Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 15
SU FJOLSOTTASTA
Á ÁRINU1995
Yfir 160 manns sóttu þessa
tölvuráðstefnu Software AG og tímaritsins
Datamation.
Martin Caddick,
svæðisstjóri
Software AG á fs-
landi, var fundar-
stjóri.
Frosti Bergsson, forstjóri Opinna
kerfa, til hægri, og Jón Ragnar Hösk-
uldsson, framkvæmdastjóri Tölvum-
iðstöðvar sparisjóðanna, ræðast hér
við í kaffihléi.
Fjölsóttasta ráöstefn-
an á íslandi um tölvumál
á árinu 1995 var ráð-
stefna sem Software AG
og tímaritið Datamation
héldu á Hótel Loftleiðum
hinn 13. desember sl.
Heiti ráðstefnunnar var
Vöruhús gagna. Þetta
reyndist vera fjölsóttasta
ráðstefnan sem haldin
var um tölvur og tölvumál
hér á landi á árinu 1995,
að sögn Halldórs J. Jörg-
enssonar, framkvæmda-
stjóra Software AG á Is-
landi.
Software AG og tíma-
ritið Datamation héldu
ráðstefnuna í mörgum
heimsborgum á þessu ári.
Hvarvetna var ráðstefn-
an fjölsótt. Svo reyndist
einnig vera þegar hún var
haldin í heimsborginni
Reykjavík, yfir 160
manns mættu.
Aðalræðumaður á ráð-
stefnunni var Geoff Horn
frá Barclays bankanum
en aðrir fyrirlesarar voru
Katharina Nowotny frá
Software AG og Hrafnkell
Gíslason frá Skýrr. Að
loknum erindum voru
hringborðsumræður með
þátttöku ofangreindra
ræðumanna, ásamt full-
trúum frá Opnum kerfum
hf. og öðrum sérfróðum
aðilum.
G. BEN. cJcL
tölvupappir
fyrir þig
SMIÐJUVEGUR 3 • 200 KÓPAVOGUR • SÍMAR 554 5000 - 564 1499 • BRÉFASÍMAR 554 6681 - 564 1498