Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 64
TCHA D
ahqola
T.d. liggur nú fyrir samþykkt áætlun
um APEC, Asian Pasific Economic
Cooperation, sem verður 18 meðlima
svæði við Kyrrahafið og þeirra meðal
eru Bandaríkin, Kanada, Japan,
Astralía og Kína. Um helmingur
heimsverslunarinnar er á þessu
svæði. Hættan við svæðisbundnu
samkomulögin liggur í því að sérstak-
ar reglur verði á hverju svæði fyrir sig
þannig að erfitt verði að stunda við-
skipti á milli svæða.
Það veldur áhyggjum að svo virðist
sem aðilar samkomulagsins hafi við
fullgildingu samninganna haft það að
leiðarljósi að opna markaði sína sem
minnst og nýtt allar glufur, sem
samningamir buðu upp á, til þess.
Þetta á sérstaklega við um landbún-
aðarsamninginn og samninginn um
vefnaðarvörur og fatnað.
Að sjálfsögðu veltur framtíð Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar á áhuga
og frumkvæði meðlimanna og þá sér-
staklega stóru aðilanna. Stærstu aðil-
arnar og þeir áhrifamestu eru í þess-
ari röð: Bandaríkin, ESB og Japan.
Það er skemmst frá því að segja að
Japan hefur ekki haft sig mikið í
frammi í alþjóðlegum samningum og
þó svo að þeir hafi gert sig meira
gildandi á seinni árum og þá sérstak-
lega í Asíu þá bendir fátt til þess að
þeir muni láta að sér kveða á vett-
vangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinn-
ar. Sérstaklega þar sem að þeir hafa
ekki áhuga á auknu frelsi í landbúnað-
arviðskiptum en hjá því verður varla
ÍSLAND TAKI SIG Á
1. Það er sláandi að íslendingar
geti hækkað tolla á 35% af inn-
flutningi í gegnum WTO án
þess að spyrja kóng eða prest.
2. Með WTO hafa tollar komið í
stað innflutningsbanna.
3. Enginn íslenskur aðili hefur í
raun skoðað sóknarfærin sem
tengjast WTO.
4. Tollfrelsi er minna á íslandi en
annars staðar.
5. Innan OECD- ríkja eru íslend-
ingar með minnst allra af
bundnum hámarkstollum. Það
gefur íslendingum færi á fleiri
ofurtollum en öðrum þjóðum.
6. Tiltölulega stutt er í næsta
landbúnaðarsamning WTO.
Hér á landi hefur engin um-
ræða farið fram um hvaða
stefnu eigi að marka. Slík um-
ræða er þó nauðsynleg.
7. í umfjöllun OECD er hreinlega
sagt að tollbindingar séu í góðu
lagi hjá öllum nema íslending-
um.
komist í næstu viðskiptalotum. Sömu
sögu má segja um ESB en sú stofnun
og fyrirrennarar hennar hafa ekki
verið miklir talsmenn þess að auka
fríverslun innan raða GATT/Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar og í undan-
förnum viðskiptalotum verið sá aðili
sem hefur komið í veg fyrir að af sam-
komulagi yrði eða reynt að draga úr
áhrifum samninganna. A þetta sér-
staklega við um samninga um land-
búnaðarafurðir. Ekki er þó sanngimi
gætt ef því er haldið fram að ESB og
fyrirrennarar þess hafi verið á móti
frelsi á öllum sviðum en stofnunin hef-
ur ekki verið frumkvöðull og það er
ekki líklegt að breyting verði þar á þar
sem ESB hefur mestan áhuga á við-
skiptalegum og pólitískum samruna
innan eigin raða. Framtíð Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar veltur því að
stærstum hluta á áhuga Bandaríkja-
manna og hafa flestar viðskiptalotur
verið að þeirra frumkvæði. Það fer þó
mjög eftir því hverjir eru við stjóm-
völinn í landinu. Frá stríðslokum hef-
ur afstaða stóru flokkanna breyst
nokkuð til fríverslunar en frá stríðs-
lokum hafa repúblíkanar verið harðari
talsmenn fríverslunar en umræðan í
þeim flokki sem og í bandarískum
stjórnmálum undanfarið hefur ekki
verið jákvæð í garð aukins frelsis en
skjótt skipast veður í lofti.
64