Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 38

Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 38
BÆKUR Bókin The Way to Win er athyglisverð: SIGURLEIÐIR í KEPPNI ÍÞRÓTTA OG VffiSKIPTA Höfundarnir telja að árangur í stjórnun og fyrirtækjarekstri og árangur í íþróttum megi rekja til sömu grundvallaratriða Heiti bókar: The Way to WIN Höfundar: W. Carling og R. Heller Útgefandi og ár: Little, Brown and Company -1995 Lengd bókar: 328 bls. Hvar fengin: Erlendis Einkunn: Athyglisverður og skemmtilegur samanburður á sameiginlegum hugarheimi við- skipta og íþrótta VIÐFANGSEFNIÐ Arangur í stjórnun og fyrirtækja- rekstri og árangur í íþróttum eiga rætur sínar að rekja til sömu grund- vallaratriða. Þau eru að hámarka sína eigin möguleika og komast yfir eða framhjá öllum hindrunum sem verða á vegi manns að settu marki. Það er hugarfarið sem hefur ekki hvað síst að segja í íþróttum til að ná árangri, ekki er nóg að hafa mikla hæfileika. Að hafa trú á hlutunum skiptir miklu máli. í stjórnun er algengt að snjöllum hugmyndum sé oft ekki hrint í fram- kvæmd vegna þess að þeir sem stjórna eða taka ákvarðanir hafa ekki þekkingu eða þor til að meta þær og nýta. Algengt er að stjómunarlist sé borin saman við hemaðarlist og á það einkum við þegar Japan er skoðað. En þegar mikil sam- keppni er annars vegar er eðli- legra að sækja efniviðinn í heim íþrótta. Sammerkt þessu eru leiðtogahæfileikarnir sem síðan tengjast árangri. Hér er leitað svara við spurningum: Hvernig fáum við góðan leiðtoga og hvað gerir leiðtoga góðan? í íþróttum og viðskiptum sjáum við fjölmörg dæmi þess að leiðtogar gefist aldrei upp, þeir eflist við mótlæti og þeir nái jafnvel að láta það hvetja sig til dáða. Þeir ná þannig oft að hrífa aðra með sér og rísa upp á ný tvíefldir og ná meiri ár- angri en nokkru sinni fyrr. Dæm- in úr heimi íþrótta eru óteljandi þessu til stuðnings og nokkur fræg dæmi úr viðskiptaheiminum eru nefnd. HÖFUNDARNIR Báðir eru mjög kunnir í Bret- landi og í miklu áliti á sínu sviði og báðir eiga það sameiginlegt að þekkja það sem þarf til að vera fremstur í flokki. Robert Heller er feikilega afkastamikill höfundur við- skiptabóka en eftir hann liggja 18 bækur og þar má nefna The Naked Manager, The Supermanagers og þekkta bók frá í fyrra The Fate of IBM. Hann var fyrsti Jón Snorri Snorrason, aðstoðarframkvæmda- stjóri Lýsingar og stunda- kennari við Háskóla fslands, skrifar reglulega um viðskiptabækur í Frjálsa verslun. Annar höfundanna, Will Carling, er einn umtalaðasti Breti um þessar mundir. Hann var meintur fylgisveinn Díönu prinsessu og sagður einkaþjálfari henn- ar í líkamsrækt. 38

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.