Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 57
arðlaus sóun fjármuna búi til
atvinnu um skamma hríð en
komi í veg fyrir kjarabætur
til lengri tíma litið. Þessu er
ég sammála.
Og þá vaknar spurningin:
Hvað er til ráða?
VERÐUM AÐ HÆTTA
GULLGRAFARA
HUGSUNARHÆTTINUM
Atvinnustig og afkoma
heimilanna byggist, þegar til
langs tíma er litið, á því að á
íslandi séu starfandi útflutn-
ings- og samkeppnisfyrir-
tæki sem skila góðum hagn-
aði og því að starfsskilyrði
atvinnulífsins séu slík að
hægt sé að setja á stofn ný
útflutnings- og samkeppnis-
fyrirtæki sem hægt sé að
reka með góðum hagnaði.
Hin úr sér gengna núll-
stefna stjómvalda, það er,
þegar meðaltal fyrirtækja í
sjávarútvegi, sem ekki
greiða fyrir hráefni sitt til
eigenda auðlindarinnar, vel
að merkja, em rekin á núlli,
er helstefna. Því, ef sjávar-
útvegurinn er rekinn á núlli,
hvað er þá að segja um þá
starfsemi sem greiða þarf
fullt gjald fyrir hráefni sín?
Fmmforsendan er að við
breytum hugsunarhætti
okkar, áherslum og viðhorf-
um. Við verðum að hætta
gullgrafara- og veiðimanna
hugsunarhættinum, hætta
að bíða eftir stóra Lottó-
vinningnum, hætta að bíða
eftir því að einhver annar
leysi málin fyrir okkur. Við verðum að
fara að skilja að það em engar patent-
lausnir sem leysa vandann sem við
okkur blasir. Ekki álver, ekki zin-
kverksmiðja, ekki rafstrengur til
Skotlands og ekki aðild að Evrópu-
sambandinu. Margt af þessu, sem ég
nefni hér að ofan, er góðra gjalda vert
en vandinn, sem við okkur blasir, er
svo hrikalegur að ekkert dugir annað
en gmndvallarbreyting á sjálfu efna-
hagskerfinu, starfsskilyrðum at-
vinnulífsins, til að einhver von sé til
þess að okkur takist að vinna bug á
Þróun útflutningsgreina
Síðustu ár
Fyrir
100 árum
Hlutfall iðnaðar af útflutningi íslendinga hefur sáralít-
ið breyst á 100 árum þrátt fyrir álver, járnblendi, kísil-
iðju, inngöngu í EFTA og EES. Fyrir hundrað árum var
útflutningur iðnaðarvara 14% en árið 1991 var hann
17%.
Davíð Scheving Thorsteinsson er landskunnur at-
hafnamaður. Hann var framkvæmdastjóri Smjörlíkis-
Sólar í áratugi og formaður Félags íslenskra iðnrek-
enda um árabil.
vandanum. Við verðum að breyta
hinni óvinsamlegu afstöðu okkar til
atvinnurekstrar. Öfundin er þjóðar-
löstur okkar íslendinga og hugsunar-
hátturinn: Ef þú græðir þá ertu þjófur
en ef þú tapar þá ertu aumingi, verður
að breytast.
MIKILVÆGT AÐ
STÖÐUGLEIKINN HALDIST
Stjómvöld verða að viðhalda þeim
stöðugleika sem hér hefur ríkt um
skeið. Það verður að hemja sveiflum-
ar sem hingað til hafa tröllriðið efna-
hagslífinu og þar með þær
stórfelldu sveiflur sem hafa
einkennt þróun raungengis
hér á landi. Það verður að
sjá til þess að aðgangur at-
vinnulífsins að lánsfé sé
greiður og að lánskjör séu
samsvarandi og í þeim lönd-
um sem við keppum við.
Fyrirtæki þurfa að hafa að-
gang að „þolinmóðu" fé til
nýsköpunar og fjárfestinga.
Við verðum að vera opin
fyrir samvinnu og fjárfest-
ingu erlendra aðila á íslandi.
GJALD FYRIR AFNOT AF
AUÐLINDUM SJÁVAR
Síðast en ekki síst þá
verðum við að taka upp gjald
fyrir afnot af auðlindum sjáv-
ar og jafnframt að lækka
gengið, þannig að afkoma
sjávarútvegsins skerðist
ekki. Við verðum að lækka
virðisaukaskatt á móti til að
vega upp á móti verðhækk-
ununum. Aðrar greinar
þurfa að greiða fyrir hráefni
sitt og því er það réttlætis-
mál að sjávarútvegurinn
geri það lílta. Það em hags-
munir margra að gengið sé
skráð miðað við það að sjáv-
arútvegurinn greiði fyrir
hráefni sitt.
Ég tala hér ekki út frá
þröngum sérhagsmunum
iðnaðarins. Fólkið í iðnaðin-
um á ekki eitt þessa hags-
muni. Þá á líka fólkið í fisk-
vinnslunni og þá ekki síst
það sem fullvinnur sjávar-
fang í notendaumbúðir, fólkið sem er
að brydda upp á nýjungum í annarri
matvælaframleiðslu til útflutnings,
fólkið í ferðaþjónustunni, fólkið sem
vill fást við lífræna ræktun landbúnað-
arvara, jafnvel flestir bændur, verk-
fræðingar, hönnuðir, fólk í hugbúnað-
ar-, kvikmynda-, hljómdiska- og
myndbandagerð sem vill leita fyrir
sér á erlendum markaði.
Allt þetta fólk, og eflaust miklu
fleira, á samleið með fólkinu í útflutn-
ings- og samkeppnisgreinum iðnaðar.
Hagsmunirnir eru þeir sömu.
57