Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 26
MARKAÐSMAL
Gullið tækifæri til eigin rekstrar:
SERLEYFI,
„FRANCHISE“
Ungt fólk, sem vill fara í eigin atvinnurekstur, ætti að gefa svokölluðum sérleyfum,
„franchises“, gaum. Þau erugullið tækifæri til eigin rekstrar. Það sýnir reynslan
eitingastaðir, sem
reknir eru undir
þekktu erlendu vöru-
merki, verða æ algengari sjón
á íslandi og nálgast þeir nú
tuginn. Þar er að finna
McDonalds, Pizza Hut, Dom-
inos, Subway, Kentucky
Fried Chicken eða KFC, Hard
Rock Café og loks Dairy Qu-
een ísbúðirnar. Þessir staðir
eiga það allir sameiginlegt að
vera reknir undir sérstöku
viðskiptafyrirkomulagi sem al-
mennt nefnist sérleyfi eða
„franchise".
Reyndar er talað um þrjá
flokka sérleyfa; milli framleið-
anda og smásala (t.d. bilafram-
leiðendur-bílaumboð og ok'u-
fyrirtæki-bensínstöðvar), milli
framleiðanda og heildsala (t.d.
milli gosdrykkjaframleiðanda
erlendis og hérlendisjog loks
milli smásala (þjónustufyrir-
tæki) ogsmásala. Síðastnefndi
flokkurinn er hin eiginlegu við-
skiptasérleyfi, eða „buisness
format franchising", og tekur
til skyndibitastaðanna sem
nefndir eru hér að ofan.
En hvað er sérleyfi? Al-
mennasta skilgreiningin er
leyfi sem gefið er einhverjum
til reksturs. í vitund íslend-
inga hefur sérleyfi yfirleitt
MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON
Guðrún Gerður Steindórsdóttir viðskiptafræð-
ingur skrifaði kandítatsritgerð í vor sem bar
heitið Viðskiptasérleyfi - leið til markaðs-
færslu vöru og þjónustu.
„Reynslan hefur sýnt að um 70
prósent af nýjum sjálfstæðum
fyrirtækjum í Bandaríkjunum
enda með gjaldþroti á fyrstu fimm
rekstrarárunum en aðeins 4
prósent sérleyfisfyrirtækjanna. “
verið tengt leyfisveitingum frá
hinu opinbera, til dæmis til
fólksflutninga á ákveðnum
leiðum. Viðskiptasérleyfi er
hins vegar ein af mörgum leið-
um til markaðsfærslu vöru og
þjónustu, viðskiptasamband
milli tveggja aðila: Sérleyfis-
gjafa og sérleyfistaka. Með
þessu fyrirkomulagi gefst ein-
staklingum einstakt tækifæri
til að koma undir sig fótunum í
sjálfstæðum atvinnurekstri án
þess að hafa fyrir því að finna
upp á vöru eða þjónustu til að
selja. Þeir losna einfaldlega við
það að finna upp hjólið. Varan
og allt kerfið á bak við tilurð
hennar er þegar fullþróað og
vörumerkið yfirleitt heims-
þekkt. Þó er áhættan öll sér-
leyfistakans þar sem hann
stofnsetur og rekur fyrirtæki,
sem algerlega er í hans eigu,
um framleiðslu og sölu vör-
unnar. Greiðir hann fyrir sér-
leyfið (uppskriftina, vörum-
erkið o.fl.) ákveðið gjald og
síðan ákveðið hlutfall af heild-
arveltu.
Lítið hefur verið fjallað um
sérleyfi á íslandi til þessa en
framtak tveggja einstaklinga
hefur bætt þar nokkuð úr.
Fyrir tveimur árum ritaði Ás-
geir Á. Ragnarsson kandidats-
26