Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 71
FOLK
SIGURÐUR ÍSLEIFSSON, ÍSDEKKI
Hjá ísdekk hf. vinna aðeins þrír starfsmenn, Sigurður,
faðir hans Isleifur og bílstjóri.
s
en flest hjólbarðaverkstæði
á landinu hafa þá til sölu. Við
erum með frábæra vöru og
reynslan er sú að gæðin
auglýsi mest. Þó að Michel-
in hjólbarðar séu 20% til
50% dýrari en sóluð eða
miðlungsdýr dekk þá taka
sífellt fleiri bifreiðaeigendur
þau fram yfir vegna gæð-
anna,“ segir Sigurður ís-
leifsson, sölustjóri ísdekk
hf.
Sigurður er 33 ára og lauk
stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja
1983. Að því loknu vann
hann í tvö ár við almenn
skrifstofustörf á Keflavíkur-
flugvelli en hóf síðan störf
sem sölustjóri hjá föður sín-
um, Isleifi Sigurðssyni, for-
stjóra ísdekk hf.
„Faðir minn rak hjól-
barðaverkstæði í Keflavík í
mörg ár og árið 1975 fékk
hann einkasöluleyfi á
Michelin hjólbörðum hér á
landi. Það tók tíma að koma
þessu dýra merki inn á
markaðinn en 1981 var
hlutafélagið ísdekk hf.
stofnað. Eftir það hefur
verið stanslaus söluaukning
og varð hún t.d. um 14% á
milli áranna 1993 og 1994.
Þrátt fyrir það höfum við
feðgar aðeins verið tveir á
skrifstofunni og hér starfar
einn bílstjóri,“ segir Sigurð-
ur.
655.000 DEKKÁDAG
Michelin hjólbarða-
verksmiðjurnar voru stofn-
aðar í Frakklandi árið 1895
og fyrirtækið rekur 70 verk-
smiðjur út um allan heim.
Michelin er stærsti hjól-
barðaframleiðandi í heimin-
um í dag, framleiðir um
655.000 hjólbarða á dag.
„Við reiknuðum út að það
tæki ekki nema um 20 mín-
útur að framleiða það magn
sem selt er á íslandi á ári,“
segir Sigurður. „En þrátt
fyrir smæðina hefur okkur
tekist að ná góðum samn-
ingum og eru Michelin dekk
á betra verði hér en víða í
Evrópu. Sala á öðrum dýrari
hjólbörðum hér á landi hefur
dregist mjög saman og höf-
um við getað náð góðum
samningum til þess að
minnka bilið á milli okkar og
þeirra sem eru næst okkur í
verði.
í gegnum árin höfum við
tengst millilager í Frakk-
landi og Hollandi en fyrir
tveimur árum komumst við í
samband við stóran lager í
Gautaborg og hafa vöru-
sendingar til okkar batnað
mikið við það. Við höfum
þurft að auka lagerhald mjög
vegna þess að dekkjastærð-
ir eru mun fleiri nú en þær
voru fyrir 15 til 20 árum. Þá
voru fimm til sex stærðir al-
gengastar en nú eru þær
a.m.k. tuttugu.
Það hefur færst í vöxt að
fólk fái sér vetrardekk án
nagla og noti þau síðan sem
heilsársdekk. Nýlega setti
Michelin á markað nýja gerð
hjólbarða, X M+S Alpin,
byltingarkennda nýjung
með flipamunstri sem heitir
Y eftir lögun þess. Það virk-
ar þannig að þegar 30% af
gúmmíinu hafa eyðst tvö-
faldast fjöldi flipanna og þar
með er hálfslitið Alpin álíka
og venjulegur, nýr, nagla-
laus vetrarhjólbarði."
ÍÞRÓTTAÁHUGI
Eiginkona Sigurðar er
Guðbjörg Jóna Pálsdóttir
tækniteiknari og eiga þau 11
ára og 6 ára dætur.
„Ég er mikill íþrótta-
áhugamaður, lék bæði fót-
bolta og körfubolta með
yngri flokkum í Keflavík og
eftir tvítugt var ég í knatt-
spyrnuliði Ungmennafélags
Njarðvíkur. Ég stunda
íþróttir eins og tíminn leyfir
held mér enn við í þeirri
íþrótt og æfi körfubolta
tvisvar í viku með íþróttafé-
laginu Létti. Á sunnudags-
morgnum hitti ég líka gamla
félaga úr Keflavík og við
leikum okkur saman í fót-
bolta. Talsverður tími fer í
það hjá mér að fylgjast með
íþróttum í fjölmiðlum og hef
ég gaman af því. Ég hef ekki
gefið mér tíma í að sinna
öðrum áhugamálum enda
fer mikill tími hjá mér í vinn-
una,“ segir Sigurður.
71