Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 28
GUÐRÚN GERÐUR STEINDÓRSDÓTTIR
„Starfi sérieyfisgjafans er ekki lokið þegar hann skrifar undir samning við
sérieyfistaka heldur þurfa báðir aðilar að vinna í sameiningu til að árangur náist.
Gott samstarf og atorkusemi af beggja hálfu eru grundvallarforsendur velgengni. “
ritgerð í lögfræði við Háskóla íslands
sem nefndist Samningar um sérleyfi.
í vor ritaði Guðrún Gerður Steindórs-
dóttir síðan kandidatsritgerð við við-
skipta- og hagfræðideild Háskólans
sem nefnist Viðskiptasérleyfi - leið til
markaðsfærslu vöru og þjónustu. Er
ritgerð Guðrúnar væntanleg í bókar-
formi á næstunni hjá forlaginu Fram-
tíðarsýn. Frjáls verslun hitti Guðrúnu
að máli til að fræðast nánar um við-
skiptasérleyfi á íslandi. Þetta form
viðskipta stendur henni reyndar mjög
nærri en fjölskylda hennar á og rekur
Pizza Hut veitingastaðina hér á landi.
„Sérleyfi er þannig háttað að sér-
leyfisgjafi veitir sjálfstæðum aðila,
sem kallast sérleyfistaki, rétt til að
stunda viðskipti á fyrirfram ákveðinn
hátt gegn ákveðnum skilyrðum. Hér
getur verið um að ræða sölu á vörum
og/eða þjónustu, rétt til að nota vöru-
heiti eða firmaheiti, framleiðslurétt-
indi á vörum eða markaðssetningu á
vöru eða þjónustu. Hver af áður-
nefndum veitingastöðum eru reknir
með viðskiptasérleyfi. Þá kaupir ís-
lenskt fyrirtæki sérleyfi af erlendum
aðila til að framleiða, markaðssetja og
selja tiltekna hamborgara eða pizzur
undir ákveðnu vörumerki. Um er að
ræða fyrirfram hannað og staðlað
heildarkerfi sem nær tO allra þátta
rekstursins; markaðsmála, skipu-
lagningar, útlits húsnæðis, þjálfunar
starfsmanna, vinnuaðferða, þjón-
ustuþátta, sölumála, eftirlits og áætl-
anagerðar,“ segir Guðrún.
Bandaríkin eru stærsti eftirspum-
ar- og framboðsmarkaður sérleyfa og
stærsti útflytjandi sérleyfa í dag. Aðr-
ar þjóðir, eins og Ástrak'a, Bretland,
Frakkland, Japan, Kanada og Þýska-
land, eru þó farnar að nota þennan
viðskiptamáta í miklum mæli. Sérleyfi
er að finna í yfir 80 löndum í hvers
kyns forrni, allt frá notkun vömheitis
til viðskiptasérleyfis. Fyrir fjórum ár-
um var talið að velta sérleyfisfyrir-
tækja í Bandaríkjunum næmi um 760
milljörðum dala. í dag er áætlað að
tekjur af sérleyfisrekstri nálgist 20
prósent af vergri landsframleiðslu
Bandaríkjanna. Mest hefur aukningin
verið í viðskiptasérleyfum. Á íslandi
er talið að ársvelta sérleyfanna sjö á
skyndibitamarkaðnum nálgist einn
milljarð króna og veita fyrirtækin
fjölda manns atvinnu. Framlag sér-
leyfa til þjóðarbúsins er því verulegt.
BflÐIR HAGNAST
Sérleyfi hafa unnið mjög á sem við-
skiptafyrirkomulag hér á landi en eru
þó tiltölulega nýtt fyrirbæri í viðskipt-
um. Fyrsta viðskiptasérleyfið á ís-
landi á þó rætur að rekja allt aftur til
ársins 1954, þegar Dairy Queen ís-
28