Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 35

Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 35
Gunnar Orn Kristinsson, forstjóri SIF Jon Reymr Magnusson, forstjori SR-mjols Olafur Olafsson, forstjori Samskipa Öll búa þau yfir verulegri þekkingu á sjáv- arútvegi og eru í fremstu röð á sínu sviði hérlendis. Atlantic Coast sérhæfir sig í frystingu á sfld. Arleg velta þess nemur um 1,5 til 2 milljörðum króna. Miklar vonir eru bundnar við að umsvif Atlantic Coast auk- ist verulega á næstu árum eftir því sem fiskistofnar við austurströnd Bandaríkj- anna ná sér á strik - en þegar hafa sfldar- og makrílstofnar stækkað og styrkst til muna. SR-mjöl, Samheiji og Sfldarvinnslan stofnuðu hlutafélagið Uhafssjávarfang síð- astliðið haúst um flárfestingar og rekstur erlendis á sviði útgerðar, landvinnslu og sölu sjávarafurða. Kaupin á Atlantic Coast Fisheries eru ánægjulegt skref í stuttri sögu Úthafssjávarfangs. Benedikt Sveins- son, stjórnarformaður SR-mjöls, sagði í samtali við Morgunblaðið þegar sagt var frá kaupunum: „Við sjáum þarna mögu- leika á að koma inn í þetta fyrirtæki þar sem við getum nýtt þekkingu okkar Islend- inga í sjávarútvegi.” Þetta er kjarni málsins og grunnurinn að útrás íslensks viðskipta- lífs til útlanda. KAUPIN Á J.B. DELPIERRE Gunnar Örn Kristinsson, forstjóri SIF, segir að samningaviðræður um kaupin á J.B. Delpierre hefðu staðið yfir í tæpt ár. SIF greiðir um 60 milljónir króna fyrir fyr- irtækið en skuldbindur sig jafnlramt til að leggja til 240 milljóna króna viðbótarhluta- fé inn í fyrirtækið til að bæta eiginflárstöðu þess sem er neikvæð. Við kaupin eykst velta SÍF-samstæðunnar úr tæpum 12 millj- örðum í um 17 milljarða. Kaup SIF á franska fyrirtækinu J.B. Delpierre styrkja mjög stöðu SÍF í Frakk- landi og tryggja fyrirtækinu öflugan að- gang að öllum helstu matvöruverslunum í Frakklandi. Um 85% af allri sölu J.B. Delpi- erre hafa farið beint inn í frönsku stór- markaða-keðjurnar. Inn í þær er frekar erfitt að komast og þurfa framleiðendur helst að bjóða upp á nokkurt úrval af mat- vælum í sama flokki - en það á SÍF auðvelt með að gera. Með kaupunum á J.B. Delpierre og samrekstri við Nord Morue verður SÍF stærsta fyrirtækið í ffamleiðslu og sölu kældra sjávarafúrða á Frakklandsmarkaði. Þegar rætt er um kældar sjávarafurðir er átt við vörur sem geymdar eru við 0 til 4 gráðu hita; þetta eru vörur eins og reyktur lax og reykt sfld, saltfiskur og kavíar. SÍF á ennfremur fyrirtæki í Kanada og Noregi og styrkist staða þeirra til muna vegna hins öfluga dreifingarkerfis J.B. Delpierre í Frakklandi. Allar vinna þessar fjárfesting- ar núna vel saman. J.B. Delpierre er rótgróið fyrirtæki. Það var stofnað árið 1912 og rekið af Delpierre- fjölskyldunni þar til Nord-Est samsteypan keypti 67% hlutabréfa þess árið 1992. Á ár- unum ‘92 til “96 var það rekið með nokkru tapi. En á síðasta ári tókst að snúa dæminu við og reka það með hagnaði. SIF kaupir öll hlutabréfin í fyrirtækinu á um 5 milljón- ir franka, eða um 60 milljónir króna, og skuldbindur sig jafhframt til að leggja fram 20 milljónir franka, um 240 milljónir króna, í viðbótarhlutafé. SU fest kauþ á J.B. Delþierre og SR-Mjöl, Samherji og hlut í Atlantic Coast Fisheries. 35

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.