Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Side 50

Frjáls verslun - 01.07.1996, Side 50
að er ekki einfalt mál að setja á markaðinn nýja matvöru. Það vita þeir sem reynt hafa. Markaðurinn er fljótur að dæma og ef varan líkar ekki, svarar ekki vænting- um neytenda, þá er hún ekki keypt nema einu sinni. Og það hefur enginn efni á því að leggja kostnað í vöruþró- un, umbúðahönnun og auglýsingar fyrir vöru sem markaðurinn hafnar. I sumar, reyndar á tíma sem marg- ir markaðssérfræðingar telja afar óheppilegan til markaðssetningar á nýrri vöru, setti Myllan á markað nýtt brauð, Heimilisbrauð. Auglýsingaherferðin fyrir Heimilis- brauðin vakti athygli fyrir marga þætti. Fyrir það fyrsta má nefna verulega áherslubreytingu hjá Myll- unni. í stað þess að búa til lítið róm- antískt bakarí, þar sem handverk og heimilislegur bakari eru í öndvegi, er áhorfandanum sýnt inn í nútímalega brauðverksmiðju og sjálfur forstjór- inn, Kolbeinn Kristinsson, stendur fyrir framan myndavélina og segir frá ágæti brauðsins og verksmiðjunnar. íslenska auglýsingastofan hefur um árabil séð um umbúðahönnun og auglýsingar fyrir Mylluna og það sama var uppi á teningnum hvað Heimilisbrauðið varðaði. Jónas Ólafs- son, hjá íslensku auglýsingastofunni, segir að vitaskuld sé það óhefðbundin aðferð að fá forstjóra á borð við Kol- bein til þess að kynna vöru fyrirtækis síns. „Þetta hefur að vísu verið gert áður, með misjöfnum árangri, en þá hefur yfirleitt verið um að ræða menn sem eru þekktir í þjóðfélaginu, menn sem eru nokkurs konar holdgerving- ar fyrirtækjanna sem þeir stjórna. Kolbeinn tilheyrir hins vegar ekki þeim flokki manna. Þótt hann sé þekktur maður innan viðskiptaheims- ins er hann ekki einn af þeim sem „nánast hvert mannsbam þekkir“. Að því leyti er Kolbeinn frábrugðinn öðr- um forstjórum sem birst hafa í auglýs- ingum.“ Jónas segir að vissulega hafi menn vegið það og metið hvort rétt væri að nota Kolbein í auglýsinguna „en okk- ur fannst það vel tilraunarinnar virði. Bæði vegna athyglisgildisins, sem það hefur, og ekki síður vegna þess að við töldum það mikilvægt að for- MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Myllunnar, var í aðalhlutverki auglýsingarinnar. VAR RÉTT AÐ stjórinn kæmi fram fyrir skjöldu og væri persónulega ábyrgur fyrir fram- leiðslunni." Kolbeinn segir að hugmyndin um að hann tæki þátt í auglýsingunni og yrði í raun og veru þungamiðja hennar hafi komið sér mjög á óvart. „Ég var staddur erlendis þegar auglýsinga- mennirnir hringdu í mig og bám þetta undir mig. Ég viðurkenni að ég var ekkert sérstaklega hrifmn af hug- myndinni, en sem forstjóri verð ég, rétt eins og aðrir í fyrirtækinu, að gera allt sem ég get til þess að selja framleiðsluvörur okkar. Það var mat fagmanna að þetta væri rétt leið og þess vegna ákvað ég að slá til. En þess ber að geta að ég setti ákveðin skilyrði. Ég var tilbúinn í tilraunaupp- töku og óskaði eftir mjög gagnrýnum viðbrögðum frá ölium þeim, sem tengdust verkefninu, og það átti ekki að gera minni kröfur til mín en til fagmanna á þessu sviði!“ Ekki þarf að fara mörgum orðum um það á hvaða veg gagnrýnin var, Kolbeinn birtist í auglýsingunni og það er mat margra að hann sé ekki slakari en margir atvinnumenn á þessu sviði. En af hverju var litla bakaríið með mjúku og notalegu lýs- ingunni aflagt í auglýsingum Myllunn- ar og þess í stað ákveðið að sýna inn í verksmiðjuna? Kolbeinn segir að margir íslend- ingar séu með ranghugmyndir um brauð. „Það eru því miður allt of margir sem halda að brauðið haldist ekki lengi mjúkt og gott nema að í því séu rotvamarefni. Þetta er mesta vit- leysa, enda notum við þau ekki. Hins vegar er þessi nýja tækni, sem við notum, forsendan fyrir því að brauðin haldast lengi mjúk og góð með miklu rakainnihaldi. Við vildum einnig sýna neytandanum hreina og snyrtilega verksmiðju sem tryggir bestu vöru- gæði.“ í texta auglýsingarinnar er sagt að 87% neytenda vilji Heimilisbrauð. Á bak við þá fullyrðingu standa margvís- legar kannanir og forvinna sem tók heilt ár, áður en Heimilisbrauðin voru sett á markað. Kolbeinn segir að markmið Myllunnar hafi ekki einvörð- ungu verið að koma með á markaðinn 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.