Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 32
MARKAÐSMAL
stæður í ákvarðanatöku leyíistaki má
vera. Allir samningamir virðast þó
leggja áherslu á skyldur leyfistaka og
réttindi leyfisgjafa. Samningamir em
yfirleitt bundnir við ákveðinn tíma,
t.d. 7 ár. Er oft miðað við að sérleyf-
istaki nái að afskrifa upphaflega fjár-
festingu sína á því tímabili. Endumýj-
un miðast gjaman við upphaflegt
samningstímabil.
Sérleyfisgjafi fer fram á tvenns
konar þóknun, upphaflega greiðslu og
fasta greiðslu á samningstímabilinu.
Upphaflega greiðslan er fyrir rétt-
indaleyfi sérleyfisins en hún er þá
hugsuð sem mótvægi við þann út-
lagða kostnað sem sérleyfisgjafi
verður fyrir við opnun nýrra útibúa.
Upphafsgreiðslan er misjöfh, getur
verið frá 25 þúsundum króna til 5
milljóna fyrir þekktustu sérleyfin. Því
stærri og þekktari sem keðjan er því
hærri er greiðslan.
Reglulegar, fastar greiðslur eða
„royalty“ em reiknaðar sem hlutfall af
nettó veltu. Sérleyfistaki er þá að
greiða fyrir réttindi sem fylgja sér-
leyfinu og fyrir áframhaldandi þjón-
ustu sem sérleyfisgjafi á að veita.
Hlutfall greiðslnanna er yfirleitt á bil-
inu 7-10 prósent af veltu, án tillits til
hagnaðar fyritækisins.
Sérleyfistaki tekst á hendur
ákveðnar skyldur. Þær helstu em að
hann verður að geta fjármagnað
reksturinninn sjálfur og verður að
hefja rekstur innan tiltekins tíma frá
undirritun samnings. Hann verður að
fylgja gæðakröfum til að viðhalda orð-
spori sérleyfisins og vemda við-
skiptavild sérleyfisins. Sérleyfistaki
og starfsmenn eru bundnir þagnar-
heiti varðandi verkkunnáttu sem sér-
leyfinu fylgir og má sérleyfistaki ekki
notfæra sér verkkunnáttu né annað,
sem tengist sérleyfinu, til að fara í
samkeppni við sérleyfisgjafann á
samningstímabilinu eða að því loknu.
Sérleyfistaki verður í flestum tilfell-
um að fá samþykki frá sérleyfisgjafa í
hvert sinn sem hann tekur ákvörðun
sem varðar reksturinn. Einnig er að
finna í samningnum ákvæði um verð,
opnunartíma, lágmarksveltu og
breytingar á vöm. Þá er algengt að
sérleyfisgjafi krefjist þess að sérleyf-
istaki leggi 2-3 prósent veltunnar í
sameiginlegan auglýsingasjóð.
SÉRLEYFIÁ ÍSLANDI
Þrátt fyrir gífurlega aukningu í
notkun sérleyfa til markaðsfærslu
vöru og þjónustu í heiminum er ein-
Skúli Þorvaldsson, Dominos:
VÖRUMERKIN ALLTAF
STERKARI0G STERKARI
□ llt, sem við höfum gert okk-
ur vonir um, hefur gengið
eftir. Við eigum í góðum
samskiptum við Dominos Intema-
tional sem eru skilningsríkir þegar
kemur að sérstöðu markaðarins hér
á landi. Þeir skilja að við viljum hafa
hlutina öðmvísi. Við vomm opnir
fyrir nýjum tillögum og þeir sömu-
leiðis, enda bentum við á að þeir
væru staðnaðir á sumum sviðum og
frekar einskorðaðir við bandarískan
hugsunarhátt," sagði Skúli Þor-
valdsson, stjórnarformaður Futura,
aðaleiganda Dominos á íslandi.
Sérleyfissamningur við Dominos
varð til 1993 en Dominos er stærsta
heimsendingarkeðja Bandaríkjanna.
í dag eru þijár Dominos búðir rekn-
ar hér, allar á höfuðborgarsvæðinu.
Skúli segir Futura vera áskrif-
anda að ákveðinni uppskrift og áskr-
ifanda að viðskiptum. Þessi formúla
byggi á 30 ára reynslu. Allt sé reikn-
að út og menn geti því verið fullvissir
um að dæmið gangi upp.
„Vömmerki, eða Brand recogni-
tion, verða alltaf sterkari og sterkari
og þess vegna hefur þekktum veit-
ingastaðakeðjum eins og KFC,
McDonalds og Pizza Hut tekist að
hasla sér völl um allan heim. Stað-
Skúli Þorvaldsson, Dominos.
bundin fyrirtæki geta eRKi tagnað
jafn góðum árangri, með undan-
tekningum þó. Lógó, litir og vara
þekktu staðanna er eins alls staðar
en menn em oft í vafa þegar þeir sjá
staðbundinn skyndibitastað.
Skúli segir reksturinn vera eins
og hjá hveiju öðm fyrirtæki og
markmiðin þau sömu; að mynda
hagnað, skapa verðmæti og at-
vinnu. En þó vömmerkið sé þekkt
lentu Skúli og félagar í óvæntri
uppákomu við upphaf rekstursins.
Þeirri sögu hafði verið komið á kreik
að Dominos á íslandi væri útlent
fyrirtæki og hagnaðurinn væri flutt-
ur úr landi. Að auki var fullyrt að
aðaleigandi Dominos ytra styddi
Greenpeace-samtökin.
„Þetta er allt tóm vitleysa og
byggir á misskilningi varðandi sér-
leyfi. Við emm alíslenskt fyrirtæki
og greiðum okkar skatta og skyldur
hér.“
32