Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 22
22 Jónína Bjartmarz lögmaður telur að konur í atvinnu- rekstri þurfi að vera sýnilegri og þannig fyrirmynd kyn- systra sinna. FV mynd: Geir Ólafsson Jónína Bjartmarz lögmadur stýrir nefnd um atvinnurekstur kvenna og situr í stjórn Landssímans og varastjórn Fjárfestingarbankans. Hún er formaóur samtakanna Heimili og skóli! Hún segir að konur eigi eha reki aóeins 20 til 35% fyrirtækja hérlendis og brýnt sé að konur í atvinnurekstri verði sýnilegri; þaö hvetji fleiri konur til aö stofna fyrirtæki. ■■■■■■■■■■■■■■ ATVINNUMÁL vi er stundum hreyft að ástæða sé til að grípa til sér- stakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna í atvinnu- rekstri. A síðasta ári setti Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á laggirnar sérstaka nefnd sem falið var að meta hvort þörf væri á sérstökum stuðningsaðgerðum við konur í fyrirtækjarekstri sem taki mið af þörfum kvenna. Nefndin skyldi kynna sér hvernig staðið væri að slíkum að- gerðum í nágrannalöndum okkar svo og kanna viðhorf kvenna í fyrirtækjarekstri hérlendis til slíkra aðgerða. Yrði niðurstaða nefndarinnar sú að hérlendis væri þörf á sérstök- um stuðningi skyldi hún skila til ráðherra tillögum um hvern- ig best væri að standa að honum. I skipunarbréfi nefndarinn- ar segir að sérstaða kvenna í atvinnurekstri sé almennt viður- kennd og að í samkeppnislöndum okkar sé víða lögð áhersla á að auka veg kvenna í fyrirtækjarekstri og stjórnun. I nefndina, sem lýkur senn störfum, voru skipaðar sjö kon- ur og er Jónína Bjartmarz, lögmaður, formaður hennar. GOÐSAGNIR UM KONUR „I skipunarbréfinu er gengið út frá sérstöðu kvenna í at- vinnurekstri og sérþörfum þeirra, en það hefur ekki verið mikið rannsakað heldur hefur ýmsum „mýtum“ um konur og atvinnurekstur verið haldið á lofti, svo sem um sérstöðu þeirra, sérþarfir og viðhorf, sem okkur þótti rétt að reyna að kortleggja að einhveiju marki hérlendis. Við, sem skipum nefndina og höfum ýmist reynslu af atvinnurekstri eða at- vinnuráðgjöf, gerðum bæði ákveðna könnun með viðtölum við hóp kvenna svo og fólum við Félagsvísindastofnun HI að framkvæma viðameiri úrtakskönnun. í skýrslu nefndarinnar verður auðvitað gerð grein fyrir niðurstöðunum og því ekki rétt að ég sé að gera það ítarlega hér, en í stórum dráttum má segja að þau viðhorf kvenna sem könnunin leiddi í Ijós hafi ekki komið okkur á óvart.“ ENGAR TÖLUR TIL UM KONUR Jónína segir að eitt af því sem gerði nefndinni erfitt um vik hafi verið skortur á kyngreindri tölfræði á sviði atvinnulífsins. Þess vegna sé hérlendis, jafnt og víðast hvar erlendis, erfitt að staðreyna réttmæti goðsagna um konur í atvinnurekstri og hvort og þá hvernig rekstur þeirra og starfshættir séu ólíkir rekstri karla. A Hagstofu Islands fáist upplýsingar um ijölda fyrirtækja, sem konur eru skráðar fyrir sem eigendur eða for- ráðamenn, en á hinn bóginn skorti allar upplýsingar svo sem um styrk- og lánveitingar, hversu margar konur miðað við karla sæki um, Ijárhæðir, sem sótt er um og hversu margar fá, og tíðni gjaldþrota fyrirtækja kvenna miðað við karla. „Það hefur margt verið staðhæft um konur í atvinnu- rekstri sem þykir sýna sérstöðu þeirra, svo sem að þær séu varkárari og taki síður áhættu en karlar. Könnunin gefur vís- bendingu um þetta svo og ástæðurnar. Eg held að mér sé óhætt að segja að í ljós hafi komið að flestar konur í atvinnu- rekstri setji öryggi og afkomu ijölskyldunnar í fyrirrúm og á kostnað rekstursins ef þær standa frammi fyrir því að velja á milli. Auðvitað bera konur og karlar jafnt ábyrgð á börn- um og fjölskyldu samkvæmt öllum lögum og reglum samfé- lagins, en ijölskylduábyrgðin heftir konur gagnvart atvinnu- rekstri en ekki öfugt. Af hverju ekki að snúa þessu við og tala um að það sé sérstaða karla að axla ekki bæði ábyrgð á ijölskyldu og rekstri?"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.