Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 19
PÁLL SIGURJÓNSSON MflÐUR ARSINS maður ársins Páll Siguijónsson, forstjóri Ístaks, er maður ársins 1999 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. Hann hlýtur þennan heiður fyrir einstakan árangur við stjórn- un ístaks og farsælan feril. Stjórnun hans einkennist af vald- dreifingu, sjálfstæði stjórnenda, skipulagi, aga, metnaði og framtakssemi. Fyrirtækið starfar á miklum keppnismarkaði þar sem flestra verkefna, tekna, er aflað með tilboðum í verk og þar er ekki á vísan að róa. Frjáls verslun óskar honum, konu hans, Sigríði Gísladóttur, ijölskyldu og starfsmönnum ístaks til hamingju. Páll er afar þekktur innan viðskiptalífins þótt al- menningur þekki ef til vill minna til hans. Á árunum ‘78 til ‘85 var hann formaður VSI og þá brá honum tíðum fyrir á sjón- varpsskjám landsmanna. Það er ekki ofmælt að fullyrða að Páll og hans samstarfsmenn hjá Istaki hafi látið verkin tala í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins. Iistinn er langur og mannvirkin mörg þar sem íyrirtækið hefur komið við sögu með einum eða öðr- um hætti. Hvalfjarðargöngin bar eflaust hæst á síðasta ári, en á þessu ári má nefna stækkun Kringlunnar, Sultartangavirkjun, stækkun Járnblendiverksmiðjunnar, nýja Olíshúsið, nýtt og glæsilegt íþróttahús KR, frystigeymslur íyrir Isfélag Þorláks- hafnar, endurbyggingu flugskýlis fyrir flugher Bandarikjanna á Keflavíkurflugvelli og skrifstofu- og birgðahús Austurbakka. Og við blasa verkefni eins og endurbygging Reykjavíkurflug- vallar og jarðvinna við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Istak byrjaði smátt, eins og svo mörg alvöru ævintýri, þróun sem gengið hefur hægt og sígandi. Segja má að Kambarnir hafi rutt brautina fyrir nær þrjátíu árum, þ.e. gerð fyrsta áfanga hringvegarins austur fyrir fjall, yfir Hellisheiði og um Kamb- ana. Þetta var verkið sem gaf vind í seglin. Fyrirtækið hefur nokkrum sinnum gengið í gegnum erfiða tima og þurft að segja upp mörgum starfsmönnum vegna verkefnaskorts. Núna er Istak stærsta byggingafyrirtæki landsins, skákaði íslensk- um aðalverktökum úr því sæti fyrir tveimur árum. Hjá því starfa um 450 manns, þar af um 40 tæknimenntaðir menn. Þetta er verkfræðilegt verktakafyrirtæki, sá er bragurinn. Fyr- irtækið velti um 4,5 milljörðum króna á síðasta rekstrarári og var hagnaður fyrir skatta 268 milljónir ki'óna. Árið áður var hagnaðurinn um 265 milljónir fyrir skatta. Páll hefur verið for- maður stjórnar Utflutningsráðs frá ‘93 og setið í stjórn Pihl í Danmörku frá 1989. Hann er ræðismaður Belgíu á íslandi. Danska fyrirtækið Pihl er aðaleigandi ístaks, með 96% hlut, á móti 4% hlut þeirra Páls Siguijónssonar og Jónasar Frímanns- sonar, verkfræðings hjá Istaki, nánasta samstarfsmanns Páls í yfir þrjátiu ár. SD Verkin tala Sultartangavirkjun, Kringlan, stækkun, Hvalfjaröargöng, Vestfjarðagöng, Mýja Olís-húsiö, Járnblendlverksmiöjan, Grundartanga, Járnblendiverksmiðjan, stækkun, íþróttahús KR, lönskólinn í Hafnarfirði, Álver Morðuráls, Álverið í Straumsvík, stækkun, Ráðhúsið í Reykjavík, Flugstöö Leifs Eiríkssonar, uppsteypa, Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, jarðvinna, Flugskýli á Keflavíkurflugvelli, endurbygging, Höfnin í Helguvík, Höfnin í Þorlákshöfn, Hafnargarður i Hafnarfjarðarhöfn, Austurbakki, skrifstofur og vörugeymslur, Hrauneyjafossvirkjun, Morgunblaðshúsiö, Bessastaðir, endurbygging Bessastaðastofu, Bessastaðir, viðgerð á Bessastaðakirkju, Bessastaðir, starfsmanna- og þjónustuhús, Dómkirkjan, endurbætur, Þjóðleikhúsið, endurbætur, Þjóðminjasafn, endurbætur, Safnahús við Hverfisgötu, endurbætur, Iðnó, endurbætur, Frystigeymsla Eimskips, Frystigeymsla Samskipa, Frystigeymsla í Þorlákshöfn, Síldarvinnslan, vinnsluhús fyrir loðnu og síld, Harpa, málningarverksmiðja, Brú yfir Jökulsá á Brú, Brú yfir Elliðaárnar, Skautahöllin í Reykjavík, Grafarvogskirkja, Reykjavíkurflugvöllur, endurbygging, Breska og þýska sendiráðiö, Nýjar bensínstöðvar fyrir Skeljung og Olís, Fyrsti áfangi hringvegarins; frá Reykjavík, um Hellisheiði og Kambana (árið 1971)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.