Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Qupperneq 71

Frjáls verslun - 01.07.1996, Qupperneq 71
Áróra Gústafsdóttir, verslunarstjóri verslunarkeðjunnar Dressmann, er 29 ára ísfirð- ingur. Hún bjó í Noregi í sex ár. Þar stundaði hún nám í rekstrarfræði. □ ann 13. júní sl. var opnuð á Laugavegin- um verslun sem er hluti af norsku verslana- keðjunni Dressmann. „Þetta átti að vera prufubúð fyrir Evrópu og viðtökumar hafa verið betri en nokkur þorði að vona,“ segir Aróra Gústafsdóttir verslunar- stjóri. Utan Noregs hafði áður aðeins verið opnuð ein verslun, í Riga í Lettlandi, fyrir ári síðan og til stendur að opna aðra í Póllandi í október. GÆÐIOG LÁGT VERÐ Áróra er 29 ára ísfirðing- ur. Eftir stúdentspróf frá Ármúlaskóla árið 1986 fór hún í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni í eitt ár. Þá flutti hún til Noregs þar sem hún bjó í sex ár, stundaði nám í rekstrarfræði og vann #■ ARORfl GUSTAFSDOTTIR, DRESSMANN m.a. semþjónn. EftiraðÁr- óra fluttist heim árið 1993 vann hún í rækju í Hnífsdal og veturinn ’95-’96 kenndi hún við Grunnskólann á Flateyri. Dressmann verslana- keðjan er liluti af Varner samsteypunni í Noregi sem á 5 aðrar keðjur. Vegna þess hve vel hefur gengið hér eru stjómendur hinna keðjanna famir að líta hým auga til íslands, að sögn Ár- óru. „Verslanir samsteyp- unnar telja hátt á fjórða hundrað. Þar af voru hátt í fimmtíu keyptar í Svíþjóð í byrjun ágúst. Þetta þýðir að hægt er að ná hagstæðum magninnkaupum og útskýrir m.a. hvers vegna Dress- mann getur boðið gæðaföt á lágu verði,“ segir Áróra. „Við bjóðum allt frá þægi- legum sportfatnaði upp í jakkaföt og allt þar á milli. Einnig ýmsa fylgihluti svo sem ermahnappa, bindis- nælur, vasaklúta og skó, svo eitthvað sé nefnt. Starf Áróru er fólgið í daglegri stjómun, hún af- greiðir, pantar inn, sér um mannaráðningar og ýmsa pappírsvinnu eða eins og hún segir hlæjandi: „Ég geri allt!“ Áróra segist hafa feng- ið góða þjálfun. Hún hafði kennara frá Dressmann í Noregi í einn og hálfan mán- uð auk þess sem sérfræð- ingar á hinum ýmsu sviðum, svo sem í tölvumálum og gluggaútstillingum, komu hingað til að leiðbeina henni. í september fer hún svo til Noregs á upplýsingafund þar sem nýjar. vörur verða kynntar. Áróra segir þetta skemmtilegt en jafnframt kreíjandi starf. Það hafi verið mikið að gera og einn- ig sé opnunartíminn óvenju langur eða til klukkan átta á kvöldin. FJALLAKERLING Áróra er gift Þorsteini Magnússyni og eiga þau þrjú böm, Markús 8 ára, Stefán 7 ára og Bergrós Gígju 2XA árs. Aðaláhugamál hennar em hvers kyns úti- vera, hún bæði skokkar og hjólar. „Mig dreymir um að hlaupa maraþon, hjóla kringum ísland og fara ríð- andi yfir Kjöl og á áreiðan- lega eftir að láta verða af því þegar um fer að hægjast. Ég er reyndar búin með hluta af hjólreiðaferðinni því ég tók mér húsmæðraorlof í fyrra og hjólaði ein á Ijórum dög- um frá ísafirði í Borgames." Áróra hefur einnig gaman af því að skreppa á skíði og fara í sumarbústað fjölskyld- unnar. „Ég er hálfgerð íjallakerling,“ segir hún og hlær. Auk þess að hafa áhuga á útivist em fíkniefna- forvamir hennar hjartans mál. Hún vann talsvert að þessum málum með ungl- ingum á Flateyri og hefur áhuga á að halda því áfram. „Ég verð örugglega brjáluð mamma á kvöldrölti þegar börnin eldast,“ segir Áróra að lokum. TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓHIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.