Frjáls verslun - 01.10.1995, Qupperneq 47
faginu og einnig gamlir og góðir jaxl-
ar.“ Hún telur að oft og tíðum séu
íslensk fyrirtæki að fá góðar hug-
myndir fyrir gott verð, „ef við berum
okkur saman við útlönd.“
Samanburður við útlönd er ansi al-
gengur meðal íslendinga og Ólafur
tekur undir með Birnu hvað varðar
hugmyndavinnu íslensks auglýsinga-
fólks. „En þótt beinn samanburður
við verðlag hér sé hagstæðara en í
útlöndum er engu að síður of dýrt að
auglýsa hérlendis vegna smæðar
markaðarins. Bandarfkjamarkaður er
til að mynda 900 sinnum stærri en sá
íslenski, en það er ekki 900 sinnum
ódýrara að auglýsa hér en þar.“
Ólafur segir að verðlag hjá auglýs-
ingastofunum hafi staðið í stað og
jafnvel lækkað á síðustu árum. „Það
var til að mynda kostnaðarsamara að
leita til auglýsingastofa fyrir tíu árum
eða svo. Margir þættir, svo sem auk-
in samkeppni og færri starfsmenn
auglýsingastofanna, hafa auðveldað
þeim að lækka verðið, auk þess sem
tölvuvæðing þeirra hefur leitt af sér
ánægjulega verðlækkun."
En þótt tölvuvæðingin hafi lækkað
kostnaðinn þykir ekki öllum kostnað-
arlækkunin nægilega mikil. Bima
segir til að mynda að tæknibyltingin í
auglýsingagerðinni hafi ekki skilað
sér í lægra verði til viðskiptavina aug-
lýsingastofanna.
Finnur er sammála Ólafi hvað varð-
ar verðlækkunina og hann nefnir
einnig aukna samkeppni og „að aug-
lýsendur hafi haldið að sér höndunum
og þar með hafi færri bitastæð verk-
efni verið í boði.“
WÓNUSTAN
Styrkur íslenskra auglýsingastofa
liggur fyrst og fremst í hönnunar- og
hugmyndavinnu, að sögn Finns.
„Stofumar standa sig vel hvað varðar
hönnun á umbúðum og öðrum hlutum
fyrir prentverk, þar með eru taldar
blaðaauglýsingar. Líkleg skýring á
þessu er að kjaminn í menntun meiri-
hluta starfsfólks auglýsingastofanna
er grafísk hönnun. Og sú menntun
skilar sér vel á þessu sviði.“
Bogi tekur undir þessi orð og segir
að sé litið til heildarinnar virðist fram-
leiðsluafstaða ráða meiru hjá stofun-
Bima Einarsdóttir, markaðsstjóri íslandsbanka. Hún telur að oft á tíðum
séu íslensk fyrirtæki að fá góðar hugmyndir hjá auglýsingastofum fyrir
nokkuð gott verð borið saman við það sem gerist erlendis. Tæknibyltingin
hafi hins vegar ekki skilað sér í nægilegri verðlækkun.
um en markaðsafstaða. Tækifæri
auglýsingastofanna em víða en þær
virðast vera fastar í því að taka á móti
óskum um verkefni í stað þess að
koma með frumkvæði. „Þetta segir
okkur kannski að stofumar hafi næg
verkefni. En þær mega ekki gleyma
tækifæmnum sem eru allt í kringum
þær, til dæmis á stofnanamarkaðn-
um.“
Að mati viðmælendanna skortir
töluvert á frumkvæði auglýsingastof-
anna og að þær hafi innsýn í markað
viðsldptavina sinna. í auknum mæli
hafa íslensk fyrirtæki fjárfest í vel
menntuðu og hæfu markaðsfólki sem
stýrir stefnumótandi markaðsstarfi
innan fyrirtækjanna. Oftar en ekki er
um dýra starfsmenn að ræða og því
ástæðulaust að kaupa þá vinnu sem
vel er hægt að vinna innan fyrirtækj-
anna.
Birtingaþjónusta auglýsingastof-
anna hefur batnað mikið að sögn fjór-
menninganna, einkanlega með til-
komu birtingaforritana, neyslukann-
ana og fleiri mælinga sem
markaðurinn getur nýtt sér. Víða er
unnið á mun kerfisbundnari hátt en
áður var. Hins vegar segir Finnur að
of fáar auglýsingastofur hafi „ijárfest í
þeim upplýsingum sem nauðsynlegar
eru til þess að geta boðið birtinga-
þjónustu sem stendur undir nafni,
Þær stofur sem ekki hafa slíkar upp-
lýsingar geta ekki boðið fulla þjónustu
og dæma sig því sjálfar út af markaðn-
um.“
47