Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 25
, m
Friðrik Hróbjartsson, eigandi BESTA 1
Kópavogi.
...
Leifur
Ársælsson,
framkvæmda
ísleifs
stjon
hf
Vest
mannaeyjum
Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
hjá BM Vallá.
Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri út-
gerðarfyrirtækisins Njáls hf. í Garðinum.
mannaeyjum, segir að stóraukin velta
fyrirtækisins stafí af því að bátur
fyrirtækisins, íslefur VE 63, hafi
verið lengdur og burðargeta hans þar
með aukist um 50 til 60%. Hann sé nú
rúmar 1100 lestir að stærð. Veltu-
aukning fyrirtækisins nam 79% á síð-
asta ári og var það þriðja mesta veltu-
aukning fyrirtækis hér á landi á síð-
asta ári.
„Þrátt fyrir
að burðargeta
bátsins hafi
orðið rúmlega
helmingi
meiri þá er
auðvitað
helsta
ástæðan fyrir góðu gengi sú að áhöfn
bátsins hefur staðið sig afburðavel.
Það hefur veiðst mjög vel. Ennfrem-
ur hafði það mikið að segja að okkur
gekk vel í Síldarsmugunni svonefndu,
við veiddum þar um 2 þúsund tonn á
síðasta ári.“
Leifur segir að bátur fyrirtækisins,
ísleifur VE, veiði fyrst og fremst
loðnu og sfld og er hann með um 2,5%
af loðnukvótanum. Fyrirtækið var
stofnað árið 1975 af þeim Leifi, Gunn-
ari Jónssyni, skipstjóra á ísleifi, og
Kára Birgi Sigurðssyni vélstjóra en sá
m. kr. m. kr. [
1 766
1
93
93 94
síðastnefndi seldi sinn hlut fyrir um
átta árum.
Þess má geta að Leifur hefur verið
í útgerð í 33 ár. Fyrstu þrettán árin
vann hann hjá föður sínum en síðan
hefur hann verið framkvæmda- og út-
gerðarstjóri ísleifs. „Þetta hefur
gengið upp og niður í gegnum tíðina.
Síðasta ár var upp á við, eins og sést á
veltuaukningunni. Mér sýnist veltan
á þessu ári ætla að verða mjög svipuð
og í fyrra.“
BM Vallá:
ÚTFLUTNINGUR
Á VIKRI
Víglundur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá BM Vallá, nefnir
þrjár ástæður fyrir stóraukinni veltu
fyrirtækisins á síðasta ári. Fyrirtækið
jók veltu sína um 75% og var það
fjórða mesta veltuaukning eins fyrir-
tækis hérlendis á síðasta ári.
„Það varð góður vöxtur í útflutn-
ingi á vikri á síðasta ári, hann liðlega
tvöfaldaðist á milli ára. Þá varð áfram-
haldandi vöxtur í sölu steina og hellna
í garða en það er þáttur sem vaxið
hefur jafnt og þétt hjá fyrirtækinu á
undanfömum ámm og er árangur
stöðugrar vöruþróunar. Ennfremur
varð aukning í steypusölu en þá aukn-
ingu má að mestu rekja til þess að við
keyptum þrotabú Óss hf. af Iðnlána-
sjóði og þar með hætti sjóðurinn
rekstri á steypustöðinni. Fyrir vikið
fengum við stærri sneið af markaðn-
um.“
Starfssvið
BM Vallá
skiptist í þrjá
meginflokka.
Um 40% af
tekjum koma
af hefðbund-
inni steypu-
sölu, um 30%
af vikurútflutningi og um 30% af sölu
steina og hellna til garða.
í fyrstu var BM Vallá hefðbundin
steypustöð. Fyrirtækið færði út
kvíamar árið 1979 er það hóf útflutn-
ing á vikri. Fimm ámm síðar, árið
1984, hóf það framleiðslu á steinum
og hellum í garða. BM Vallá flytur út
vikur undir merkjum dótturfélags
síns, Vikurvara hf..
BM Vallá
25