Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 70
NETIÐ inn. Hann vill að menn velti íyrir sér spurningum á borð við: Ætlum við að selja vöru á vefnum og þá hvaða vöru? Ætlum við að spara í öðrum rekstri með vefhum? A hvaða sviðum og hvernig náum við því markmiði? A vefurinn íyrst og fremst að vera aukin þjónusta við við- skiptavini eða ætlum við að sinna þeim sem það vilja frá A til Ö með vefnum? „Það getur verið dýrt að skipta um skoð- un á miðri leið.“ 2 Innihald vefsins. Hvað á að vera á vefn- um? „Þetta má ekki ákveða á síðustu stundu,“ segir Gunnar og mælir með því að gerður sé einfaldur listi yfir það sem eigi að vera á vef fyrirtækja. „Látið listann ganga á milli manna og klípið frekar af honum á skipulagsstiginu. Til þess að hægt sé að skipuleggja vefinn af viti þá verður innihaldslistinn fyrst að liggja fyrir.“ 3 Skipulag vefsins: Skipulagið á alltaf að miðast við viðskiptavininn, þ.e. þann sem fer inn á vefinn til að leita sér upp- lýsinga, en ekki við fýrirtækið sem um ræðir og innra starf og skipulag þess, að sögn Gunnars. „Þetta er lykilatriði. Ef vefurinn er illa skipulagður þá finnur enginn það sem hann er að leita að og þá hættir fólk að leita þar upplýsinga. Ef vefurinn er vel skipulagður þá notar fólk hann mikið í stað þess að hringja eða koma og fá upplýsingarnar,“ segir Gunnar. „Því stærri sem vefur fyrir- tækja er þeim mun erfiðara er oftast að skipuleggja hann. Það getur verið mán- aða vinna að skipuleggja stóran vef svo vel sé.“ « f j Vefur Listahátíðar í Reykjavík. Einfaldur og sérlega fallegur. Með því að ýta á fuglana kemst gesturinn inn í vefinn og getur kynnt sér allar upplýsingar sem fyrir liggja um Listahátíð í Reykjavík næsta sumar. Veffang- ið er: www.artfest.is Lykilatriði „Ef vefurinn er illa skipulagður þá finnur enginn það sem hann er að leita að og þá hættir fólk að leita þar upplýsinga. Ef vefurinn er vel skipulagður þá notar fólk hann mikið í stað þess að hringja eða koma og fá upplýsingarnar.“ 4 Útlit vefsins: Útlitshönnunin er það sem fyrst og fremst þyngir vefi og því skiptir mestu máli að útlitið sé létt og styðji skipulag vefsins, þ.e. að það hjálpi fólki að átta sig á uppbyggingu vefsins og að finna upplýsingarnar sem það er að leita að. „Minna merkir meira á þessu sviði, það má ekki vera of flúruð grafi'k þar sem hlutirnir renna saman því þá er erfitt að sjá hvað er hvað. Betra er að hafa útlitið hlutlaust, stílhreint og einfalt og leyfa skipulaginu að stýra því heldur en laga skipulagið að útlitshugmynd- um,“ segir Gunnar. „Besta leiðin er að láta þetta haldast í hendur og vinna sam- an að markmiðum vefsins." Sá sem hannar útlit vefsins verður að þekkja miðilinn og vita hvað hann má og má ekki gera. „Ef hann ætlar að búa til léttan vef þá er ýmislegt sem hann má helst ekki gera, til dæmis að nota skugga, því það þyngir vefinn mjög mik- ið og hann verður líka að vita hversu mikið pláss vefurinn má taka á skján- um. Síðan eru augljósir hlutir eins og að setja ekki hvítan texta á ljósgulan flöt, menn gera stundum þau mistök. Ef út- litshönnuðurinn þekkir þessar örfáu reglur og vinnur innan þeirra þá getur hann vandræðalaust búið til mjög fal- legan og léttan vef.“ Listahátíðarvefurinn opnaður. Eins og sjá má er heildaryfirbragðið það sama. 5 Fjármagn til að halda vefnum við: „Það er ekki nóg að henda peningum í að búa til vef. Það má ekki gleymast að end- urnýja og uppfæra upplýsingarnar þannig að þær séu alltaf réttar. Það er algjört lág- mark að ekki séu úreltar upplýsingar inni á vefnum. Ef fyrirtæki hafa væntingar um miklar gestakomur á vefinn þá er best að ráða ritstjóra sem skrifar inn nýtt efni, helst daglega. „Astæðan fyrir því að frétta- vefirnir eru svo vinsælir er að þar er nýtt efni daglega," segir Gunnar og bætír við að nýjar upplýsingar, sem snúi að starf- semi fyrirtækisins, gefi fólki ástæðu tíl að koma aftur og aftur inn á vefinn. Setja upp fréttasíður Hann bendir á hugmynd sem hann kallar „óunna námu“ því að fyrirtæki hafa lítíð nýtt sér hana hér heima - en það er að setja upp frétta- síður um það sem tengist starfsemi fyrir- tækisins. „Sérvörufýrirtæki geta tíl dæm- is sett upp siðu með daglegum fréttum af sínu sérsviði hérlendis og erlendis, sem dregur að heimsóknir þeirra sem áhuga hafa, markhóps fyrirtækisins, sem geta þá fundið allar upplýsingar um sviðið á einum stað. Þessu þurfa síðan að fýlgja góðir tenglar um viðkomandi svið.“ Gunnar segir einnig sniðugt að fá vef- gestí til að skilja eftir netfangið sitt hjá fýrirtækinu þannig að það geti sent áhugasömum viðskiptavinum tílboð eða upplýsingar í tölvupósti um starfsemi fýrirtækisins. „Fólk sem hefur áhuga á þjónustu fýrirtækisins vill gjarnan fá að vita þegar nýjungar eiga sér stað, frekar en að þurfa að fýlgjast með sjálft. Þarna er áhuginn á samskiptum gagnkvæmur og sjálfsagt að nýta sér það.“ Vefur Flugleiða. Flugleiðir bjóða viðskiþta- vinum og öðrum áhugasömum að skilja net- fangið sitt eftir og senda svo reglulega út upþ- lýsingar um tilboð. Þetta hefur virkað mjög vel. Veffang: www.icelandair.is 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.