Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 48
ins, því Ólafur mun aðeins hafa fengið stuðning rúmlega helmings þeirra sem þar sitja. Þessi staðreynd endurspeglar ágreininginn innan Alþýðubandalags- ins milli þeirra sem aðhyllast þá end- urnýjun á stefnumálum flokksins sem Ólafur Ragnar var í forsvari fyrir og hinna hinna íhaldssamari sósíalista af gamla skólanum. Talið er að sigur Ól- afs í forsetakosningunum og brott- hvarf hans úr flokknum í kjölfar þess, styrki stöðu hinna síðamefndu, sem muni leiða til átaka í flokknum og veikja stöðu hins nýja formanns, Mar- grétar Frímannsdóttur. Gísli Gunnarsson sagnfræðingur, sem var eindreginn stuðningsmaður Ólafs Ragnars innan Alþýðubanda- lagsins og í forsetakosningum, bendir einnig á að í forsetakosningum greiði brotthvarf Ólafs Ragnars úr stjórn- málum muni efla veg fyrrum and- stæðinga hans innan Alþýðubanda- lagsins, sem hafi það í för með sér að múramir á milli Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins muni aukast. Hann segir að það bæti ekki úr skák að stuðningsmenn Ólafs Ragnars inn- an flokksins séu mjög gramir út í Jón Baldvin, fyrir hversu harkalega hann beitti sér gegn Ólafi í kosningabarátt- unni. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, metur stöðuna á svipaðan hátt. Hún segir að því verði ekki á móti mælt að Ólafur Ragnar hafi stað- ið fyrir ákveðnu frjálsræði og nýsköp- un í sósíalisma Alþýðubandalagsins og með brotthvarfi hans muni sá arm- ur, sem stendur lengst til vinstri, styrkjast. Það muni skerpa skilin á Hins vegar er ekki auðvelt að draga ákveðnar ályktanir af því hvaða pólit- ískar afleiðingar þetta hefur í för með sér í nánustu framtíð. En næstu þing- kosningar eiga ekki að vera fyrr en eftir tæp þrjú ár og margt getur breyst á þeim tíma. Sumir hafa leitt getum að því að með kosningu Ólafs Ragnars hafi kjósendur fengið ákveðna útrás og seta hans í forseta- embætti muni koma núverandi stjómarflokkum til góða í næstu kosningum. Það er að minnsta kosti umhugsunarvert að í síðustu forseta- kosningum gekk Sjálfstæðisflokkur- inn í fyrsta sinn til slíkra kosninga án þess að vera klofinn ofan í rót í af- stöðu til frambjóðenda, eins og gerð- ist með séra Bjama, Gunnar Thor- oddsen og Albert. Hvort það muni nýtast flokknum veit enginn á þessari KENNING SVAVARS GESTSSONAR ALGALIN? „Ef þessi kenning Svavars væri rétt þá yrðu vissulega byltingarkennd umskipti f íslenskum stjórnmálum. En það sjá allir að þessi kenning er algalin. “ — Jón Baldvin Hannibalsson. fólk frekar atkvæði eftir stéttarstöðu en í alþingiskosningum. Það hafi sýnt sig í þessum kosningum að hlutfalls- lega mest af fylgi Ólafs Ragnars hafi komið frá verkafólki. Hann segir að það sé merkilegt að forsetakosning- ar, sem hafi lítið pólitískt vægi, skulí vera stéttbundnari en þær kosningar þar sem tekist er á um hina raunveru- lega hagsmuni, en þetta sé engu að síður staðreynd sem alþýðubanda- lagsmenn verði að hafa í huga ef þeir ætli að nýta sér úrslit forsetakosning- anna til pólitísks ávinnings. Úrslitin muni því ýta undir þau öfl í Alþýðu- bandalaginu sem vilji reyna að efla verkalýðseðli flokksins. Það muni hins vegar leiða til harðari árekstra við þjóðemissinnana í flokknum, en undir þann hatt setur hann meðal ann- ars Hjörleif Guttormsson og Stein- grím J. Sigfússon. Gísli telur að þetta gæti orðið átakamál innan flokksins í nánustu framtíð. SAMEINING VINSTRIMANNA Ekki er Gísli heldur trúaður á að úrslit forsetakosninganna muni auka samstarf flokkanna á vinstri vængn- um. Þvert á móti telur hann að milli Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags með þeim afleiðingum að erfiðara verði að sameina félagshyggjuflokk- ana. Jóhanna telur að þessi þróun geti jafnvel leitt til klofnings innan Alþýðu- bandalagsins. „Það hafa ýmsir fylgt Alþýðubandalaginu í þeirri trú að Ólafur Ragnar myndi rétta af kúrsinn. Ef fýrmrn andstæðingar hans ná aftur yfirhöndinni getur það orðið til þess að þeir, sem áður studdu Ólaf Ragn- ar, verði fráhverfir Alþýðubandalag- inu og fari að leita sér að vettvangi í nýjum jafnaðarmannaflokki. “ BOÐA ÚRSLITIN PÓLITÍSKAR BREYTINGAR? Forsetakosningamar hafa augljós- lega komið miklu róti á flokkshollustu kjósenda, eins og sjá má á því að stór hluti þeirra, sem telja sig stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins, greiddi fyrrverandi formanni Alþýðubanda- lagsins atkvæði sitt. Slíkt hefði verið nánast óhugsandi fyrir aðeins fáeinum árum, sem sýnir að andstæðurnar í íslenskum stjómmálum hafa minnkað verulega og þungamiðja þeirra er að færast nær miðju. Kalda stríðinu er greinilega lokið í hugum kjósenda. stundu. Enginn veit heldur hvað Guð- rún Agnarsdóttir muni gera, en hún hefur lýst yfir að hún ætli að skoða hvort sú samstaða, sem náðist um framboð hennar, geti orðið grunvöll- ur að frekari pólitískum afskiptum. Framboð hennar gæti hugsanlega nýtt sér það los sem komið hefur á kjósendur. Eitt er þó víst að það er ekki hægt að leggja svo einfalt mat á niðurstöður forsetakosninganna að 70% kjósenda hafi verið að lýsa yfir stuðningi við vinstri flokkana með atkvæði sínu og það boði samsvarandi fylgisaukningu þeirra í næstu þingkosningum. Sagan sýnir að það er ekkert einfalt orsaka- samband þar á milli. Það er reyndar margt sem bendir til að úrslitin muni valda enn frekari klofningi í þeim her- búðum, en það útilokar samt ekki að fram komi nýtt framboð frjálslyndari jafnaðarmanna, sem standi nær miðj- unni en Alþýðubandalagið. Það er að vísu varasamt að gera ráð fýrir að sagan endurtaki sig í sífellu, en sé tekið mið af fyrri forsetakosningum má ætía að það hafi skapast svigrúm fýrir nýtt framboð og ákveðna nýsköp- un í íslenskum stjómmálum. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.