Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Side 8

Frjáls verslun - 01.10.1995, Side 8
Faðir Bjarkar, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnað- arsambands íslands, óskar hér dóttur sinni til hamingju með heiðurinn. Og það verður ekki betur gert en með rembings- kossi. Tímaritið Nýtt líf valdi Björk Guðmundsdóttur söngkonu sem konu árs- ins 1995. Þetta er í fimmta skiptið á jafn mörgum árum sem tíma- ritið velur konu ársins. Útnefningin fór fram í Loftkastalanum þriðju- daginn 19. desember. Val Nýs lífs kom í sjálfu sér ekki á óvart í þetta skiptið. Björk hefur verið stöðugt í sviðsljósinu undanfarin ár eftir að hún fluttist út til Bretlands og sló í gegn í heimi alþjóð- legra tónlistarmanna. En Björk er meira en söngkona, hún er einnig stórt viðskiptaveldi. Ein af athyglisverðustu greinunum sem birtust í Frjálsri verslun á árinu var einmitt um viðskipta- veldið Björk Guðmunds- dóttur. Við áætluðum að tekj- ur hennar af plötusölu Debut og Post væru yfir 1 milljarður króna, að minnsta kosti. Tekjur hennar sem listamanns eru hins vegar mun meiri. Við slepptum tekj- um hennar af spilun í út- varpi og sjónvarpi, af seldum lögum til annarra tónlistarmanna, af seld- um lögum í kvikmyndir, af hljómleikaferðum, af sölu á varningi merktum stjörnunni og öðrum tekj- um sem kunna að renna í hennar hlut. Björk er þekktasti ís- lendingurinn á erlendri grund. Hún er alþjóðleg stórstjarna og stórfyrir- tæki. Ein af athyglisverðustu fréttaskýringum Frjálsrar verslunar á árinu var einmitt um viðskiptaveldið Björk Guðmundsdóttur. Frá útnefningu Nýs lífs á Björk sem konu ársins. Frá vinstri: Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða, Sigríður Anna Sig- urðardóttir gullsmiður sem smíðaði verðlaunin og afhenti þau, Björk, faðir hennar, Guðmundur Gunnarsson, og Gull- veig Sæmundsdóttir, ritstjóri Nýs Iífs. ■ ■ BJORK VALIN KONA ARSINS 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.