Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 44

Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 44
Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, hyllt fyrir utan heimili sitt á Seltjarnarnesi sunnudagskvöldið 30. júní sl. Stjórnmál: LOS Á KIÓSENDUR Eru úrslit forsetakosninganna vísbending umpólitískar breytingar? Mun sigur laginu? Hvada vit er í kenningu Svavars Gestssonar um pólitísk úrslit? Hafa að markar viss tímamót í ís- lenskum stjómmálum þegar einn umdeildasti stjómmála- maður síðari ára býður sig fram til embættis forseta íslands og sigrar keppinauta sína með afgerandi yfir- burðum eða 41% atkvæða. Tímamót- in felast ekki síst í því að um er að ræða fyrrverandi formann Alþýðu- bandalagsins; flokks sem aðeins einu sinni í sögu sinni hefur tekist að höfða til meira en 20% kjósenda í alþingis- kosningum og við myndun sam- steypustjórna hefur flokksmönnum hvorki verið treyst fyrir forsætis- né utanríkisráðuneytinu. Menn greinir hins vegar á um hvort kjör hans feli í sér vísbendingu um að frekari umskipta sé að vænta í ís- lenskum stjómmálum. Svavar Gests- son, þingmaður Alþýðubandalagsins, MYNDIR: SIGURJÓN RAGNAR SIGURJÓNSSON 0G lýsti því yfir á kosninganóttina, áður en talningu var lokið, að með því að leggja saman fylgi Ólafs Ragnars og Guðrúnar Agnarsdóttur mætti sjá að um 70% þjóðarinnar skilgreindu sig vinstra megin í stjómmálum og þess- ar tölur væri ekki hægt að skilja á annan hátt en sem ákveðin skilaboð kjósenda um nánara samstarf vinstri flokkanna. Ekki hefur þó öllum þótt þessi stjórnmálaskýring Svavars sannfærandi og ýmsir samflokks- menn hans hafa í samtölum við höfund þessarar greinar lýst henni sem of- Greinarhöfundur, ÓlafurE. Friðriksson blaðamaður, hefur fjallað um stjómmál í áraraðir. Hann veltirþví hér fyrir sér hvort úrslit forsetakosninganna séu vís- bending um þólitískar breytingar? KRISTÍN BOGADÓTTIR 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.