Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 56
EFNAHAGSMÁL 13 ÞÚSUND NÝ OPINBER STÖRF Skyldi ein ástæðan geta verið sú að störfum í iðnaði hefur fækkað um rúmlega 4 þúsund síðan árið 1987 en störfum hjá hinu opinbera hefur hins vegar fjölgað um 13 þúsund á síðustu tveimur áratugum? □ standið í atvinnulífi okkar ís- lendinga er langt frá því að vera ásættanlegt. Tökum nokkur dæmi: Hagvöxtur er lítill, mun minni en hjá öðrum OECD-ríkj- um. Sá litli hagvöxtur, sem þó er, hefur byggst á Smuguveiðum og karfaveiðum á Reykjaneshrygg. At- vinnuleysi hefur ekki verið meira allt frá því í kreppunni miklu á millistríðs- árunum og svo virðist sem engin lausn sé í sjónmáli að óbreyttu. Og síðast en ekki síst streymir inn á vinnumarkaðinn, þúsundum saman á hverju ári, ungt vel menntað fólk sem vill fá starf við sitt hæfí. Abyrgir menn halda því fram að 20 þúsund ný störf verði að skapa í landinu til aldamóta, það er á næstu fimm árum, því fái þetta unga fólk enga vinnu við sitt hæfi hérlendis blasi við sú ógnun að ijóminn af því fari úr landi í atvinnuleit og það finnst mér skelfileg tilhugsun. LANGT Á EFTIR ÖDRUM ÞJÓÐUM í GJALDEYRISÖFLUN Skuldastaða ríkisins er vægast sagt hrikaleg, bæði innanlands og ut- an, og ekki er skuldastaða undir- stöðuatvinnuvegarins betri, eða þá SKILABOÐ TIL STJÓRNVALDA Davíð Scheving Thorsteinsson heimilanna. Á áratugnum 1980 til 1990 vantaði okkur 45 milljarða króna í gjaldeyrisöflun til að halda í við þró- unina í öðrum OECD-ríkjum og haldi þessi þróun áfram til aldamóta mun okkur vanta um 118 milljarða króna. Eitt hundrað og átján þúsund milljónir króna vantar, í beinhörðum gjaldeyri, til þess eins að standa í sömu sporum og fyrir 20 árum! ísland er lítið land, með lítinn heimamarkað, og vöxtur af þeirri stærðargráðu, sem við þurfum á að halda til þess eins að standa í stað, hvað þá að auka velsæld á ís- landi, verður því að koma að utan, þ.e. að skapast af auknum útflutningi og þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni. En hvað veldur þessum ósköpum? Hví stöndum við í nánast sömu spor- um og árið 1889 (sjá skýringamynd), og það þrátt fyrir álver, járnblendi, kísiliðju, inngöngu í EFTA, EES- samninginn og svo framvegis? Skyldi ein ástæðan geta verið sú að störfum í iðnaði hefur fækkað um rúmlega 4000 síðan 1987 en störfum hjá hinu opin- bera hinsvegar fjölgað um 13 þúsund á síðustu tveimur áratugum? ARÐLAUS SÓUN FJÁRMUNA HAMLAR KJARABÓTUM Ég er sammála Jóni Sigurðssyni, forstjóra á Grundartanga sem sagði í grein í Morgunblaðinu í fyrra að há verðbólga á árunum eftir 1970 og sú sífellda tilhneiging að íslenska krónan hafi lengst af verið mikið yfirskráð væri algerlega banvæn fyrir allar hug- myndir um þróun útflutningsiðnaðar. Jón sagði að það hafi lengi verið til- hneiging í þjóðfélaginu að meta fram- farir eftir þeim fjármunum sem þær taki til sín fremur en árangrinum sem þær skili. Við höfum til dæmis á und- anfömum tuttugu árum tvöfaldað sóknargetu fiskiskipaflotans en á sama tímabili hefur þorskaflinn minnkað um helming. Jón sagði að þessi aðferð hafi bein- hnis komið í veg fyrir alla möguleika til bættra kjara fyrir fólkið í landinu því Takið eftir! Þetta er ekki prentvilla: STÖNDUM í SÖMU SP0RUM 0G1889! Þrátt fyrir álver, járnblendi, kisiliðju, inngöngu íEFTA, EES-samninginn ogsvo framvegis, segirDavíð Scheving, athafnamaður og fyrrum formaður iðnrekenda MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.