Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 68
Gunnar Grímsson viðmótshönnuður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki við aðsetja upp
vefi. „Helstu mistök margra fyrirtækja er að gera fólki erfitt að finna upplýsingar með illa
skipulögðum ogpungum vef- og að endurskoða ekki efni og svara ekki pósti. “
ið varð til árið 1991 en það var ekki íyrr
en í byijun ársins 1994, þegar Netscape
kom fram á sjónarsviðið, að hlutirnir
fóru að gerast hratt. Um miðbik þessa
áratugar fóru erlend fyrirtaeki í sívax-
andi mæli að fá áhuga á því að færa út
kvíarnar með starfsemi á Netinu og ís-
lensk fyrirtæki fylgdu þeirri þróun. Fyr-
irtæki uppgötvuðu að þau gátu fengið
mikla athygli með því að vera fyrst til að
opna sinn eigin vef og núna eru mörg
fyrirtæki langt komin með að slíta
barnskónum í gerð þeirra.
Stöðugt fleiri fara inn á Netið til að
leita sér upplýsinga og versla. Krakkar
frá tíu til tólf ára nota Netið daglega og
þeir eru viðskiptavinir framtíðarinnar.
Þess vegna er stöðugt brýnna fyrir fyrir-
tæki að hasla sér þar völl. Og gera það
rétt! En hvernig eiga fyrirtæki að standa
að sínum vef? Hvernig á hann að vera?
Hvers konar upplýsingar eiga að vera á
vefsíðum þeirra? Hver er munurinn á
góðum og vondum vef fyrirtækja?
Fyrsti vefur aldrei góður Gunnar
Grímsson viðmótshönnuður hefur tekið
þátt í því að vefvæða íslensk fyrirtæki. I
fyrstu voru fyrirtækin ekki búin að upp-
götva hvað þau gátu gert á Netinu, ekki
Hvernig á fyrirtæki
að gera eigin veí?
Þegar fyrirtæki opnar vefá Net-
inu verður hann að vera skipu-
lagður, gegnsær, léttur og fljótur
að birtast á skjánum. Vefsíður
mega alls ekki reyna um ofá
polinmæði viðskiptavinarins!
að er sagt að fyrsti vefur fyrir-
tækis geti aldrei orðið góður!
Sennilega er það rétt.
Þetta segir Gunnar Grímsson við-
mótshönnuður sem aðstoðar fyrirtæki
við að opna sinn eigin vef á Netinu. Net-
frekar en viðskiptavinirnir, en þau sáu að
þau gætu fengið góða athygli með því að
vera fyrst.
„Mörg fyrirtæki gerðu sinn fyrsta
vef fyrir nokkrum árum og það reyndist
satt sem oft er sagt: Fyrsti vefur fyrir-
tækis getur aldrei orðið góður! Það er
svo sem ekkert slæmt, menn læra bara
á því,“ segir Gunnar. „Það er enginn
maður með mönnum núna nema að
vera með vefsíðu. Þetta byrjaði um ’96
til ’97, í fyrstu vegna þess að keppinaut-
arnir voru þar og síðan vegna þess að
Hekluvefurinn er glœsilegur, léttur og þœgi- viðskiptavinir nir kvörtuðu ef fyi ii tæki
legur með flash-tœkni og hljóð sem skemmta voru ekki með vef. Svo áttuðu menn sig
gestum. Veffang: www.hekla.is á því að það er ekki nóg að hafa vöru-
68