Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 24

Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 24
MIKIÐ HEFUR GENGIÐ Á Fjölmiðlahasarinn síðastliðið eitt og hálft ár hefur ekki hvað síst einkennst af miklum mannabreytingum á æðstu stöðum á fjölmiðlunum. Segja má að ballið hafi byrjað í febrúar 1995 þegar Hörður Einarsson, framkvæmdastjóri og annar aðaleigandi DV, seldi Sveini R. Eyjólfssyni, stjómarformanni DV, helmingshlut sinn í Frjálsri fjölmiðl- un. Þar með var Sveinn orðinn einráður á DV og langstærsti eigandinn. Þessar sviptingar voru bara byrjunin á frétt- um um mannabreytingar. Síðan hafa þær orðið margar. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, hætti í fyrrahaust sem ritstjóri DV eftir nær sextán ára starf. Guðmundur Magnússon, fréttastjóri DV, lét af störfum í fyrravor eftir um ársstarf sem fréttastjóri DV en ráðning hans kom nokkuð á óvart á sínum tíma. Enginn hefur verið ráðinn ritstjóri í stað Ellerts. Ulfar Steindórsson var ráðinn sjónvarps- stjóri á Stöð 3 í fyrrahaust. Hann kom frá Vinnslustöðinni í Eyjum þar sem hann var fjár- málastjóri og helsti samstarfsmaður Sighvats Bjarnasonar, framkvæmdastjóra og stjómar- formanns SÍF. Heimir Karlsson, fyrrum íþróttafréttamað- ur Stöðvar 2 og Ríkissjónvar- psins, hefur verið ráðinn sjónvarpsstjóri Stöðvar 3. Hann tekur við um áramótin. Ulfar hefur hins vegar verið ráðinn sem framkvæmda- stjóri sölufyrirtækis SÍF í Barcelona á Spáni. Úlfar er því farinn að vinna aftur undir stjórn - þótt óbein sé - vinar síns og félaga, Sighvats Bjarnasonar úr Eyjum. Þá tók Bogi Þór Siguroddsson, formaður ímarks og fyrrum markaðs- stjóri Hans Petersen, við starfi markaðsstjóra Stöðvar 3 fyrir nokkrum mánuðum. Breytingar á æðstu stöðum teygðu sig líka inn á Ríkis- útvarpið. Þannig var Markús Örn Antonsson, fyrrum út- varpsstjóri og borgarstjóri, ráðinn sem framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Markús hafði þá unnið í um eitt ár, eða frá sveitarstjórnarkosningunum vorið 1994, með Jóhanni Briem í Myndbæ. Á Morgunblaðinu urðu framkvæmdastjóraskipti sl haust. Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri blaðsins um árabil, lét af störfum vegna aldurs. Við starfi hans tók Hallgrímur Geirsson, lögmaður og stjómarformaður Ár- vakurs um níu ára skeið. Árvakur er útgáfufélag Morgun- blaðsins. Haraldur tók hins vegar við sem stjórnarformað- ur í Árvakri af Hallgrími. Um mitt sumar í fyrra var farið að kvisast út í fjölmiðla- heiminum að Eyjólfur Sveinsson, 32 ára aðstoðarmaður forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, væri að taka við starfi framkvæmdastjóra DV, Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Einhver mesta breytingin í fjöl- miðlaheiminum er brotthvarf Ellerts B. Schram af DV. FORSÍÐUEFNI Eyjólfur, sem er sonur Sveins R. Eyjólfssonar, aðaleig- anda DV, tók síðan formlega við sem framkvæmdastjóri um sl. áramót. Þegar Stöð 3 blés í herlúðra sl. haust svaraði íslenska útvarpsfélagið fyrir sig með því að dusta rykið af sjón- varpsstöðinni Sýn. Páll Magnússon, fyrrum sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, var ráðinn sjónvarpsstjóri Sýnar. Segja má að þetta ár hafí hafist eins og það síðasta endaði í fjölmiðlaheiminum. Fyrsta nýársbomban féll þegar aðeins nokkrir dagar voru liðnir af árinu, Jafet Ólafsson, útvar- psstjóri íslenska útvarpsfélagsins, lét skyndi- lega af störfum og tók aðaleigandi félagsins, og stjómarformaður þess, Jón Ólafsson, við dag- legum rekstri. Þá má geta þess að einn helsti íjármálamaður Islenska útvarpsfélagsins til nokkurra ára, Bjami Kristjánsson fjármála- stjóri, er hættur hjá félaginu. Næstu óvæntu sviptingamar á fjölmiðlamar- kaðnum urðu þegar Fróði tilkynnti að hann ætlaði að hefja útgáfu á tímaritinu Séð og heyrt í mars. Samhliða þeirri útgáfu urðu nokkrar hrókeringar í ritstjómar- liði Fróða. Manniífsritstjóramir, Kristján Þorvaldsson og Bjami Brynjólfsson, tóku við ritstjóm Séð og heyrt. Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri Vikunnar og Húsa og híbýla til margra ára, tók við Mannlífi. Elín Albertsdóttir, blaðamaður á DV, tók í framhaldinu við ritstjóm Húsa og híbýla. Samhliða var ákveðið að gefa Vikuna ekki út nema þrisvar á ári. Um þetta leyti hætti markaðsstjóri Fróða til nokkurra ára, Helgi Rúnar Óskarsson, og hóf rekstur á Subway skyndibitakeðjunni í Kaupmannahöfn. Verulegar mannabreytingar hafa orðið við sameiningu Dags á Akureyri og Tímans í Dag-Tímann. Ritstjórar Dags, bræðurnir Jóhann Ólafur og Óskar Þór Halldórs- synir, sögðu upp störfum um leið og fyrir lá að Stefán Jón Hafstein hefði verið ráðinn ritstjóri hins nýja blaðs. Bræð- urnir voru beðnir um að taka við ritstjórn Dags fyrir rúmum tveimur árum þegar mjög hallaði undan fæti í rekstri blaðsins. Hafði þeim tekist að rétta reksturinn við - en það dugði ekki til að þeir héldu ritstjórastöðunum. Valgerður Jóhannsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur verið ráðin fréttastjóri Dags-Tímans og Hildur Helga Sigurðardóttir, fréttaritari Ríkissjónvarpsins í Lon- don um langt skeið, hefur verið ráðin ritstjómarfulltrúi. Loks má geta þess að ritstjóri Tímans í Reykjavík, Jón Kristjánsson, alþingismaður Austfirðinga, lét af ritstjóra- störfunum með tilkomu Dags-Tímans. En Birgir Guðmundsson, fréttastjóri Tímans, flytur hins vegar norður yfir heiðar til Akureyrar og gerist aðstoðarritstjóri Dags-Tímans. 24

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.