Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 54
Barnes & Noble
Amazon
$11,1 Markaðsverðmæti (milljarðar S) $2.2
1 velsiða Fjöldi verslana
$542,0 Árstekjur (milljónir $)
3QBo/0 Vöxtur sölu (%)
$375.000 Sala pr. starlsmann
3.100.000 Titlar pr. verslun
24 Árleg velta birgða ..
Markaðsverdmæti Amazon í lok ársins 1998 var hœrra en
samanlagt verðmæti allra bandariskra ^avenlana^
fimm sinnum hærra en verðmæti Barnes & Nob , fy
tækis með yfir 1.000 bókaverslamr.
1.011
$3.100
10%
$100.000
175.000
3
öflun nýrra áskrifenda. Venjulega dugir
áskriftargjaldið ekki fyrir kostnaði við öfl-
un viðskiptavinarins, en tvennar framtíð-
Gæðahirslur á góðu verði.
Fagleg ráðgjöf og þjónusta.
^iOfnasmiójan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
artekjurbæta úr; endurnýjun
áskriftar og auglýsingatekj-
ur.
Einföld aðferð er notuð
til að reikna þetta út. Meðal-
áskrifandinn heldur tryggð
í þrjú til fimm ár, segjum
fjögur að meðaltali. Árlegar
tekjur af endurýjun áskrift-
ar getur numið $20 og aug-
lýsingatekjur $80. Það gerir
$100 á ári yfir fjögurra ára
tímabil. Niðurstaðan: Svo
lengi sem tímaritið aflar
nýs áskrifanda í dag fýrir minna en nú-
virði þessara $400 þá hefur það hagnað
af hveijum nýjum áskrifanda.
í upphafi árs 1999 mat markaðurinn
hvern viðskiptavin AOL á $5.300 (en
samtals voru viðskiptavinir 15 milljónir),
upphæð sem mörgum fjárfestum finnst
talsvert há. Yahoo hefur 35 milljónir við-
skiptavina og hefur markaðurinn metið
hvern viðskiptavin á $1.000. Það þykir
mjög í hærri kantinum þar sem við-
skiptavinir Yahoo greiða enga áskrift
(sem viðskiptavinir AOL gera). Auglýs-
ingatekjur verða því að standa undir allri
upphæðinni, þ.e. $1.000. LTV aðferðin
gefur $3.000 fyrir hvern viðskiptavin
Amazon, upphæð sem mörgum finnst
líka erfitt að réttlæta.
Talníng heimsúkna Þar sem mörg
internet-fyrirtæki hafa engar tekjur og
bókfært verð þeirra er marklaust getur
verið erfitt að komast að raunhæfu verð-
mæti eins og lýst hefur verið hér að
framan. Eina stærð má þó fá með nokk-
urri vissu en það er sá fjöldi heimsókna
sem vefsíður þessara fýrirtækja fá.
Media Metrix gerir reglulegar kann-
anir á heimsóknum á vefsíður. I könnun
frá því í október 1998 kemur fram að Ya-
hoo fékk 25,2 milljónir heimsókna.
Markaðsverðmæti fyrirtækisins á þeim
tíma var $19,7 milljarðar, sem gefúr $782
á hverja heimsókn. Sama stærð fyrir
Lycos var $135 og fyrir Excite $165. Þó
svo að vafasmt sé að meta megi verð-
mæti internet-fyrirtækja eftir fjölda
heimsókna vekur sú aðferð þó upp gagn-
legar spurningar. Til að mynda; er hver
heimsókn á Yahoo vefsíðu fimm sinnum
verðmætari en heimsókn á vefsíðu
Lycos?
Hin hliðin Ef lesendur hafa þegar hér
er komið sögu gefist upp við að finna ein-
hverja skýringu á því hvernig markaður-
inn hefur metið mörg internet-fýrirtæki,
þá er samt ekki ástæða til að örvænta al-
veg strax. Tökum aftur Amazon sem
dæmi. A árinu 1998 jókst markaðsverð-
mæti þess nánast tífalt og er verðmæti
þess meira en samanlagt verðmæti allra
bókaverslana Bandaríkjanna. Skoðum
jafnframt eftirfarandi:
Amazon
• Amazon hefur yfir 3,1 milljón titla,
sem er 15 sinnum meira en nokkur
önnur bókaverslun í heiminum.
• Hver starfsmaður Amazon stendur
að baki $375.000 árssölu, tæplega
fjórum sinnum meira en hver starfs-
maður Barnes & Noble.
• Pantanir hjá Amazon eru gerðar með
því að smella á mús, sem tekur brota-
brot af þeim tíma sem það tekur að
finna stæði við næstu bókaverslun.
• Flestar bókaverslanir hafa um 160
daga í birgðum og þær greiða oftast
birgjum og dreifingaraðilum eftir 45
til 90 daga, sem þýðir að þær bera
kostnað bókanna í allt upp undir 4
mánuði. Amazon hefur 15 daga í
birgðum og fær greitt strax um
kreditkort.
• Amazon hefur víkkað starfsemi sína
og selur nú einnig geisladiska, mynd-
bönd og ýmsar tækifærisgjafir. í raun
getur fýrirtækið selt hvað sem er
gegnum netið. Og þegar kemur að
kaupum um netið hugsa flestir fýrst
til Amazon.
• Sala Amazon fjórfaldaðist milli ár-
anna 1997 og 1998.
Þennan lista mætti auðveldlega lengja
en kjarninn er sá að mörg internet-fýrir-
tæki eru á fleygiferð í dag og hafa ótrú-
lega möguleika í framtíðinni. Markaðir
líta til framtíðar og það að fyrirtæki tapi
peningum í dag skiptir engu ef þvi er trú-
að að það verði leiðandi á markaði í fram-
tíðinni. En hvort slíkt réttlætir það háa
gengi sem hefur verið á mörgum inter-
net-fýrirtækjum er erfitt að segja til um.
Verðmæti hlutabréfa þessara fýrirtækja
náði hámarki í apríl lýrr á þessu ári. Það
féll síðan verulega á næstu fjórum mán-
uðum en hefur hækkað síðan. Ein breyt-
ing hefur orðið á einkenni markaðarins;
stofnanafjárfestar eru farnir að kaupa
hlutabréf í internet-fyrirtækjum, sem
þýðir að markaðurinn hefur öðlast meira
traust en áður. Það er eins og margir hafi
beðið eftir að markaðurinn tæki dýfu og
næði síðan jaínvægi aftur. ffl
54