Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 18
Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags-Tímans. Honum er ætlað að safna þúsundum nýrra áskrifta að Degi-Tímanum í
vetur með því að framleiða gott blað - sem selst.
Fjölmidlahasar hefur ríkt ad undanförnu. En sá hasar er aðeins hyrjunin. Miklar
jölmiðlahasar undanfarinna ára hefur að mestu
snúist um baráttu hluthafa um yfirráð í íslenska
útvarpsfélaginu, Stöð 2. Nú hefur hasarinn teygt
sig inn á fleiri fjölmiðla. Reyndar héldu allir að nokkrar
væringar yrðu í fyrrahaust á milli Stöðvar 2 og Stöðvar
3. En af þeim varð aldrei. Stöð 3 hefur ekki getað selt
áskrift vegna þess að myndlyklana hefur vantað. Nú
heyra menn hins vegar vopnagný og hófadyn. Baráttan
er byrjuð. Teningnum hefur verið kastað. Ekki aðeins á
milli Stöðvar 2, Sýnar og Stöðvar 3 heldur ekki síður á
milli dagblaðanna með tilkomu Dags-Tímans. Og þótt
sjónvarp og dagblað séu ekki sami hluturinn keppa allir
við alla. Stríðið snýst nefnilega um áskrifendur sem
setja ekki endalaust fé í fjölmiðla. Einhver fjölmiðill
lætur því undan þegar upp verður staðið.
STEFÁN JÓN OG HEIMIR
Tveir nýir hershöfðingar eru komnir í fremstu víglínu
sinna fjölmiðla. Það eru þeir Stefán Jón Hafstein, ritstjóri
Dags-Tímans, ogHeimir Karlsson, sjónvarpsstjóri Stöðv-
ar 3. Mikið er lagt á þeirra herðar. Þeim er ætlað að selja
þúsundir áskrifta á næstu mánuðum. Stöð 3 hyggst selja
um 20 þúsund áskriftir og Dagur-Tíminn hefur sett markið
á um 18 til 20 þúsund áskrifendur. Þeirra félaga bíður mikið
verk - svo ekki sé meira sagt.
Stríðið á milli íslenska útvarpsfélagsins, sem rekur
18