Frjáls verslun - 01.03.1998, Side 47
ÞEIR FRAMLEIÐA HUGBUNAÐ
Þó ab fyrirtæki, sem framleiba hugbúnað, skipti mörgum tugum
eru þau, sem hér eru talin upp, þau stærstu og hafa samanlagt
veltu upp á rúma þrjá milljarða.
STRENGUR www. strengur.i!
Strengur er stærst islenskra hugbúnað-
arfyrirtækja og spannar starfsemin töluvert
vitt svið. Strengur er sölu- og þróunaraðili á
viðskiptakerfinu Navision/Fjölni og Nav-
ision Financials. Þá er Strengur umboðsað-
ili Informix gagnagrunna og ijármálafyrir-
tækisins Dow Jones á íslandi. Einnig starf-
rækir Strengur upplýsingabankann Hafsjó
sem veitír áskrifendum fjölþættar upplýs-
ingar. Strengur hefur unnið að stórum verk-
efnum í hönnun hugbúnaðar bæði fyrir
Landsvirkjun vegna hagkvæmniathugana á
íslenska raforkukerfinu og fyrir Húsnæðis-
stofnun og Veðdeild Landsbanka íslands
vegna þróunar tölvukerfa.
Starfsmenn Strengs eru rúmlega 60 og
framkvæmdastjóri er Haukur Garðarsson.
TOLVUMYNDIR www.tm-soft.is
Tölvumyndir framleiðir hugbúnað fyrir
frystítogara, útgerðarfyrirtæki, fiskvinnsl-
ur og skylda atvinnustarfsemi. Hugbúnað-
urinn byggir á Navision Financials og tekur
til flestra þátta í rekstri sjávarútvegsfyrir-
tækja, m.a. sölu afurða, skrásetningar veð-
lána, útreiknings launa og gæðaeftirlits.
Tölvumyndir eru tíl húsa í Mörkinni 4
og þar vinna 40 manns. Framkvæmdastjóri
er Friðrik Sigurðsson.
HUGUR-FORRITAÞROUN www.hugur.is
Hugur-forritaþróun hefur frá 1991 ann-
ast endursölu og dreifingu Concorde XAL
viðskiptahugbúnaðarins á Islandi, auk
þess að þróa sérlausnir í Concorde XAL og
sinna þjónustu við notendur.
Einnig þróar fyrirtækið og selur Op-
usAllt hugbúnaðinn og þjónar fjölmörg-
um notendum kerfisins.
Hugur-forritaþróun hefur í rúman
áratug þróað og framleitt tímaskrán-
ingarkerfið Utvörð/Bakvörð sem náð
hefur töluverðri útbreiðslu hérlendis og
erlendis. Jafnframt hefur Hugur-forritaþró-
un um árabil framleitt lausnir fyrir Norand
handtölvur, m.a. fyrir sölumenn og tíl sjálf-
virkrar skráningar.
Hugur-forritaþróun er með bækistöðv-
ar í Kópavogi og á Akureyri og rekur dótt-
urfyrirtæki I Glasgow i Skotlandi. Starfs-
menn eru um 70 og framkvæmdastjóri er
Gunnar Ingimundarson.
TEYIWI www.teymi.is
Teymi stuðlar að markvissri meðhöndl-
un upplýsinga með sérhönnuðum lausn-
um sem byggja á hugbúnaði frá Oracle,
Legato og Remedy. Teymi leggur áherslu
á þekkinguna sem drifkraft i að leiða við-
skiptavini sína á bestu brautina og byggir
ofan á grunnlausnina með ráðgjöf, kennslu
og ýmiss konar þjónustu í samvinnu við
breiðan hóp samstarfsaðila.
Teymi er til húsa í Borgartúni 24.
Starfsmenn eru 16 og framkvæmdastjóri
er Elvar Steinn Þorkelsson.
HUGVIT www.hugvit.com
Hugvit er leiðandi fyrirtæki á sviði þró-
unar á hópvinnukerfum í Evrópu og
hugbúnaður þess breiðist nú út um
heiminn með leifturhraða í kjölfar
samstarfssamnings við IBM. Hug-
vit þróar hugbúnað fyrir Lotus Notes
kerfið og eru lausnir fyrirtækisins í
notkun hjá fjölmörgum af stærstu fyrirtækj-
um og stofnunum landsins. Hugbúnaður frá
Hugviti hf er nú í notkun í 12 löndum og er
fáanlegur á fjölmörgum tungumálum.
HRAÐVIRKUR
SVEIGJANLEGUR
EINFALDUR
TRAUSTUR
VIÐSKIPTAHUGBUNAÐURINN GARRI
FJARHAGSBOKHALD i VIÐSKIPTAMANNAKERFI i LAGERKERFI i SÖLUKERFI
TILBOÐSKERFI , SÖLUPANTANAKERFI i BIOREIKNINGAKERFI . BIRGJAKERFI
LAUNAKERFI , TOLLAKERFI , VERKBÓKHALD , TÆKJASKRÁ/BÍLAKERFI , STRIKAMERKJAKERFI /'
BUÐAKASSAKERFI , STIMPILKLUKKUKERFI . RAÐGREIÐSLUKERFI
«§l®oT
Hugbúnaðarþjónustan Garri • Ármúla 24 • Reykjavík • Sími: 51! 1240 &461 1250-Fax:511 1241
... viðskiptahugbúnaður fyrir fyrirtæki
af ýmsum stærðargráðum.
47