttvirtum forsætisráðherra á það að velmeinandi og velmenntuðu fólki á íslandi, með húfu eða húfu- lausu, sveið einnig sárt þegar því var brigslað um vanmáttarkennd fyrir þjóðarinnar hönd á sjálfum lýðveldis- deginum 17. júní sl. í þessari maka- lausu ræðu, sem með óskiljanlegum hætti, stöðvaði í einu vetfangi vit- ræna umræðu um Evrópumálin, fór ráðherrann með hrein ósannindi þegar hann sagði að svokölluð Evr- ópumál væru ekki ofarlega á baugi í íslenskri þjóðmálaumræðu. Er það e.t.v. ekki þjóðmálaumræða þegar stærstu atvinnu- og hagsmunasam- tök í landinu hafa ályktað um og sett í sínar stefnuskrár að ísland ætti að sækja um aðild að ESB? Eða þegar 200 „undanvillingar“ stofna þverpóli- tísk samtök með það að markmiði að fram fari fordómalaus umræða um Evrópumál? Er það e.t.v. sama þjóð- arvitundin, sem er með meintar stífl- aðar áróðurssíur og ráðherra vitnaði SKILABOÐ TIL STJÓRNVALDA Jenný Stefanía Jensdóttir í, sem segir að ESB sé ekki á dag- skrá? Ef svo er þá er nauðsynlegt að opna alla glugga upp á gátt og jafnvel að skerpa sjón og heym því þeir skipta þúsundum, þeir velmenntuðu og velmeinandi íslendingar, sem þrá að umræðan um Evrópumálin komist í víðara samhengi þannig að þjóðin geti myndað sér skoðanir á grundvelli fordómalausrar umræðu. Sé það einlæg skoðun forsætisráð- herra að ESB sé vondur klúbbur í eðli sínu þá er það allt í lagi. Skoðanafrelsi er jú homsteinn okkar ágæta þjóðfé- lags. Skoðanakúgun, á hinn bóginn, er erfitt að heimfæra upp á lýðræðis- ríki og þess vegna er jafnerfitt að sætta sig við að forsætisráðherra, í krafti stöðu sinnar og valds, útiloki umræðu með þeim allt að því hroka- fulla hætti og gert var í títtnefndri þjóðhátíðarræðu. í upplýsingariti stjómvalda um stefnu og aðgerðir er að finna eftirfar- andi: „Fyrirtækin skapa störfin en það er stjómvalda að búa svo um hnútana að rekstrarumhverfi þeirra sé í samræmi við það sem best gerist í samkeppnislöndum okkar.“ Það er hægt að taka heilshugar undir þessi orð en erfitt er að sjá heilindin að baki ef ESB er tabú og bannorð hjá stjórn- völdum. GRUNDVALLARLÍFSSPEKI Ein gmndvallarspekin í mannleg- um samskiptum er gagnkvæm virð- ing og að framkoma við náungann og samferðafólk einkennist af virðingu, háttvísi og kærleik. í því felst ekki að tala til þjóðar sinnar eftir kosningar eins og hún hefði skerta greind! Óstíflaða þjóðarvitundin sér í gegnum klisjukenndan málflutning sem byggir aðallega á þeim forsendum hvort við- komandi sé í stjórnarandstöðu eða ekki. Felst ekki mikill tvískinningur í því þegar minnihluti borgarstjómar æpir á torgum úti „skattahækkun" þegar strætófargjöld hækka - en hjá stjómvöldum landsmála í sama flokki heita samskonar „skattahækkanir“ þjónustugjöld og lækkun rútugjalda?! Það fer allt of mikil og dýrmæt orka, bæði stjómvalda og þjóðarinnar, íþað að þrefa um augljósar staðreyndir sem stjórnvöld að því er virðist hafa ekki kjark til að kalla réttu nafni. Fólk hættir að hlusta og taka mark á grafal- varlegum hlutum eins og langvarandi 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.