Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 36
SAMNINGAR DYR LOKAST EKKI ÁN EINKALEYFIS „Ég hef oft rekið mig á að mönnum þykir sem allar dyr lokist ef einkaleyfi fæst ekki skráð vegna vöru þeirra. Svo þarf hins vegar alls ekki að vera þar sem oft er hægt að ná fram fullnægjandi vernd með öðrum hætti. Menn vanmeta oftast hið svokallaða „knowhow“ eða verkþekkinguna.“ fremst til hinna hefðbundnu list- greina, s.s. kvikmyndalistar, tónlist- ar, bókmennta, myndlistar, bygg- ingalistar og leiklistar. Hann gildir einnig um t.d. tölvuforrit og hugbún- að og svokaUaða nytjalist. Rétt er að geta þess að höfundalögin veita öðr- um ritverkum en þeim, sem reglur höfundaréttar gilda um, takmarkaða vernd sem felst í banni við eftirgerð eða eftirprentun í 10 ár frá útgáfudegi. Hér getur verið um að ræða ýmsar töflur og samansafn upplýsinga sem hagnýtt gildi kunna að hafa og verð- mæti sem verslunarvara. Jafnframt njóta útgefendur og framleiðendur verka takmarkaðra réttinda sam- kvæmt höfundalögunum sem og flytj- endur tónlistar og leiklistar. Skilyrði þess að verk teljist vernduð af höf- undarétti er að í verkinu komi fram sköpun sem sé ný og sjálfstæð, a.m.k. að formi til. í framkvæmd er raunin sú að nánast öll verk eru vernduð af höfundarétti nema um sé að ræða hreina upptalningu eða upp- skrift staðreynda. Höfundaréttur veitir mjög sterka og víðtæka vemd og er víðast hvar í heiminum ekki gerð krafa um skráningu slíkra verka nema hvað í Bandaríkjunum eru til- tekin mjög afmörkuð réttaráhrif bundin við skráningu. Loks má nefna að svæðislýsingar smárása í hálfleið- urum, sem notaðar eru m.a. við gerð kísilflaga (silicon chips) í tölvum, njóta verndar samkvæmt samnefndum lög- um og er verndartími 10 til 15 ár. Slík réttindi eru ekki háð skráningu. MARKAÐSSETNINGIN Þá er komið að er markaðssetn- ingu hugverksins, vörumerkisins eða verkþekkingarinnar sem reynst hefur mörgum íslendingum erfiður hjalli. Fyrsta spurningin er hvernig verði best staðið að markaðssetningunni. Borgar sig að framleiða hlutinn á ís- landi og dreifa honum héðan eða er vænlegra til árangurs að leita sam- starfs við erlenda aðila vegna annars eða beggja þessara þátta? Þessum álitaefaum verður ekki gerð skil í við- tali sem þessu. Þó vil ég tæpa á nokkrum atriðum sem oft koma upp. í því tilfelli að einstaklingur eða lítið fjárvana fyrirtæki leggur af stað í leit að viðsemjendum erlendis má benda á þann möguleika að notfæra sér ýmsa gagnabanka, t.d. hjá Upplýs- ingaþjónustu Háskólans eða leita á Intemetinu. Mjög oft er vænlegt að leita samstarfs við erlenda aðila um framleiðslu og dreifmgu á viðkomandi vöru því fæstir íslendingar hafa bol- magn til þess að framleiða vöruna í því magni sem þarf til þess að sinna heimsmarkaði. íslenskir aðilar hafa margir farið flatt á því að ætla að vinna allt verkið sjálfir en í mörgum tilvikum er skynsamlegast að leita samstarfs við erlenda aðila um framleiðslu og markaðssetningu. En þá er mikilvægt að fara varlega og skoða efni og að- stæður sem best hjá sjálfum sér og væntanlegum viðsemjanda. Mark- aðssetningin er auðvitað óhemju mik- ilvæg. Best er að fá markaðssmenn til að útbúa kynningarpakka þar sem fram kemur lýsing á markaðsmögu- leikum, framleiðslukostnaði o.s.frv. Þegar eigandi framleiðsluréttar vill kynna hugsanlegum framleiðanda eða dreifingaraðila vöru sína, segir hann frá hlutnum og hvað hann getur gert án þess að gefa upp hvemig farið er að því. Þessi nálgun er oft kölluð „black box approach“ því er einungis lýst hvað fer inn í kassan og hvað kemur út úr honum en ekki hvað ger- ist inni í honum. Ef framleiðandinn hefur áhuga á meiri samskiptum er honum sýndur hluturinn en áður er rétt að hann skrifi undir trúnaðar- og leyndarsamning þar sem hann viður- kennir að hinn aðilinn eigi allan rétt til vörunnar og skuldbindur sig til þess að halda upplýsingum leyndum. Þetta er lágmarks vemdarráðstöfun og mjög mikilvæg fyrir eiganda vömnnar því ef framleiðandinn brýtur trúnað- inn gerir slíkur samningur rétthafan- um hægara um vik að t.d. krefjast lögbanns og sækja bætur úr hendi framleiðandans. Ef báðir aðilar hafa áhuga á áframhaldandi samstarfi er síðan gerður nytjaleyfissamningur þeirra á rnilli." NYTJALEYFISSAMNINGAR Hafi rétthafi náð að vekja áhuga væntanlegra viðsemjenda eru al- mennt séð tveir kostir varðandi samninga. Hann getur afsalað sér réttindum sínum að fullu til annars aðila sem hefur þá ótakmörkuð rétt- indi til þess að nýta sér hugverkið, vörumerkið eða verkþekkinguna, t.d. hvað varðar tímalengd, svæði og eintakafjölda. Sá sem afsalar sér rétt- indum með þessum hætti fær yfirleitt greitt með eingreiðslu. Miklum mun algengara er þó að gera svokallaðan nytjaleyfissamning og selja takmörk- uð réttindi á leigu. Margar tegundir eru til af slíkum samningum og fer það m.a. eftir því á hvaða stigi umrædd hugmynd er. Ef um er að ræða full- búna vöru ásamt þróuðu framleiðslu- ferli er gerður nytjaleyfissamningur sem tekur til annaðhvort eða bæði framleiðslu og dreifingar. Því lengra sem þróun hlutarins er á veg komin því sterkari verður samningsstaða eiganda hugmyndarinnar. í samn- ingnum þarf m.a að koma fram hver gildistími hans er, til hvaða svæða hann tekur og um hvaða notkunar- möguleika er samið. Stundum er einnig eintakafjöldi ákveðinn og fram- salsréttur nytjaleyfishafans er oft tak- markaður við skýrt ákveðin tilvik. Greiðslur geta verið með ýmsum hætti. Er algengt að um sé að ræða upphafsgreiðslu (samningsgreiðslu), greiðslur vegna þróunarkostnaðar og einkaleyfaumsókna og síðan greiðslur sem miðast við hlutdeild í kostnaðar- eða endursöluverði hvers eintaks, yfirleitt reiknað í prósentum (royal- ty). Verðgrundvöllurinn er samnings- atriði hveiju sinni og getur verið með ýmsu móti. Hafa margar viðskipta- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.