Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 45
Húsakynni Hampiðjunnar við Bíldshöfða 9 í Reykjavík.
marki 14. janúar 1994 til 20. október
1995 þegar þessi grein er skrifuð.
Með öðrum orðum; við setjum
okkur í spor fjárfestis sem sá það út
að hlutabréfavísitalan hefði náð lág-
marki og væri í flugtaki, að byrja leið
sína upp. Við gefum okkur að þann
dag hafi hann keypt hlutabréf í flest-
öllum fyrirtækjum á hlutabréfamark-
aðnum. Jafnframt er hann ekkert
frekar í söluhugleiðingum um þessar
mundir heldur er hann fyrst og fremst
að skoða stöðuna, sjá hvemig hluta-
bréfasafni hans hafi vegnað.
Þegar hann skoðar núna verð-
hækkun hlutabréfanna á þessu 20
mánaða tímabili sér hann að hlutabréf
í Hampiðjunni hafa hækkað mest, eða
um nær 162%. Það þýðir að verð-
hækkun bréfanna svarar til þess að
þau hafi 2,62 faldast í verði. 100 krón-
ur eru orðnar að 262 krónum. 1 millj-
ón er orðin að 2,6 milljónum. Það er
frábær ávöxtun á ekki lengri tíma. í
öðru sæti kemur útgerðarfyrirtækið
Þormóður Rammi hf. á Siglufirði með
hækkun upp á um 148%. Flugleiðir og
Eimskip eru í þriðja og fjórða sæti.
Rétt er að vekja athygli á að hækk-
un hlutabréfanna í öllum fyrirtækjun-
um á tímabilinu er að teknu tilliti til
arðs, jöfnunar og hlutafjáraukningar.
Það þýðir til dæmis að útgreiddur
arður í ákveðnu fyrirtæki er notaður
samstundis til að kaupa hlutabréf í
sama fyrirtæki aftur.
Þá má minna á að þótt hlutabréfa-
vísitala VÍB hafi verið í lágmarki 14.
janúar 1994 þýðir það ekki endilega að
verð hlutabréfa í öllum fyrirtækjunum
hafi verið í lágmarki þann dag. Vísital-
an er vegið meðaltal og það var lægst
þennan dag. Verð hlutabréfa í ein-
stökum fyrirtækjum kann að hafa
verið í lágmarki bæði fyrir og eftir.
Víkjum þá aftur að Hampiðjunni. í
ritinu íslenskt atvinnulíf, sem Talna-
könnun hf. gefur út, segir meðal ann-
ars um starfsemi Hampiðjunnar á ár-
inu 1994: „Sala jókst verulega á árinu.
Sala flottrolla jókst mest en sala troll-
neta einnig nokkuð. Sala á gami,
kaðlaafurðum og plaströrum stóð í
stað. Útflutningur nam 224 milljónum
króna og var 22,5% af heildarsölu. Af
mikilvægum mörkuðum má nefna
Noreg, Þýskaland, Suður-Ameríku,
fyrrum Sovétríkin, Færeyjar og Dan-
mörku. Hampiðjan rekur, ásamt
þremur öðmm fyrirtækjum, sölu-
skrifstofu í Chile og einnig hefur verið
gerður samningur við fyrirtæki í
Seattle í Bandaríkjunum um sölu á
afurðum Hampiðjunnar á því svæði.“
Hækkun hlutabréfa
Hampiðjan
Þormóður rammi
Flugieiðir
Eimskip
Skagstrendingur
Síidarvinnslan
Útg. Akureyrar
Marel
íslandsbanki
Sjóvá-Almennar
Olíufélagið
OLÍS
Grandi
Sæplast
Skeljungur
Jaðboranir
HB Akranesi
Tollvörugeymslan
Verðhækkun hlutabréfa hefur verið mikil frá 14. október. Svona lítur hækk-
unin út hjá einstökum fyrirtækjum á hlutabréfamarkaðnum. Hampiðjubréf
hafa hækkað mest allra, eða um nær 162%. Verðmæti þeirra hefur 2,62
faldast.
45