Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 61

Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 61
Pétur Einarsson og Hanna María Karlsdóttir sem á stórleik í þöglu hlutverki Önnu vinnukonu. FV-myndir: Kristín Bogadóttir. Stefáni einnig ágætlega. Kaldhæðni hans er ekkert annað en tilraun til að breiða yfir innilegan leiða á öllu og öllum. Það er einungis í samskiptunum við hina geðveiku systur sína, sem hann getur lagt af yfirlætisfullan leikaraskapinn. Öðrum treyst- ir hann ekki. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttír slær einnig réttan tón í hlutverki Sigrúnar; undir glæsilegu yfirborði heimsdöm- unnar, sem kann allar siðareglur hástéttarinnar út í æsar, kraumar ófullnægja og angist. Ari Matthíasson á góða spretti í hlutverki Jóns, plebbans sem er kvæntur inní hina finu fjöl- skyldu; sem leikari býr Ari yfir geðugri og þróttmikilli ein- lægni, sem hér nýtur sín vel. En ég ráðlegg Ara að verða sér sem fýrst úti um góða framsagnarkennslu - ég hef víst gert það einhvern tímann áður - því að áherslur hans eiga til að verða mjög óþjálar og undarlegar. Veikasti hlekkur keðj- unnar er Sóley Elíasdóttír sem Sjöfn hin geðveika. Hún náði hvorki að gera geðbilun konunnar sannfærandi né átakanlega. Leik- stjórinn hefði átt að benda henni á að nota þagnirnar betur; ef grannt er skoðað talar þessi persóna aldrei nema út úr þögn. Takist leikaranum ekki „að segja það án þess að segja það“, svo gripið sé til þeirra orða úr þessum leik sem oft- ast hefur verið vitnað til í sambandi við meistaralega samtals- tækni Jökuls, fellur hlutverkið flatt niður. Þá er aðeins ótalin Hanna María Karlsdóttir, sem staulast um sviðið í gervi Önnu vinnukonu, aflóga gamalmennis. Hvað ætli margir áhorfendur átti sig á því, að Anna er viðbót leikstjór- ans? Anna er aðeins nefnd á nafn í texta Jökuls, en það er snilld- arbragð hjá Kristínu að leiða hana inn á sviðið og leikur Hönnu Maríu þaulunninn, lotlegur líkamsburður og ellihrumt gervið svo gott, að leikkonan má heita óþekkjanleg. Eg man varla eftir öðru eins meistarastykki í förðun á íslensku sviði. En mestu skiptir, að Hönnu Maríu tekst að gera Önnu að einhverri tilfinn- ingalegri þungamiðju, eins konar lífakkeri þessarar lífsfirrtu ijöl- skyldu. Þó að hún segi aldrei neitt, lætur hún afstöðu sína til ein- staklinganna skýrt í ljós t.d. í upphafsatriðinu þegar hún tekur við yfirhöfiium fólksins eftir jarðarförina. Hanna María ætti skilið að fá silfurlampann fýrir þennan leik, ef skammsýnir kollegar henn- ar og ofúrviðkvæmir gagnrýnendur hefðu ekki slátrað honum fýrir margt löngu. Leikmynd Stígs Steinþórssonar er fáguð og köld. Baksviðið er stílfært völundarhús úr gleri, sem minnti talsvert á slæðuverk- ið i Dóminó, breiðar tröppur eftir endilöngu miðsviði og sviðsgólf 1 sömu hæð og fýrsti bekkur. Möguleikar þessa rýmis eru nýttir af hugkvæmni og hófsemi; kannski mátti gera eitthvað meira á innra og efra sviðinu. Yfir öllu svífur eftirlíking stjörnuhiminsins, sem nokkuð kemur við sögu í verkinu. Eg hef ítrekað gagnrýnt íslenska leikstjóra fyr- ir að ofhota hljóð- og tónlistareffekta, en hér er þeim beitt af óbrigðulli smekkvísi í takt við stílfærðar ljósabreytingar. Það þarf ekki að kalla til neitt tónskáld, heldur velur Kristin tónlistina sjálf og hljóðstjóri Borgarleikhússins til margra ára, Ólafur Örn Thoroddsen, stýrir öllu af öryggi. Ef einhver glóra væri í sjónvarpsstjórum landsins, myndu þeir nú fá Kristínu til að flytja þessa sýningu yfir í sjónvarp. Kammer- leikur eins og Sumarið '37 hefur alla burði til að njóta sín á skján- um. Ekki myndi heldur spilla, ef útlendingar kæmust að þvf hvað við lumum hér á góðu leikriti. Væri jafnvel ráð að stíga skrefið til fulls og gera bíómynd úr öllu saman? Kristín ætti líka að vera fær um það. 33 Þaö er flest gott um sýningu Kristínar Jóhannesdóttur að segja. Hún tekur leikritið hárréttum tökum, þó að lengi megi deila um einstakar áherslur í jafn brothættu og blæbrigðaríku verki. Sumarið '37 í Borgarleikhúsinu 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.