Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 66

Frjáls verslun - 01.10.1995, Page 66
ÞJOÐLIF „Nei, “ segirhöfundur greinarinnar og vitnar í Þórólf Þórlindsson prófessor: „Hamingju Islendinga ekki aö leita í lífspægindum peirra heldur ópægindum“ Híslandi, sem er kuldalegur staður í norðri, býr hamingju- samasta þjóð í heimi. — Á þessum orðum hefst grein í banda- ríska viðskiptatímaritinu Forbes hinn 23. október sl. Höfundurinn, Richard C. Morais, lýsirþvíhversu sterkáhrif Iandið okkar hafði á hann. í upphafs- orðunum er Richard að vitna í Gallup könnun sem gerð var á hamingju átján þjóða. Hann heldur áfram á þessa leið: „Hvað ætli geri íslendinga svona ánægða með lífið? Ég fann eina af ástæðunum mitt í hraunbreiðunni." Það er ekki eins og Richard þessi hafi einungis komið hingað til lands í eitt skipti og dregið ályktun sína af einhveijum skyndikynnum við land og þjóð heldur hefur hann komið hing- að a.m.k. einu sinni á ári í nítján ár. Niðurstaða könnunar Gallup fyrir- tækisins kom honum því ekki á óvart. í könnuninni var ísland í langefsta sæti því 82% af íbúum landsins reynd- ust vera ánægðir með lífið. í fimmta sæti voru Bandaríkjamenn með 72% en Japan var t.d. aðeins með 42% af ánægðum íbúum. Óhamingjusamastir voru Mexíkóbúar og Ungverjar en í þessum tveimur löndum er tala þeirra hamingjusömu miklu lægri en þeirra óhamingjusömu. Richard segir að margir haldi því eflaust fram að niðurstöður könnun- arinnar hljóti að vera tilviljun ein. Landið sé svo lítið að hver sem er geti fengið viðtalstíma hjá forsetanum. Og hvað ætli ísland geti svo sem kennt Ameríku með sín risastóru vanda- mál? Samt er þetta önnur könnunin sem sýnir að á íslandi býr hamingju- samasta þjóð í heimi. ER ÍSLAND UNDRALAND? Er ísland kannski bara undraland? „Nei,“ segir Ricard C. Morais, „ís- land er ekkert undraland. I miðborg Reykjavíkur steypast sjómenn ofan í rennusteina, teyga brennivín og syngja í þeim tilgangi að heyra sjálfa sig öskra. íslendingar eru miklir drykkjumenn, þó ekki eins miklir og Finnar eða Danir, en á íslandi er nokkur hefð fyrir því að fara á „fyllirí". Siðgæðisvitund þjóðarinnar er heldur ekki það sem sumir myndu hrópa húrra fyrir. Sem dæmi má nefna að um 330/0 bama eru fædd utan hjóna- bands. En þetta er einmitt það sem gerir Gallup könnunina svo áhuga- Ungar mæður með böm sín í miðborg Reykjavíkur. „Á íslandi er lægsta dánartíðni nýbura í heiminum og auk þess eru Islendingar meðal þeirra sem lifa lengst.“ Þórir Hlynur Þórisson sjómaður eyddi sumarfríi sínu sem leiðsögumaður í fullu starafi við Norðurá. Vinnan þar var honum ánægja en ekki kvöl. Islendingar em vinnualkar en þeir era hamingjusamir, segir í Forbes. TEXTI: SÓLVEIG BALDURSDÓTTIR 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.