Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 57
Sinfóníuhljómsveit íslands. (Mynd úrsafni). Sön?leikjaandi frá London burðurinn er að vísu góður, enda er Bickley lærður leikari og músíkalítetið er þarna. En þegar röddina vantar þá bara getur ekk- ert annað bjarg- að. Til þess að Bickley njóti sannmælis verð- ur þó að viður- kennast að lagið Sunset * Bou- levard úr sam- nefndum söng- leik var þokka- lega vel flutt og ánægjulegt á að horfa því hann túlkaði lagið á leikrænan hátt. En það var önnur kven- •.................. Branco Cor- elli er sér- stakur mað- ur. Ef nefna ætti 10 bestu óperusöngvara þessarar aldar verður ekki hjá því komist að hafa hann þar á meðal. Hann kemur auðvitað söngleikjatónleik- um í Háskólabíó ekkert við. Og þó. Hann var einu sinni spurður að því í blaðaviðtali hvað þyrfti til að verða söngvari. Corelli svaraði: „Til þess að verða söngvari þarf þrennt.” Blaðamaðurinn beið með öndina í hálsinum eftir að heyra hið stóra leyndarmál söngvarans. „I fyrsta lagi þarf rödd. I örðu lagi þarf rödd. Og í þriðja lagi þarf rödd.” Það er ástæða til þess að hugleiða þetta svar Corellis sem við fyrstu sýn virðist einfalt og óhugsað en þegar betur er skoðað talar þarna maður með mikla reynslu og sem fór sínar eigin leiðir. Hann fór t.d. aldrei í eiginlegt söng- nám heldur hlustaði mest á plötur og leitaði síðan að því sem best myndi henta honum. Söngvari án hljóðfæris nær ekki að hrífa með sér áheyrendur. Jafnvel söngvari sem af Guðs náð fæðist með hljóðfæri í hálsinum nær ekki að rísa upp úr fjöld- anum nema rödd hans sé með einum eða öðrum hætti sérstök. Þannig verður alltaf fyrsta spurningin hvort söngvarinn hafi rödd. „Vilji er allt sem þarf,” á ekki við hér. A söngleikjatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands var raddgæðum söngvaranna mjög misskipt. Það skipti eiginlega í tvö horn. Eg get ekki stillt mig um að byrja á að nefna þá söng- konu sem gjörsamlega heillaði mig, Kim Criswell. Eg hefði feg- inn borgað mig inn á þessa tónleika til þess að heyra hana syngja Memories úr söngleiknum Cats eftir Andrew Lloyd Webber og dúettinn Anything you can do úr söngleiknum Annie get your gun eftir Irving Berlin. Þann dúett söng hún með James Greane. Eg minnist þess ekki að hafa heyrt þetta hvort tveggja nokkurn tímann betur flutt. Söngurinn var frábær en það var meira. Þessi kona túlk- ar jafnt næmar tilfinningar sem gáskafullt grín með slíkum hætti að grípur áheyrandann frá byijun. Raddbeitingin er óþvinguð, röddin mikil og lit- brigðin ótakmörkuð. Það sama verður ekki sagt um Graham Bickley. Hann er dæmi um það sem gagn- ályktað verður frá orðum Corellis. An raddar gengur þetta ekki. Bickley er raddlítill. Fram- stjarna á þessum tónleikum sem náði að heilla salinn. Það var Deborah Myers. Hún skar sig úr fjórmenningunum að því leyti að hún hefur hlotið formlega söngmenntun og notar þá þekk- ingu sína. Söngtæknin nýttist henni vel í laginu Glitter and be Gay úr Candide eftir Leonard Bernstein. Lagið er frekar samið fyrir sópran en söngleikjarödd. Það sama á við í laginu Phantom of the Opera úr samnefndum söngleik eftir Andrew Lloyd Webber. En Myers getur breytt um stíl fyrirhafnarlaust að því er virðist. Það er langur vegur á milli óperu- og söng- leikjasöngs. Það tekst ekki öllum að blanda saman þessum ólíku söngstílum og vera jafnvígur á hvort tveggja en Myers er þó í þeim hópi. Hljómsveitin var hreint út sagt frábær. Það er ekki oft sem gefst færi á að heyra þessa tegund tónlistar flutta af svo stórri hljómsveit og með slíkum glæsibrag. Hljómsveitarstjórinn Martin Yates stjórnaði af miklu öryggi. Stuttar skýringar hans á því, sem verið var að flytja, áttu vel við. Það verður ekki komist hjá því að minnast á að það er ekki ásættanlegt að tónleikagestir séu að ganga í salinn og leita sæta sinna fyrstu fimmtán mínútur tónleikanna. I þessu tilfelli var því aðallega um að kenna að miðaafgreiðsla hafði ekki undan og mynduðust af þeim sökum langar rað- ir í miðaafgreiðslunni fyrir tónleikana. Að fara á söngleik í London er stórskemmtilegt og mæli ég eindregið með því að menn noti tækifærið þegar það gefst til þess að bregða sér á söngleik. Urvalið er gríðarlega gott og afar sjaldgæft að mað- ur verði fyrir vonbrigðum. Eg vil benda á að það er best að hafa beint samband símleiðis við leikhúsin og kaupa miða með því að gefa upp kreditkorta- númer. Það gefur miklu betri árangur heldur en að láta hótelin sjá um miðakaup. S!1 l A söngleikjatónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.