Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 59
ListirC^mennin? Þjóðleikhús Óskastjarnan * * 1/2 Það hefði sannarlega verið gaman að sjá Birgi Sigurðsson snúa aftur til leikhússins eftir tíu ára hlé með sterkara verki en þessu. Þó að leikritið sé skrifað af kunnáttu, er persónusköpun of klisjukennd og grunn til að vekja verulegan áhuga. Sviðsetning er snyrtileg, en leikmynd stillega á skjön við verkið. (Sjá leikdóm bls. 64). Meiri gauragangur. * * Það er gömul reynsla, að önnur út- gáfa vinsælla leikverka og bíómynda stendur sjaldan þeirri fyrstu jafnfætis. Gauragangur II er engin undantekning frá þeirri reglu, en Olafur Haukur þekkir leiðina að hjörtum áhorfenda sinna og ratar hana sjálfsagt engu síður nú en löngum áður. (Sjá Frjáls verslun, 2. tbl. 1998). Poppkorn. * * Það er meiri hætta á, að viðkvæmum mög- um verði bumbult af því sem fram fer í leikriti Ben Eltons um sið- ferðislega ábyrgð kvikmyndaiðnaðarins. Sjálfur verður Elton naumast sýknaður af þeirri skinhelgi að gera sér mat úr því, sem hann þykist vera að prédika gegn. Sýningin er litrík og lífleg og dregur síst úr óbragðinu sem verkið skilur eftir. (Sjá Frjáls versl- un, 2. tbl. 1998). Fiðlarinn á þakinu. * *l/2 Þó að aðalleikararnir séu full- ungir og tónlistarflutningur minni í sniðum en á fyrri sýningu verksins, njóta sagan og söngvarnir sín svo vel, að áhorfendur hafa streymt í leikhúsið frá því í vor. (Sjá Frjáls verslun, 1. tbl. 1998). Grandavegur 7. * * Snotur umgerð og tónlist, sem er á köflum áhrifasterk, breyta ekki því, að það er einhver holur tónn í öllu saman og hringlið á milli lífs og dauða orkar þreytandi til lengdar. Ætli Kjartan Ragnarsson hafi nokkuð gert upp við sig, hvað hann vildi segja með sýningunni? (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Borgarleikhúsið Sumarið '37 *** 1/2 Listrænn stórviðburður. Eitt af merkustu leikritum íslenskra bókmennta, sem féll i Iðnó fyrir þijátíu árum, hlýtur loksins uppreisn æru í glæsilegri sýningu. Húrra fyrir Kristínu Jóhannesdóttur og leikurum Borgarleik- hússins! (Sjá leikdóm bls. 60). Sex í sveit * * * Enn ein hlátramaskínan er komin af stað í Borgarleikhúsinu og ólíklegt að þessi bregðist. Þó að Gísli Rún- ar ofleiki í aðalhlutverkinu, leikarar séu ekki allir jafn pottþéttir og staðfærsla leiksins óþörf, nær sýningin þeirri sveiflu sem dug- Jóns Viðars ir til að trekkja áhorfendur í leikhúsið. Og til þess var leikurinn væntanlega gerður. (Sjá leikdóm bls. 63). Loftkastalinn „Trainspotting“ * Þetta er sýning sem rétt er að vara fólk við. Ekki vegna viðbjóðsins, sem allt veður þarna í, heldur vegna leikritsins sjálfs sem er innihaldsrýrt, óskemmtilegt og illa skrif- að. Ingvar E. og Þröstur Leó skipta einni stjörnu á milli sín. (Sjá leikdóm bls. 63). Fjögur hjörtu. * * Sálfræðin ristir ekki djúpt í frumraun Olafs Jóhanns Olafssonar fyrir leiksvið og stílblanda verksins á raunsæi og fantasíu nær ekki að verða trúverðug. En textinn er lipurlega saminn og leikararnir fjórir skila sínu nokkurn veginn eins vel og frekast er kostur. Dágóð kvöldskemmtun. (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Bugsy Malone. Við sleppum stjörnugjöf fyrir sýningu sem er borin uppi af börnum og unglingum, en fagmannlega unnin að öðru leyti en því, að margir leikenda hefðu þurft að fá tilsögn í framsögn og textameðferð. (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Hermóður og Háðvör Síðasti bærinn í dalnum. * * * Hinn kröftugi hafnfirski leikhópur rær á þjóðleg mið í fyrstu barnasýningu sinni með ágætum árangri. Frá því er víst gengið, að hann fær haldið starfi sínu áfram enn um sinn. (Sjá Fijáls verslun, 1. tbl. 1998). Kaffileikhúsið Svikamylla. * * 1/2 Urvalstryllir, sem enginn spennufík- ill má missa af. Arnari hefur farið mikið fram frá frumsýningunni og sýnir nú ágæt tilþrif. En mótleikarinn hefúr því miður staðið í stað, svo að leikurinn verður harla ójafh. (Sjá Fijáls verslun, 2. tbl. 1998). Ix'ikfélag Akureyrar Söngvaseiður * * 1/2 L.A. ræður ekki yfir þeim kröftum sem þarf til að skila fullkomlega fagmannlegri sýningu á verki sem þessu og leikstjórn gætí verið betri. En tónlistín stendur alltaf fyrir sínu og Þóra Einarsdóttir á skilið hvert orð af því lofi sem á hana hefur verið borið fyrir meðferð hennar á Maríu. (Sjá leikdóm bls. 63). Stjörnugjöfjóns Viðars Jónssonar 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.