Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 73
FOLK PÁLA ÞÓRISDÓTTIR, EIMSKIP Pála er kynningarfulltrúi Eimskips. Myndin er tekin á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. s fjölbreytt enda er fyrirtækið stórt og viðskiptavinir margir. í dag starfa um 840 manns hjá fyrirtækinu þar af um 200 starfsmenn erlend- is. Þar hefur vaxtarbrodd- urinn verið mestur undan- farin ár og umfangið stöðugt að aukast. Nýlega keypti Eimskip t.d. flutningsmiðl- unarfyrirtækið Gelders Spetra Shipping BV í Rott- erdam, segir Pála Þóris- dóttir kynningarfulltrúi Eimskips. Pála er 26 ára og varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1991. Hún stundaði nám í University of South- Carolina í borginni Colum- bíu og lauk BA prófi í fjöl- miðlafræði, með áherslu á auglýsingafræði og al- mannatengsl, vorið 1993. „Ég hafði unnið hjá Eimskip í sumarafleysingum frá ár- inu 1988 á meðan ég var í skóla og þegar ég kom að utan byrjaði ég í afleysing- um en tók við starfi kynn- ingarfulltrúa í september 1993. Það var þá nýtt starf til aðstoðar kynningarstjóra sem var fyrir í starfi,“ segir Pála. KYNNINGARMÁL Pála hefur umsjón með hönnun og uppsetningu á prentuðu efni fyrirtækisins t.d. fréttabréfi, sem kemur út sex sinnum á ári, árs- skýrslu, dagatali Eimskips, sem margir þekkja, og öðru almennu kynningarefni þar sem áhersla er lögð á sam- ræmt útlit og stíl. >»Ég vinn með prent- smiðjum og auglýsingastof- um að gerð auglýsingaefnis og ber einnig ábyrgð á út- gáfu siglingaáætlana og leið- beininga sem koma út reglu- lega. í minn hlut fellur einnig að taka á móti auglýsinga- og styrkjabeiðnum sem fyrirtækinu berast en við höfum þá reglu að taka aðeins við slíku skriflega. Hingað berst mikið af alls kyns beiðnum og við styðj- um íþróttafélög, líknarfélög, menningarviðburði og önn- ur félagasamtök víða um land. í þessu starfi hef ég kynnst mörgu fólki, starfs- mönnum fyrirtækisins af öll- um starfssviðum, þjónustu- aðilum og viðskiptavinum. Ég tek á móti ýmsum fyrirspurnum sem hingað berast og hef umsjón með móttökum ýmissa hópa, sem boðið er til Eimskips, í samvinnu við kynningar- stjóra. Einnig sjáum við um þjónustu við skrifstofur fé- lagsins erlendis, sem eru sjö talsins, og höfurn umsjón með auglýsingum í sam- starfi við starfsmenn þar. Öflugt gæðastarf er unnið í fyrirtækinu og tek ég þátt í því þegar við á.“ VINNAN NÚMER EITT Sambýlismaður Pálu er Armann Guðmundsson, nemi. „Vinnan tekur mikið af tíma mínum og ég hef ekki mikið aflögu. Ég stunda lík- amsrækt og hef gaman af lestri góðra bóka og tímarita og að sjá góðar kvikmyndir. Ég tók mikinn þátt í félagslífi íVersló, t.d. málfundastörf- um og gæti hugsað mér að stunda félagsstörf þegar tími gefst til. Sem stendur legg ég mesta áherslu á að eiga góðar stundir með vin- um og ættingjum," segir Pála. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.