Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 35

Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 35
Veitingar. Máltíðin þín er tilbúin. Gjörðu svo vel. Gisting. Á fyrsta flokks hóteli eru fyrsta flokks herbergi. ætti að minnsta kosti ekki að vefjast fyrir útlendingum að nefna salinn „en Attahagasalsnafnið var algjör tungu- brjótur í þeirra munni,” segir Jónas. EITTHVAÐ FYRIR ALLA - FRÁ VÖGGU TIL GRAFAR „Hótel Saga - þín saga” er nýtt slag- orð hótelsins og ekki að ástæðulausu. Til hótelsins geta gestir sótt flest það sem þeir óska sér og við hvaða tæki- færi sem er. Þar eru haldnar brúð- kaupsveislur, afmælismóttökur, árshá- tíðir, fundir, fermingarveislur og erfis- drykkjur. Hótel Saga getur því verið hluti af hvers manns sögu nánast frá vöggu til grafar. „Við höldum hér brúðkaupsveislur og vöndum sérstak- lega til þeirra. Brúðhjónin fá gjöf frá hótelinu - kvöldverð í Grillinu á eins árs brúðkaupsafmæl- inu. Þá er algengt að brúðhjón snæði kvöldverð í Grillinu að kvöldi brúðkaupsdagsins og gisti loks í einni af svítum hótelsins. Við reynum svo sannarlega að dekra við þessa gesti eins og reyndar alla okkar gesti,” bætir Jónas við. Eitt það nýjasta, sem boðið er upp á, er „rómatísk saga”, gisting í svítu, heimsókn í heilsuræktina og kvöldverður í Grillinu ásamt fordrykk. „Þetta hefur mælst mjög vel fyr- ir, sérstaklega meðal Reykvikinga, og er hugsað sem hvatning til fólks um að notfæra sér möguleikana sem fyr- ir hendi eru. „Rómantísk saga” er vinsæl gjöf handa pabba Ráðstefnur. Á Sögu er fullkominn tækjabúnaður fyrir ráðstefnur og fundi. og mömmu eða einhverjum vinum sem erfitt er að finna fyrir viðeigandi gjöf við hátíðlegt tækifæri.” Ekki er óalgengt að bókanir fyrir ráðstefnur séu gerðar 2-3 ár fram í tímann og allt upp í 5-7 ár. Nýverið vildi sviss- neskur aðili panta gistingu um næstu áramót en fékk því miður þau svör að hótelið væri fullt um áramót allt fram til áramótanna 2001 og 2. Til skamms tíma var þetta dauður tími en nú er öldin önnur! HOTEL SAGA Við Hagatorg, sími 552 9900, fax 562 3980 Brúðkaup. Rómantísk saga. Ófáar brúðkaupsveislumar hafa verið á Sögu. Jónas Hvannberg hótelstjóri. 35

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.