Frjáls verslun - 01.10.1995, Síða 38
SAMNINGAR
ákveðnum hlut, sinni sölunni ekki
sem skyldi. Þá getur dreifingarsamn-
ingur hafa verið gerður til þess að
koma viðkomandi vöru út af markaðn-
um því fyrirtækið ætlar sjálft að koma
sambærilegri vöru á framfæri. Til
þess að koma í veg fyrir slíkt þarf að
semja um lágmarks söluárangur þar
sem fyrirtækið skuldbindur sig til að
selja ákveðið magn á tilgreindu tíma-
bili. Ef ekki er staðið við það getur
eigandi framleiðsluréttarins rift
samningnum. Einnig þurfa að koma
fram ákvæði um uppgjörs- og
greiðslutímabil, rétt til skoðunar bók-
haldsgagna að baki uppgjara o.fl. Mis-
jafnt er hvort samningurinn felur í sér
einkarétt til sölu og dreifingar vör-
unnar og einnig er samningsatriði til
hvaða svæða samningur nær. Sá sem
fær einkarétt til dreifingar þarf að
sjálfsögðu að greiða meira og til hans
verða einnig gerðar ríkari kröfur um
lágmarks söluárangur. Stundum get-
ur verið æskilegt að gera slíkan
samning en í sumum tilfellum getur
verið betra að hafa marga um hituna
allt eftir eðli vörunnar og markaðsað-
stæðum hverju sinni. Þegar samið er
um einkarétt til sölu þarf að skoða
samkeppnisreglur ESB og Bandaríkj-
anna og athuga t.d. hvort að samning-
urinn geti fallið undir einhverja af hóp-
undanþágureglugerðum ESB. Mikil-
vægt er að menn vegi og meti í
upphafi kosti og galla þessara sam-
ingsgerða miðað við sínar sérstöku
aðstæður og hagi samningaviðræðum
sínum eftir því.
„FRANCHISE" SAMNINGAR -
SÉRLEYFISSAMNINGAR
Mögulegt er að gera nytjaleyfis-
samninga sem taka eingöngu til notk-
unar vörumerkis eða notkunar vöru-
merkis ásamt framleiðslurétti. Gott
dæmi um slíkt er Coca Cola, en einnig
er mögulegt að gera nytjaleyfissamn-
ing um notkun vörumerkis ásamt öðr-
um hugverkum, eða verkþekkingu
auk ráðgjafar og þjónustu. Kallast slíkir
samningar „franchise" samningar (sér-
leyfissamningar) og hafa þeir færst
mjög í vöxt undanfama tvo áratugi.
„Þessi tegund samninga felur í sér
gagnvirkt samband á milli aðila á með-
an samningurinn er í gildi og snýst
t.d. um ákveðna viðskiptahugmynd
eða aðferð við að framleiða vöru og
selja hana. McDonald’s er gott dæmi
um fyrirtæki sem byggir starfsemi
sína á samningum af þessu tagi en
fleiri erlend fyrirtæki hafa gert slíka
samninga við íslenska aðila. Margar
hótel- og verslanakeðjur nota einnig
þessa aðferð. Samningsaðili hér á
ÞETTA SKALTU LESA!
1. Hugverka-og auðkennaréttur slápt-
ist í fjóra meginflokka; höfundarétt,
vörumerkjarétt, einkaleyfi og hönn-
unarvemd.
2. Sameiginlegtmeðþessumréttindum
er að þau veita rétthafanum ákveðna
vemd gegn eftirgerð og annarri fjár-
hagslegri hagnýtingu á þeirri vöm
eða þjónustu sem hann vill markaðs-
setja.
3. Ekki vanmeta verkþeldánguna
(knowhow) en hún er oft talin til
verðmætustu eigna í iðnaði og þjón-
ustu.
4. Fyrsta skref vegna einkaleyfisum-
sóknar felst yfirleitt í því að gera
nýnæmiskönnun til að ganga úr
skugga um að viðkomandi uppfinning
sé raunverulega ný og sérstæð.
5. Oft er byijað á að sækja um einka-
leyfi á íslandi og þegar það er fengið
er rétt að huga að umsóknum erlend-
is.
6. Reglur um atvinnu- og framleiðslu-
leyndarmál (knowhow eða verk-
þekking) veita ákveðna vemd þegar
ekki er um að ræða vemd sam-
kvæmt hugverka- og auðkennarétt.
7. í ýmsum tilvikum er hægt að fá
skráða hönnunarvemd samkvæmt
lögum sem tóku gildi í maí 1994. Slík
vemd tekur til hugverka á sviði
hönnunar og á einkum við útlit og
gerð vöm og skreytingu hennar en
ekki eiginleika vörunnar.
8. Munið mikilvægi vemdar vöm-
merkja og firmanafna. Rétt er þó að
geta þess að vörumerki geta notið
vemdar þótt þau séu ekki skráð ef
þau hafa náð tiltekinni markaðsfestu.
9. Höfundaréttur tekur fyrst og fremst
til hinna hefðbundnu listgreina, svo
sem kvikmyndalistar, tónlistar,
byggingalistar, bólunennta, mynd-
listar og leiklistar. Hann gildir einnig
um t.d. tölvuforrit og hugbúnað og
svokallaða nytjalist.
10. Höfundaréttur veitir mjög sterka og
víðtæka vemd og er víðast hvar í
heiminum ekki gerð krafa um skrán-
ingu slíkra verka nema hvað í Banda-
ríkjunum em tiltekin, mjög afmörkuð
réttaráhiif bundin við skráningu.
11. í því tilfelli að einstaklingur, eða lítið
fiárvana fyrirtæki, leggi af stað í leit
að viðsemjendum erlendis má benda
á þann möguleika að notfæra sér
ýmsa gagnabanka, eins og Upplýs-
ingaþjónustu Háskólans og Alnetið.
12. Þegar eigandi framleiðsluréttai' vill
kynna hugsanlegum framleiðanda
eða dreifingaraðila vöm sína segir
hann frá hlutnum og hvað hann geti
gert án þess að gefa upp hvemig
farið sé að því. Þessi nálgun er oft
kölluð „black box approach".
13. Algengt er að gera svokallaðan
nytjaleyfissamning sem felst í að
leigja takmörkuð réttindi. Margar
tegundir em til af slíkum samning-
um ogfer það m.a. eftir þvíá hvaða
stigi umrædd hugmynd er. Ef um
er að ræða fullbúna vöm ásamt
þróuðu framleiðsluferli er gerður
nytjaleyfissamningur sem tekur til
annað hvom tveggja framleiðslu
eða dreifingai'
14. Hér á landi er mikið um hugvits-
menn en þá skortir fiáimagn. Með
nytjaleyfissamningum er hugsan-
lega hægt að fá fiársterka útlend-
inga til að halda áfram þróunarvinnu
og sjá um markaðssetningu sem
getui' verið óhemju dýr.
15. Þegar gerður er framleiðslu- og/
eða dreifingarsamningur við
ákveðið fyrirtæki er mikilvægt að
tilgreina lágmarks söluskyldu því
menn geta lent í því að ekkert selj-
ist af vömnni og þeir fái þar með
engar tekjur.
16. Einnig er mögulegt að gera nytja-
leyfissamning um notkun vörum-
erkis ásamt öðmm hugverkum,
eða verkþekkingu, auk ráðgjafar og
þjónustu. Kallast slíkir samningar
„francliise“-samningar (sérleyfis-
samningar) og hafa þeir færst mjög
í vöxt undanfama tvo áratugi.
38