Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 12
FRETTIR
BESTDN SELUR CA-HUGBÚNAÐ
Nýlega var staddur hér
á landi, Björn von Herbst,
sölustjóri Computers As-
sociates (CA) í Dan-
mörku. Fyrirtækið, sem
er bandarískt að upp-
runa, er annað stærsta
hugbúnaðarfyrirtæki í
heimi, næst á eftir hinu
þekkta Microsoft.
Bestun sf., að Höfða-
bakka 9, er söluaðili fyrir
gagnagrunna og verkfæri
til hugbúnaðarþróunar
frá CA hér á landi. Bestun
starfar í samvinnu við
Þróun hf. en það er eitt af
stærri hugbúnaðarfyrir-
tækjum hér á landi. Gísli
R. Ragnarsson, er eig-
andi og framkvæmda-
stjóri Bestunnar.
Að sögn Gísla hyggur
Björn von Herbst, sölustjóri
CA í Danmörku, og Gísli R.
Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Bestunar sf.. CA er
annað stærsta hugbúnaðar-
fyrirtæki í heimi, næst á eftir
Microsoft.
CA á mikla landvinninga
um allan heim á næstu ár-
um. „Fyrirtækið var
stofnað árið 1976 af for-
stjóra þess, Charles B.
Wang, og hefur vaxið
hratt. Starfsmenn þess
eru núna um 9 þúsund í
yfir 30 löndum.
Gísli segir að öfugt við
Microsoft, sem eigi upp-
runa sinn í hugbúnaði
fyrir einmenningstölvur,
eigi CA uppruna sinn í
hugbúnaði fyrir IBM stór-
tölvur. „Á þessu sviði
hugbúnaðar hefur CA
núna yfirburðastöðu."
„Fyrir nokkrum árum
varð mönnum þó ljóst að
helsti vaxtarbroddurinn í
tölvugeiranum yrði ekki í
stórtölvum heldur á sviði
einmenningstölva og því
sem nefnt hefur verið
Biðlara/miðlara um-
hverfi, þ.e. þar sem ein-
menningstölvan, gagna-
miðlarinn og netstjórinn
vinna saman í samtengdu
upplýsingakerfi.
Á síðasta ári keypti CA
bandaríska hugbúnaðar-
fyrirtækið ASK/Ingres
Group og eignaðist þar
með gagnagrunnskerfið
Inges sem er á meðal út-
breiddustu gagna-
grunnskerfa í heiminum.
CA hefur þegar lagt
mikla fjármuni í þróun
CA-Openlngres, eins og
gagnagrunnskerfið nefn-
ist nú, og hyggur á mikla
landvinninga í framtíð-
inni en CA hyggst byggja
framtíð sína að miklu
leyti á CA-OpenIngres,“
segir Gísli.
studentar bjoða fram starfs-
krafta sína í iólalevfinu
Kjöriö tækifæri fyrir atvinnurekendur til að leysa
tímabundna starfsmannaþörf vegna hátíðanna.
ATVINNUMIÐHJN
STUDENTA
FELAGSSTOFNUN STUDENTA v/HRINGBRAUT
SÍMI 562 1080
12