Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 54

Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 54
í París er fjöldi kaffi- og veitingahúsa sem sérstaklega gera út á ferðamenn. Enda sagði þekktur hugsuður að þeim sem leiðist í París leiðist lífið. Frakkar sjálfir eru frægir kaffihúsa- unnendur. Erlend veitingahús: FIMM GÓDIR í PARÍS Sigmar B. m Hauksson skrifar | reglulega um ' þekkta erlenda B bisncssveitinga- I stadi í Frjúlsa B vcrslnn. París hefur löngum verið kölluð höfuðborg sælkeranna. í París eru 12.000 veitingastaðir svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En París er ekki öll þar sem hún er séð. París skiptist í tvennt, áin Signa renn- ur sem kunnugt er í gegnum borgina. í daglegu tali borgarbúa er því talað um hægri og vinstri bakkann. Þá er París skipt í 20 hverfí Arrondisse- ments. Öll eru þessi hverfi ólík og sérstakt andrúmsloft ríkjandi í hverju þeirra. í París er engin eiginleg mið- borg. Flestir ferðamenn ganga um Latínuhverfið eða Quartier Latin, Saint-Germain strætið, glæsilegasta breiðstræti heims Champs Élysées og Montmartre hverfið, sem er svæðið í kringum Sacre Coeur kirkj- una. Ekki má gleyma Marais hverf- inu, en þar er nýja Parísaróperan, og þá er svæðið í kringum gömlu óper- una vinsælt á meðal ferðamanna. Já, París er ein vinsælasta höfuð- borg heimsins. 60 miljónir erlendra ferðamanna heimsækja Frakkland ár- lega og flestir dvelja í París um tíma. Á þeim stöðum sem ferðamenn heim- sækja helst er fjöldi kaffi- og veitinga- húsa sem sérstaklega gera út á ferða- menn. Flestir eru þessir staðir ákaf- lega lítið spennandi með þó örfáum undantekningum. Margir ferðamenn kvarta því yfir því að þeir hafi ekki fundið góðan veitingastað í París, þrátt fyrir nokkra leit. Hér er líkleg- ast átt við ekta rómantískan Parísar- stað eins og fólk þekkir úr kvikmynd- um. Veitingastað þar sem hægt er að fá franskan mat; snigla, lauksúpu, gæsalifur, humar soðinn í rauðvíni og góða andasteik, punkturinn yfir i-ið er svo flaska af góðu víni og biti af ljúf- fengum osti. Vissulega eru margir svona staðir til í París, en þá getur verið erfitt að finna fyrir ókunnuga, þar sem þeir eru oft ekki nálægt hin- um vinsælu ferðamannastöðum. í þessum pistlum mínum um er- lenda veitingastaði hef ég jafnan aðeins fjallað um einn ákveðinn stað. Að þessu sinni ætla ég að segja frá fimm veitingastöðum sem eru víðs- vegar um París og allir þeirra tiltölu- lega nálægt þekktum stöðum í borg- inni. Þessir staðir eiga það sameigin- legt að þar ríkir ekta Parísarstemmn- ing, og þar er hægt að fá góðan, franskan mat á sanngjömu verði. Helsti kostur þessara staða er þó sá að þar er mikið úrval af góðum vínum og þau er flest öll hægt að fá í glasa- tali, sem er mikill kostur. Ekki er sami matseðillinn á öllum stöðunum þótt hann sé svipaður. Aðaláherslan er lögð á franskan sveitamat. Nefna mætti gæsalifur, grænmetissúpu, góð pate, önd steikta í eigin feiti sem kallast „Confite Canard". Mikið úrval L’Ecluse Grands - Augustine 15, Quai Des Grands - Augustins. Sími 46 33 58 74 L’Ecluse Francois ler 64, Rue Francois. Sími 47 20 77 09 L’Ecluse Madeleine 15, Place Madeleine. Sími 42 65 34 69 L’Ecluse Les Halles Rue Mondetour. Sími 40 41 08 73 L’Ecluse Bastille 13, Rue De La Roquette. Sími 48 05 19 12 54

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.