Frjáls verslun - 01.07.1996, Qupperneq 71
Áróra Gústafsdóttir, verslunarstjóri verslunarkeðjunnar Dressmann, er 29 ára ísfirð-
ingur. Hún bjó í Noregi í sex ár. Þar stundaði hún nám í rekstrarfræði.
□ ann 13. júní sl. var
opnuð á Laugavegin-
um verslun sem er
hluti af norsku verslana-
keðjunni Dressmann.
„Þetta átti að vera prufubúð
fyrir Evrópu og viðtökumar
hafa verið betri en nokkur
þorði að vona,“ segir Aróra
Gústafsdóttir verslunar-
stjóri. Utan Noregs hafði
áður aðeins verið opnuð ein
verslun, í Riga í Lettlandi,
fyrir ári síðan og til stendur
að opna aðra í Póllandi í
október.
GÆÐIOG LÁGT VERÐ
Áróra er 29 ára ísfirðing-
ur. Eftir stúdentspróf frá
Ármúlaskóla árið 1986 fór
hún í íþróttakennaraskólann
á Laugarvatni í eitt ár. Þá
flutti hún til Noregs þar sem
hún bjó í sex ár, stundaði
nám í rekstrarfræði og vann
#■
ARORfl GUSTAFSDOTTIR, DRESSMANN
m.a. semþjónn. EftiraðÁr-
óra fluttist heim árið 1993
vann hún í rækju í Hnífsdal
og veturinn ’95-’96 kenndi
hún við Grunnskólann á
Flateyri.
Dressmann verslana-
keðjan er liluti af Varner
samsteypunni í Noregi sem
á 5 aðrar keðjur. Vegna
þess hve vel hefur gengið
hér eru stjómendur hinna
keðjanna famir að líta hým
auga til íslands, að sögn Ár-
óru. „Verslanir samsteyp-
unnar telja hátt á fjórða
hundrað. Þar af voru hátt í
fimmtíu keyptar í Svíþjóð í
byrjun ágúst. Þetta þýðir að
hægt er að ná hagstæðum
magninnkaupum og útskýrir
m.a. hvers vegna Dress-
mann getur boðið gæðaföt á
lágu verði,“ segir Áróra.
„Við bjóðum allt frá þægi-
legum sportfatnaði upp í
jakkaföt og allt þar á milli.
Einnig ýmsa fylgihluti svo
sem ermahnappa, bindis-
nælur, vasaklúta og skó,
svo eitthvað sé nefnt.
Starf Áróru er fólgið í
daglegri stjómun, hún af-
greiðir, pantar inn, sér um
mannaráðningar og ýmsa
pappírsvinnu eða eins og
hún segir hlæjandi: „Ég geri
allt!“ Áróra segist hafa feng-
ið góða þjálfun. Hún hafði
kennara frá Dressmann í
Noregi í einn og hálfan mán-
uð auk þess sem sérfræð-
ingar á hinum ýmsu sviðum,
svo sem í tölvumálum og
gluggaútstillingum, komu
hingað til að leiðbeina henni.
í september fer hún svo til
Noregs á upplýsingafund
þar sem nýjar. vörur verða
kynntar. Áróra segir þetta
skemmtilegt en jafnframt
kreíjandi starf. Það hafi
verið mikið að gera og einn-
ig sé opnunartíminn óvenju
langur eða til klukkan átta á
kvöldin.
FJALLAKERLING
Áróra er gift Þorsteini
Magnússyni og eiga þau
þrjú böm, Markús 8 ára,
Stefán 7 ára og Bergrós
Gígju 2XA árs. Aðaláhugamál
hennar em hvers kyns úti-
vera, hún bæði skokkar og
hjólar. „Mig dreymir um að
hlaupa maraþon, hjóla
kringum ísland og fara ríð-
andi yfir Kjöl og á áreiðan-
lega eftir að láta verða af því
þegar um fer að hægjast. Ég
er reyndar búin með hluta af
hjólreiðaferðinni því ég tók
mér húsmæðraorlof í fyrra
og hjólaði ein á Ijórum dög-
um frá ísafirði í Borgames."
Áróra hefur einnig gaman af
því að skreppa á skíði og
fara í sumarbústað fjölskyld-
unnar. „Ég er hálfgerð
íjallakerling,“ segir hún og
hlær. Auk þess að hafa
áhuga á útivist em fíkniefna-
forvamir hennar hjartans
mál. Hún vann talsvert að
þessum málum með ungl-
ingum á Flateyri og hefur
áhuga á að halda því áfram.
„Ég verð örugglega brjáluð
mamma á kvöldrölti þegar
börnin eldast,“ segir Áróra
að lokum.
TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓHIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR
71