Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 66

Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 66
BMW 3-línan er vinsælust hér á landi sem og um allan heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Með kaupum á BMW er verið að kaupa þýsk gæði; bíl sem hefur sterka ímyiul og nýtur virðingar á götum úti.“ Verðið er frá 2.388 þúsund krónum. „BMW er líklegast best lýst með því að segja að hann sé gæðingur. Það á einkar vel við, BMW er þýskur hágæða bíll. Með kaupum á hon um er verið að kaupa gæði; bíl sem hefur sterka ímynd og nýtur virðingar á götum úti. Kaupendurnir eiga það líka sammerkt að vera með áhuga á bílum og gera miklar kröfur,“ segir Pétur Pétursson, sölustjóri hjá Bifreiðum & Landbúnaðarvélum hf„ um BMW bílana. Fyrir tækið fékk umboð fýrir þá í febrúar síðastliðnum. Pétur segir að BMW 3-línan sé vinsælust hér á landi sem um allan heim, til dæmis njóti hún gífurlegra vin- sælda í Bandaríkjunum. „BMW þykir fallegur, sportlegur og rúmgóður fjölskyldubíll með frábæra aksturseigin- Renault Laguna hefur fengið góðar móttökur frá því hann var fyrst kynntur hér á landi í febniar sl. í reynsluakstri hefur hann fengið mjög háar einkunnir bílasérfræðmga. Verðið er frá 1.758 þúsund krónum. leika. Hann er þýður og hljóðlát- ur. Um gæðin þarf ekki að ijöl- yrða. Stærsta bílatímarit Evr- ópu, Auto, Motor und Sport, hefur, ásamt lesendum, kjörið 5- línuna hjá BMW „Besta bíl heims“ sex ár í röð. Það er fá- heyrður árangur og mikil viður- kenning." BMW 3-línan er með kraft- miklar vélar með miklum togkrafti. Nýjast vélin er sex strokka bensínvél, 2,0 og 2,8 lítra eftir vali, að ógleymdri hinni klassísku Ijögurra strokka vél, 1,6 og 1,8 lítra. Sú vél hefur verið afar vinsæl á undanförnum árum og þykir sparneytin og hagkvæm. Hestöflin eru frá 102 í 170 í 3-lín- unni. Að viðamiklum staðalbúnaði má minna á að allir BMW bílar eru með driflæsingu og ABS hemlakerfi. RENAULT LAGUNA fær báa einkunn „Renault Laguna er nýr bíll frá Renault-verksmiðjunum. Hann var fýrst kynntur hér á landi í febrúar sl. og hefur slegið í gegn. Við tökur hafa verið sérlega góðar enda er hér um fallegan og rennilegan bíl að ræða á mjög sam- keppnishæfu verði. Þetta er bíll sem farið hefur sigurför um Evrópu frá því hann kom á markaðinn. Því má bæta við að hann fékk 10 í einkunn í reynsluakstri hjá Morgun- blaðinu . Það er einstakt,“ segir Pétur Pétursson. „Laguna nýtur vinsælda fyrir margt; bíllinn þykir falleg- ur, rennilegur, sterkur, með fallegar innréttingar og ein- staklega skemmtilega fjöðrun. Þetta er bíll sem á skömm- um tíma hefur sannað sig og á greinilega framtíðina fýrir sér.“ BMW er gæðingup

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.