Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 56

Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 56
EFNAHAGSMÁL 13 ÞÚSUND NÝ OPINBER STÖRF Skyldi ein ástæðan geta verið sú að störfum í iðnaði hefur fækkað um rúmlega 4 þúsund síðan árið 1987 en störfum hjá hinu opinbera hefur hins vegar fjölgað um 13 þúsund á síðustu tveimur áratugum? □ standið í atvinnulífi okkar ís- lendinga er langt frá því að vera ásættanlegt. Tökum nokkur dæmi: Hagvöxtur er lítill, mun minni en hjá öðrum OECD-ríkj- um. Sá litli hagvöxtur, sem þó er, hefur byggst á Smuguveiðum og karfaveiðum á Reykjaneshrygg. At- vinnuleysi hefur ekki verið meira allt frá því í kreppunni miklu á millistríðs- árunum og svo virðist sem engin lausn sé í sjónmáli að óbreyttu. Og síðast en ekki síst streymir inn á vinnumarkaðinn, þúsundum saman á hverju ári, ungt vel menntað fólk sem vill fá starf við sitt hæfí. Abyrgir menn halda því fram að 20 þúsund ný störf verði að skapa í landinu til aldamóta, það er á næstu fimm árum, því fái þetta unga fólk enga vinnu við sitt hæfi hérlendis blasi við sú ógnun að ijóminn af því fari úr landi í atvinnuleit og það finnst mér skelfileg tilhugsun. LANGT Á EFTIR ÖDRUM ÞJÓÐUM í GJALDEYRISÖFLUN Skuldastaða ríkisins er vægast sagt hrikaleg, bæði innanlands og ut- an, og ekki er skuldastaða undir- stöðuatvinnuvegarins betri, eða þá SKILABOÐ TIL STJÓRNVALDA Davíð Scheving Thorsteinsson heimilanna. Á áratugnum 1980 til 1990 vantaði okkur 45 milljarða króna í gjaldeyrisöflun til að halda í við þró- unina í öðrum OECD-ríkjum og haldi þessi þróun áfram til aldamóta mun okkur vanta um 118 milljarða króna. Eitt hundrað og átján þúsund milljónir króna vantar, í beinhörðum gjaldeyri, til þess eins að standa í sömu sporum og fyrir 20 árum! ísland er lítið land, með lítinn heimamarkað, og vöxtur af þeirri stærðargráðu, sem við þurfum á að halda til þess eins að standa í stað, hvað þá að auka velsæld á ís- landi, verður því að koma að utan, þ.e. að skapast af auknum útflutningi og þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni. En hvað veldur þessum ósköpum? Hví stöndum við í nánast sömu spor- um og árið 1889 (sjá skýringamynd), og það þrátt fyrir álver, járnblendi, kísiliðju, inngöngu í EFTA, EES- samninginn og svo framvegis? Skyldi ein ástæðan geta verið sú að störfum í iðnaði hefur fækkað um rúmlega 4000 síðan 1987 en störfum hjá hinu opin- bera hinsvegar fjölgað um 13 þúsund á síðustu tveimur áratugum? ARÐLAUS SÓUN FJÁRMUNA HAMLAR KJARABÓTUM Ég er sammála Jóni Sigurðssyni, forstjóra á Grundartanga sem sagði í grein í Morgunblaðinu í fyrra að há verðbólga á árunum eftir 1970 og sú sífellda tilhneiging að íslenska krónan hafi lengst af verið mikið yfirskráð væri algerlega banvæn fyrir allar hug- myndir um þróun útflutningsiðnaðar. Jón sagði að það hafi lengi verið til- hneiging í þjóðfélaginu að meta fram- farir eftir þeim fjármunum sem þær taki til sín fremur en árangrinum sem þær skili. Við höfum til dæmis á und- anfömum tuttugu árum tvöfaldað sóknargetu fiskiskipaflotans en á sama tímabili hefur þorskaflinn minnkað um helming. Jón sagði að þessi aðferð hafi bein- hnis komið í veg fyrir alla möguleika til bættra kjara fyrir fólkið í landinu því Takið eftir! Þetta er ekki prentvilla: STÖNDUM í SÖMU SP0RUM 0G1889! Þrátt fyrir álver, járnblendi, kisiliðju, inngöngu íEFTA, EES-samninginn ogsvo framvegis, segirDavíð Scheving, athafnamaður og fyrrum formaður iðnrekenda MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N. 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.